Staða framhaldsskólanema á tímum heimsfaraldurs Sigrún Edda Eðvarðsdóttir skrifar 1. desember 2020 14:31 Óhætt er að segja að staða framhaldsskólanema síðustu vikur og mánuði í þeim heimsfaraldri sem nú geisar sé á engan hátt öfundsverð. Ár sem við mörg hver þekkjum sem þau minnisstæðustu og skemmtilegustu þegar horft er í baksýnisspegilinn. Í dag einkennast skóladagar flestra þessara ungmenna hins vegar af fjarkennslu og fjarlægðarmörkum þar sem lítið er um félagslíf og fagnaði. Áhyggjur af stöðunni Að undanförnu hafa áhyggjuraddir hljómað meðal foreldra og annarra um stöðu framhaldsskólanema, sérstaklega hvað varðar þá sem byrjuðu í framhaldsskólanum núna í haust og hafa sumir hverjir ekki enn hitt sína kennara í eigin persónu eða náð að hitta né kynnast samnemendum sínum. Hér er um viðkvæman hóp að ræða sem er að stíga sín fyrstu skref á bæði nýju skólastigi og í nýju skólaumhverfi. Enda um mikilvæg mótunarár að ræða þar sem ungmenni eru enn að þroskast, eflast og styrkjast, líkamlega, andlega og félagslega. Vissulega er staða nemenda misjöfn en félagsleg einangrun, einmanaleiki, kvíði, álag, erfiðar fjölskylduaðstæður og aukið heimilisofbeldi eru allt þættir sem því miður eru farnir að setja mark sitt á langt og erfitt Covid-tímabil og nýlegar rannsóknir endurspegla. Hver eru næstu skref? Fórnir hafa sannarlega verið færðar og líðan og staða framhaldsskólanema á tímum heimsfaraldurs eru áhyggjuefni. Á undanförnum vikum og mánuðum höfum við náð undraverðum árangri þar sem dregið hefur allverulega úr smitum í samfélaginu og margir farnir að horfa með tilhlökkun til bjartari tíma. En líkt og atburðir nýliðinna daga sýna er þetta viðkvæmt jafnvægi og allt eins von á annarri bylgju. Hvað gerum við þá? Í vor héldum við leik- og grunnskólum landsins opnum meðan margar þjóðir skelltu í lás og lokuðu sínum skólum. Í dag er staðan enn sú að leik- og grunnskólum landsins er haldið opnum með mismiklum takmörkunum. Á sama tíma hefur framhaldsskólanemum hér á landi meira og minna verið boðið upp á fjarkennslu. Öfugt við það sem gerist í löndunum í kringum okkur en þar hefur verið ákveðið meira en minna að standa vörð um menntun ungmenna með því að halda framhaldsskólum opnum og halda úti staðnámi þrátt fyrir heimsfaraldur. Nám með fjarkennslu Hér á landi virðist sem námstilhögun og útfærsla framhaldsskólanna sé mismunandi þó greina megi ákveðinn samhljóm eða líkindi með áherslum auk þess sem áherslur í skólum á þeim stöðum þar sem lítið eða ekkert samfélagslegt smit hefur verið í gangi eru svipaðar þeim þar sem meira samfélagssmit er til staðar. Þá virðist sem allrar varúðar sé gætt og skólum almennt lokað og námi haldið úti með fjarkennslu. Nemendur í list- og verknámi eru sem dæmi frekar í staðnámi og mæta þar af leiðandi oftar í skólann til að sinna sínu námi að einhverju leyti öfugt við nemendur á bóknámsbrautum sem er frekar kennt í fjarkennslu. Skólalokanir í forvarnarskyni Þrátt fyrir nýlegar tilslakanir hafa flestir framhaldsskólar landsins haldið óbreyttu kennslufyrirkomulagi og ljúka haustönninni með sama fyrirkomulagi. Hefur þessi ákvörðun leitt til óánægju meðal sumra foreldra sem hafa áhyggjur af stöðu barna sinna og vonast til að hægt verði að koma á staðnámi sem fyrst. Í Noregi var á vormánuðum fest í lög að ekki mætti beita skólalokunum í forvarnarskyni auk þess sem skýrt er kveðið á um það þar í landi að fjarkennsla sé það sama og lokaður skóli. Þar eru litakerfi, grænt, gult og rautt og jafnvel þó svæði séu á rauðu stigi þarf að grípa til annarra aðgerða áður en skoðað er hvort loka eigi skólum. Nýjar áskoranir krefjast nýrra lausna Nýjar áskoranir krefjast nýrra lausna og leiða og að sama skapi krefur það okkur sem samfélag að standa vörð um eina af grunnstoðum samfélagsins sem er menntun barnanna okkar. Orð landlæknis í nýlegri grein um að nemendur í framhaldsskólum séu líka börn, sem okkur sem samfélagi ber skylda að standa vörð um, eru orð að sönnu. Rétt eins og aðrar stofnanir og vinnustaðir landsins þá verðum við að velta fyrir okkur hvort við getum gert betur í takt við sóttvarnir með það fyrir augum að tryggja bæði skóla-og félagstengsl nemenda. Það er viðbúið er að við þurfum sem samfélag að lifa áfram með veirunni og mögulega vel fram á næsta ár. Unga fólkið okkar hefur sýnt ótrúlega seiglu og á mikið hrós skilið sem og kennarar þar sem allir hafa lagst á eitt um að gera sitt besta á mjög svo krefjandi tímum. Þetta er ekki öfundsverð staða að vera í og því mikilvægt að við endurskoðum þá vegferð sem við erum á og gefum unga fólkinu okkar tækifæri og von um bjartari tíma. Markmiðið ætti að vera að þau geti lagt rækt við sitt nám innan veggja skólanna og í nálægð við skólafélaga sína og kennara í því nærandi og styðjandi námsumhverfi sem hver framhaldsskóli býður sínum nemendum upp á. Það er því brýnt að við hugsum út fyrir kassann og finnum lausnir innan ramma sóttvarna. Höfundur er formaður Heimilis og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Edda Eðvarðsdóttir Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að staða framhaldsskólanema síðustu vikur og mánuði í þeim heimsfaraldri sem nú geisar sé á engan hátt öfundsverð. Ár sem við mörg hver þekkjum sem þau minnisstæðustu og skemmtilegustu þegar horft er í baksýnisspegilinn. Í dag einkennast skóladagar flestra þessara ungmenna hins vegar af fjarkennslu og fjarlægðarmörkum þar sem lítið er um félagslíf og fagnaði. Áhyggjur af stöðunni Að undanförnu hafa áhyggjuraddir hljómað meðal foreldra og annarra um stöðu framhaldsskólanema, sérstaklega hvað varðar þá sem byrjuðu í framhaldsskólanum núna í haust og hafa sumir hverjir ekki enn hitt sína kennara í eigin persónu eða náð að hitta né kynnast samnemendum sínum. Hér er um viðkvæman hóp að ræða sem er að stíga sín fyrstu skref á bæði nýju skólastigi og í nýju skólaumhverfi. Enda um mikilvæg mótunarár að ræða þar sem ungmenni eru enn að þroskast, eflast og styrkjast, líkamlega, andlega og félagslega. Vissulega er staða nemenda misjöfn en félagsleg einangrun, einmanaleiki, kvíði, álag, erfiðar fjölskylduaðstæður og aukið heimilisofbeldi eru allt þættir sem því miður eru farnir að setja mark sitt á langt og erfitt Covid-tímabil og nýlegar rannsóknir endurspegla. Hver eru næstu skref? Fórnir hafa sannarlega verið færðar og líðan og staða framhaldsskólanema á tímum heimsfaraldurs eru áhyggjuefni. Á undanförnum vikum og mánuðum höfum við náð undraverðum árangri þar sem dregið hefur allverulega úr smitum í samfélaginu og margir farnir að horfa með tilhlökkun til bjartari tíma. En líkt og atburðir nýliðinna daga sýna er þetta viðkvæmt jafnvægi og allt eins von á annarri bylgju. Hvað gerum við þá? Í vor héldum við leik- og grunnskólum landsins opnum meðan margar þjóðir skelltu í lás og lokuðu sínum skólum. Í dag er staðan enn sú að leik- og grunnskólum landsins er haldið opnum með mismiklum takmörkunum. Á sama tíma hefur framhaldsskólanemum hér á landi meira og minna verið boðið upp á fjarkennslu. Öfugt við það sem gerist í löndunum í kringum okkur en þar hefur verið ákveðið meira en minna að standa vörð um menntun ungmenna með því að halda framhaldsskólum opnum og halda úti staðnámi þrátt fyrir heimsfaraldur. Nám með fjarkennslu Hér á landi virðist sem námstilhögun og útfærsla framhaldsskólanna sé mismunandi þó greina megi ákveðinn samhljóm eða líkindi með áherslum auk þess sem áherslur í skólum á þeim stöðum þar sem lítið eða ekkert samfélagslegt smit hefur verið í gangi eru svipaðar þeim þar sem meira samfélagssmit er til staðar. Þá virðist sem allrar varúðar sé gætt og skólum almennt lokað og námi haldið úti með fjarkennslu. Nemendur í list- og verknámi eru sem dæmi frekar í staðnámi og mæta þar af leiðandi oftar í skólann til að sinna sínu námi að einhverju leyti öfugt við nemendur á bóknámsbrautum sem er frekar kennt í fjarkennslu. Skólalokanir í forvarnarskyni Þrátt fyrir nýlegar tilslakanir hafa flestir framhaldsskólar landsins haldið óbreyttu kennslufyrirkomulagi og ljúka haustönninni með sama fyrirkomulagi. Hefur þessi ákvörðun leitt til óánægju meðal sumra foreldra sem hafa áhyggjur af stöðu barna sinna og vonast til að hægt verði að koma á staðnámi sem fyrst. Í Noregi var á vormánuðum fest í lög að ekki mætti beita skólalokunum í forvarnarskyni auk þess sem skýrt er kveðið á um það þar í landi að fjarkennsla sé það sama og lokaður skóli. Þar eru litakerfi, grænt, gult og rautt og jafnvel þó svæði séu á rauðu stigi þarf að grípa til annarra aðgerða áður en skoðað er hvort loka eigi skólum. Nýjar áskoranir krefjast nýrra lausna Nýjar áskoranir krefjast nýrra lausna og leiða og að sama skapi krefur það okkur sem samfélag að standa vörð um eina af grunnstoðum samfélagsins sem er menntun barnanna okkar. Orð landlæknis í nýlegri grein um að nemendur í framhaldsskólum séu líka börn, sem okkur sem samfélagi ber skylda að standa vörð um, eru orð að sönnu. Rétt eins og aðrar stofnanir og vinnustaðir landsins þá verðum við að velta fyrir okkur hvort við getum gert betur í takt við sóttvarnir með það fyrir augum að tryggja bæði skóla-og félagstengsl nemenda. Það er viðbúið er að við þurfum sem samfélag að lifa áfram með veirunni og mögulega vel fram á næsta ár. Unga fólkið okkar hefur sýnt ótrúlega seiglu og á mikið hrós skilið sem og kennarar þar sem allir hafa lagst á eitt um að gera sitt besta á mjög svo krefjandi tímum. Þetta er ekki öfundsverð staða að vera í og því mikilvægt að við endurskoðum þá vegferð sem við erum á og gefum unga fólkinu okkar tækifæri og von um bjartari tíma. Markmiðið ætti að vera að þau geti lagt rækt við sitt nám innan veggja skólanna og í nálægð við skólafélaga sína og kennara í því nærandi og styðjandi námsumhverfi sem hver framhaldsskóli býður sínum nemendum upp á. Það er því brýnt að við hugsum út fyrir kassann og finnum lausnir innan ramma sóttvarna. Höfundur er formaður Heimilis og skóla.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun