Þekking, fræðsla og verklag innan skóla varðandi forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum Guðrún Helga Bjarnadóttir skrifar 30. nóvember 2020 16:01 Dagana 19.-26. október 2020 gerðu Barnaheill netathugun innan leik- og grunnskóla landsins á þekkingu og fræðslu fyrir starfsfólk og nemendur og verklag varðandi forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum. Athugunin náði til 404 leik- og grunnskóla, en skólastjórnendum var sendur spurningalisti með sex spurningum. Alls svöruðu 189 skólar listanum eða 46,8%. Helstu niðurstöður athugunarinnar sýna að í 61% skóla hafa kennarar, annað starfsfólk og nemendur fengið forvarnafræðslu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Það er áberandi í svörum skólastjórnenda um forvarnafræðslu að flestir nefndu fræðslu frá Blátt áfram, en forvarnasamtökin Blátt áfram voru stofnuð 2004 og sameinuðust Barnaheillum 2019. Það er afar jákvætt að sjá að skólar sem fengið hafa fræðslu fyrir starfsfólk sitt hafa einnig séð mikilvægi þess að bjóða nemendum upp á forvarnafræðslu. Að auki er hér tækifæri fyrir 25% skóla sem svöruðu „Nei“ við þessum spurningum að fá forvarnafræðslu fyrir starfsfólk sitt og nemendur. Í spurningunni „Treysta kennarar sér til að sinna forvarnafræðslu“, svöruðu 50% játandi, 6% neitandi en 43% voru ekki viss. Það liggur fyrir að ekki er lögð áhersla á þessa fræðslu hjá t.d. Menntavísindasviði Háskóla Íslands eða í öðru kennaranámi. Hér er augljóst tækifæri fyrir skóla til að efla fræðslu um mikilvægi forvarna hjá kennurum og öðru starfsfólki. Fræðsla um forvarnir þarf að innihalda leiðbeiningar og dæmi um lausnir sem fólk á auðvelt með að tileinka sér. Tvær spurningar listans varða verkferla innan skólans. Spurt er hvort verkferlar séu til staðar í skólanum ef grunur um kynferðisofbeldi gegn barni kemur upp. 86% svarenda svöruðu þessari spurningu játandi. Einnig er spurt hvort kennarar séu upplýstir um verkferlana en því svöruðu 76,5% játandi. Hér er áberandi og er það vel, hve margir skólar eru með skýra verkferla er kemur að tilkynningum um kynferðisofbeldi á börnum. Viðbrögð skólastjórnenda við þessari netathugun sýnir hve mikilvægar forvarnir gegn kynferðisofbeldi eru í huga þeirra. Það er afar gott að sjá stóran hluta svarenda sinna forvörnum vel, en í skriflegum svörum er kallað eftir meira stuðningsefni og reglulegu samtali um forvarnir. Það er hvatning fyrir samtök eins og Barnaheill sem bjóða reglulega upp á fræðslu og samtal með einhverjum hætti að halda áfram að efla stofnanir í að fyrirbyggja ofbeldi á börnum. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna Barnaheilla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Sjá meira
Dagana 19.-26. október 2020 gerðu Barnaheill netathugun innan leik- og grunnskóla landsins á þekkingu og fræðslu fyrir starfsfólk og nemendur og verklag varðandi forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum. Athugunin náði til 404 leik- og grunnskóla, en skólastjórnendum var sendur spurningalisti með sex spurningum. Alls svöruðu 189 skólar listanum eða 46,8%. Helstu niðurstöður athugunarinnar sýna að í 61% skóla hafa kennarar, annað starfsfólk og nemendur fengið forvarnafræðslu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Það er áberandi í svörum skólastjórnenda um forvarnafræðslu að flestir nefndu fræðslu frá Blátt áfram, en forvarnasamtökin Blátt áfram voru stofnuð 2004 og sameinuðust Barnaheillum 2019. Það er afar jákvætt að sjá að skólar sem fengið hafa fræðslu fyrir starfsfólk sitt hafa einnig séð mikilvægi þess að bjóða nemendum upp á forvarnafræðslu. Að auki er hér tækifæri fyrir 25% skóla sem svöruðu „Nei“ við þessum spurningum að fá forvarnafræðslu fyrir starfsfólk sitt og nemendur. Í spurningunni „Treysta kennarar sér til að sinna forvarnafræðslu“, svöruðu 50% játandi, 6% neitandi en 43% voru ekki viss. Það liggur fyrir að ekki er lögð áhersla á þessa fræðslu hjá t.d. Menntavísindasviði Háskóla Íslands eða í öðru kennaranámi. Hér er augljóst tækifæri fyrir skóla til að efla fræðslu um mikilvægi forvarna hjá kennurum og öðru starfsfólki. Fræðsla um forvarnir þarf að innihalda leiðbeiningar og dæmi um lausnir sem fólk á auðvelt með að tileinka sér. Tvær spurningar listans varða verkferla innan skólans. Spurt er hvort verkferlar séu til staðar í skólanum ef grunur um kynferðisofbeldi gegn barni kemur upp. 86% svarenda svöruðu þessari spurningu játandi. Einnig er spurt hvort kennarar séu upplýstir um verkferlana en því svöruðu 76,5% játandi. Hér er áberandi og er það vel, hve margir skólar eru með skýra verkferla er kemur að tilkynningum um kynferðisofbeldi á börnum. Viðbrögð skólastjórnenda við þessari netathugun sýnir hve mikilvægar forvarnir gegn kynferðisofbeldi eru í huga þeirra. Það er afar gott að sjá stóran hluta svarenda sinna forvörnum vel, en í skriflegum svörum er kallað eftir meira stuðningsefni og reglulegu samtali um forvarnir. Það er hvatning fyrir samtök eins og Barnaheill sem bjóða reglulega upp á fræðslu og samtal með einhverjum hætti að halda áfram að efla stofnanir í að fyrirbyggja ofbeldi á börnum. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna Barnaheilla
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar