FA sakar ráðherra um að láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2020 11:16 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda sakar landbúnaðarráðherra um láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum og fara gegn hagsmunum innflutningsfyrirtækja og neytenda. Það sé gert í nýju frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fyrirkomulag útboðs tollkvóta fyrir búvörur. Í yfirlýsingu frá FA segir að ráðherra sé að hverfa tímabundið aftur til eldra fyrirkomulags og að breyting sem fjallað er um í frumvarpinu muni leiða til þess að útboðsgjalds sem innflytjendur þurfi að greiða fyrir heimildir til að flytja inn búvörur án tolla muni hækka. Það muni leiða til hækkunar á verði innfluttra búvara og innlendri búvöru vegna minni samkeppni. Í yfirlýsingu á vef FA segir að síðastliðið vor hafi fyrsta útboðið verið haldið með nýrri aðferð, svokölluðu jafnvægisútboði, og við það hafi útboðsgjald vegna flestra tegunda búvara lækkað. FA Í greinargerð nýja frumvarpsins segir að innlend landbúnaðarframleiðsla hafi orðið fyrir tjóni vegna áhrifa frá faraldri nýju kórónuveirunnar. Innflutningur hafi haldist nær óbreyttur á meðan dregið hafi úr eftirspurn. „Því er afar líklegt að samdráttur í eftirspurn landbúnaðarafurða vegna fækkunar erlendra gesta lendi á miklu leyti á innlendri framleiðslu með tilheyrandi samdrætti í afurðatekjum. Nauðsynlegt þykir að takmarka áhrif kórónuveirufaraldursins og draga úr því tjóni sem innlendir framleiðendur hafa nú þegar orðið fyrir,“ segir í greinargerðinni. FA bendir á að fyrir rúmu ári, þegar Kristján Þór setti fram frumvarp um upptöku jafnvægisútboðs hafi staðið í greinargerð þess að markmiðiði væri að auka ábata neytenda með aukinni samkeppni og sömuleiðisi gæta að hagsmunum innlendra framleiðenda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir í yfirlýsingu félagsins að það sé því augljóslega markmiðið með því að hverfa frá breytingunni að hafa af neytendum þann ávinning sem þeir hafi haft af aukinni samkeppni. Með því sé stuðlað að hærra verði á matvöru á sama tíma og atvinnuleysi sé í sögulegu hámarki og fjöldi fólks nái ekki endum saman. „Þetta frumvarp er með miklum ólíkindum. Fjöldi atvinnugreina hefur fengið mikinn skell vegna kórónaveirukreppunnar, en stjórnvöld hafa ekki gripið til sértækra aðgerða til að vernda einstakar greinar fyrir samkeppni, heldur vísað fyrirtækjum á almenn úrræði svo sem styrki og lán. Í tilviki landbúnaðarins á hins vegar að hindra samkeppni í greininni og láta innflutningsverslun og neytendur borga. Þetta er enn eitt dæmið um að stjórnvöld virðast í vasanum á sérhagsmunum í landbúnaði.“ Landbúnaður Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Í yfirlýsingu frá FA segir að ráðherra sé að hverfa tímabundið aftur til eldra fyrirkomulags og að breyting sem fjallað er um í frumvarpinu muni leiða til þess að útboðsgjalds sem innflytjendur þurfi að greiða fyrir heimildir til að flytja inn búvörur án tolla muni hækka. Það muni leiða til hækkunar á verði innfluttra búvara og innlendri búvöru vegna minni samkeppni. Í yfirlýsingu á vef FA segir að síðastliðið vor hafi fyrsta útboðið verið haldið með nýrri aðferð, svokölluðu jafnvægisútboði, og við það hafi útboðsgjald vegna flestra tegunda búvara lækkað. FA Í greinargerð nýja frumvarpsins segir að innlend landbúnaðarframleiðsla hafi orðið fyrir tjóni vegna áhrifa frá faraldri nýju kórónuveirunnar. Innflutningur hafi haldist nær óbreyttur á meðan dregið hafi úr eftirspurn. „Því er afar líklegt að samdráttur í eftirspurn landbúnaðarafurða vegna fækkunar erlendra gesta lendi á miklu leyti á innlendri framleiðslu með tilheyrandi samdrætti í afurðatekjum. Nauðsynlegt þykir að takmarka áhrif kórónuveirufaraldursins og draga úr því tjóni sem innlendir framleiðendur hafa nú þegar orðið fyrir,“ segir í greinargerðinni. FA bendir á að fyrir rúmu ári, þegar Kristján Þór setti fram frumvarp um upptöku jafnvægisútboðs hafi staðið í greinargerð þess að markmiðiði væri að auka ábata neytenda með aukinni samkeppni og sömuleiðisi gæta að hagsmunum innlendra framleiðenda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir í yfirlýsingu félagsins að það sé því augljóslega markmiðið með því að hverfa frá breytingunni að hafa af neytendum þann ávinning sem þeir hafi haft af aukinni samkeppni. Með því sé stuðlað að hærra verði á matvöru á sama tíma og atvinnuleysi sé í sögulegu hámarki og fjöldi fólks nái ekki endum saman. „Þetta frumvarp er með miklum ólíkindum. Fjöldi atvinnugreina hefur fengið mikinn skell vegna kórónaveirukreppunnar, en stjórnvöld hafa ekki gripið til sértækra aðgerða til að vernda einstakar greinar fyrir samkeppni, heldur vísað fyrirtækjum á almenn úrræði svo sem styrki og lán. Í tilviki landbúnaðarins á hins vegar að hindra samkeppni í greininni og láta innflutningsverslun og neytendur borga. Þetta er enn eitt dæmið um að stjórnvöld virðast í vasanum á sérhagsmunum í landbúnaði.“
Landbúnaður Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira