Arðsemin af breyttu kerfi um þjónustu við börn á pari við Kárahnjúkavirkjun og Keflavíkurflugvöll Sunna Sæmundsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 30. nóvember 2020 20:11 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Víðtækar breytingar verða gerðar á þjónustu við barnafjölskyldur sem þurfa á stuðningi að halda samkvæmt nýju frumvarpi félags- og barnamálaráðherra. Arðseminni er líkt við stóra innviðafjárfestingu á borð við Kárahnjúkavirkjun. Frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna var kynnt og lagt fram á Alþingi í dag. Ráðherra segir málið hafa verið í vinnslu í þrjú ár og að yfir eitt þúsund manns hafi komið að vinnunni. „Við erum að skilgreina hér í fyrsta skipti hvernig kerfið okkar á að tala saman í kringum barnið og setja barnið í miðjuna í öllu sínu starfi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Fjölskyldum og öllum börnum undir 18 ára aldri sem þurfa snemmtækan stuðning verður tryggður aðgangur að sérstökum tengilið sem veitir leiðbeiningar og fylgir þjónustunni eftir í kerfinu. Ef börn þurfa stuðning til lengri tíma verður útvegaður málstjóri sem á að tryggja greiningu á þörfum, að barn fái stuðningsáætlun og að þjónusta verði veitt í samræmi við hana. „Það hefur sýnt sig að börn sem þarfnast þjónustu, að oft á tíðum þurfa fjölskyldurnar að sækja sjálf þjónustuna. Þau vita ekki hvaða hurðar þau eiga að banka á, þau vita ekki hvaða þjónustu þau eiga að biðja um. En þarna erum við í rauninni bara að snúa öllu kerfinu við,“ segir Ásmundur. Verði lögin samþykkt taka þau gildi í janúar og talið er að það taki þrjú ár að innleiða breytingarnar. Kostnaður er metinn á 1,3 milljarða á hverju ári en hagfræðingi sem var falið að meta hagræn áhrif líkir þessu við innviðafjárfestingu. „Arðsemin er í rauninni svipuð og af arðbærustu framkvæmdum Íslandssögunnar. Þannig arðsemin af þessum breytingum ætti að vera sambærileg við til dæmis Kárahnjúkavirkjun eða Keflavíkurflugvöll,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur. Það taki tíma að fylgja eftir fyrstu börnum í nýju kerfi og miðað er við að færri fari út af sporinu eftir breytingar. Sé einungis litið á fjárhagshliðina er miðað við þjóðhagslegur ávinningur við það fari fram úr kostnaði eftir tíu ár. „Þeir þurfa minni heilbrigðisþjónustu, hafa hærri ævitekjur og þurfa minni aðstoð frá félagslegum kerfum,“ segir Björn. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Réttindi barna Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna var kynnt og lagt fram á Alþingi í dag. Ráðherra segir málið hafa verið í vinnslu í þrjú ár og að yfir eitt þúsund manns hafi komið að vinnunni. „Við erum að skilgreina hér í fyrsta skipti hvernig kerfið okkar á að tala saman í kringum barnið og setja barnið í miðjuna í öllu sínu starfi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Fjölskyldum og öllum börnum undir 18 ára aldri sem þurfa snemmtækan stuðning verður tryggður aðgangur að sérstökum tengilið sem veitir leiðbeiningar og fylgir þjónustunni eftir í kerfinu. Ef börn þurfa stuðning til lengri tíma verður útvegaður málstjóri sem á að tryggja greiningu á þörfum, að barn fái stuðningsáætlun og að þjónusta verði veitt í samræmi við hana. „Það hefur sýnt sig að börn sem þarfnast þjónustu, að oft á tíðum þurfa fjölskyldurnar að sækja sjálf þjónustuna. Þau vita ekki hvaða hurðar þau eiga að banka á, þau vita ekki hvaða þjónustu þau eiga að biðja um. En þarna erum við í rauninni bara að snúa öllu kerfinu við,“ segir Ásmundur. Verði lögin samþykkt taka þau gildi í janúar og talið er að það taki þrjú ár að innleiða breytingarnar. Kostnaður er metinn á 1,3 milljarða á hverju ári en hagfræðingi sem var falið að meta hagræn áhrif líkir þessu við innviðafjárfestingu. „Arðsemin er í rauninni svipuð og af arðbærustu framkvæmdum Íslandssögunnar. Þannig arðsemin af þessum breytingum ætti að vera sambærileg við til dæmis Kárahnjúkavirkjun eða Keflavíkurflugvöll,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur. Það taki tíma að fylgja eftir fyrstu börnum í nýju kerfi og miðað er við að færri fari út af sporinu eftir breytingar. Sé einungis litið á fjárhagshliðina er miðað við þjóðhagslegur ávinningur við það fari fram úr kostnaði eftir tíu ár. „Þeir þurfa minni heilbrigðisþjónustu, hafa hærri ævitekjur og þurfa minni aðstoð frá félagslegum kerfum,“ segir Björn.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Réttindi barna Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent