Fullveldi – Hvers vegna? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 1. desember 2020 18:38 Við tölum sjaldan um fullveldið. Kannski finnst okkur að það hafi alltaf verið, sé sjálfsagt. Göngum að því vísu. En fullveldið hefur ekki alltaf verið ekki til staðar, ekki sjálfgefið. Fullveldið kostaði áralanga baráttu ótal manna við konunglegt vald. Þegar framsýnt fólk ákvað fyrir rúmum hundrað árum að Íslendingar skyldu verða þjóð meðal þjóða var það djörf ákvörðun. Ekki síst vegna kringumstæðna árið 1918. Hafís var fyrir landi sem nær aldrei fyrr eða síðar. Eitt stærsta eldgos síðari tíma reið yfir og drepsótt sem lagði 500 manns að velli herjaði á. Samt hafði fólk kjark og fullvissu fyrir því að þessar rétt rúmlega 90 þúsund manneskjur sem byggðu landið á þessum tíma gætu orðið hluti heimsfjölskyldunnar, heimsborgarar. Sem dæmi um hver hugur var í fólki komu nokkrir prófessorar Háskólans saman og stofnuðu Vísindafélag Íslendinga því þeim fannst að frjáls og fullvalda þjóð yrði að eiga slíkt félag. Þessi þrautsegja og kjarkur sem forfeður okkar sýndu á að vera okkur hvatning og innblástur til að varðveita fullveldi Íslands til gæfu fyrir okkur og ófæddar kynslóðir. Til hvers varðveitum við svo fullveldið og hvernig? Varðveisla fullveldis er grundvöllur sjálfsákvörðunarréttar okkar á innlendum og erlendum vettvangi. Þeir eru til sem vilja stíga skref í þá átt að framselja fullveldi okkar erlendum aðilum og við hefur legið nokkrum sinnum að slíkt væri gert eins og við samþykkt EES samningsins á sínum tíma. Nýleg áminning birtist í samþykkt þriðja orkupakkans sem ógnar sannarlega fullveldinu. Trygging fyrir yfirráðum okkar á einstökum auðlindum á jörðu og undir niðri Í hafinu í kringum landið og ekki síst í fólkinu sjálfu, mannauðnum, er grunnur að fullveldi okkar. Við verðum að berjast fyrir og tryggja óskoruð yfirráð okkar Íslendinga yfir gæðum landsins hvort sem það er vatn, heitt eða kalt, jarðnæði með öllum kostum og gæðum, náttúra Íslands heilbrigðir bústofnar og fiskimiðin umhverfis landið, svo fátt eitt sé nefnt. Baráttan fyrir öllu þessu stendur nú sem endranær og mun standa lengi. Baráttan fyrir fullveldi snýst ekki um einangrun lands og lýðs. Þvert á móti er nauðsynlegt að Ísland geti komið fram á alþjóðavettvangi sem frjáls og fullvalda þjóð en ekki viðhengi annarra þjóða. Fullvalda þjóð þarf að geta mætt mæta til leiks sem jafningi. Þetta hefur okkur tekist bærilega á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, Alþjóða hvalveiðiráðsins, í NATO, á þingi Evrópuráðsins og víðar. Síðast en ekki síst þurfum við að kynna nýjum kynslóðum enn betur hverju fullveldisbaráttan skilaði og hvað fullveldið er okkur dýrmætt. Það getur hæglega glatast ef ekki er að gætt. Frumvarp um að 1. desember verði almennur frídagur hefur verið lagt nokkrum sinnum fyrir Alþingi undanfarin ár. Frumvarpið hefur því miður ekki náð fram að ganga ennþá en verður flutt nógu oft og nógu lengi til þess að hljóta að lokum samþykki. Þeir sem kveiktu eldana eiga það skilið að þjóðin fái vettvang og tækifæri til að minnast þeirra og baráttunnar fyrir fullveldinu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Við tölum sjaldan um fullveldið. Kannski finnst okkur að það hafi alltaf verið, sé sjálfsagt. Göngum að því vísu. En fullveldið hefur ekki alltaf verið ekki til staðar, ekki sjálfgefið. Fullveldið kostaði áralanga baráttu ótal manna við konunglegt vald. Þegar framsýnt fólk ákvað fyrir rúmum hundrað árum að Íslendingar skyldu verða þjóð meðal þjóða var það djörf ákvörðun. Ekki síst vegna kringumstæðna árið 1918. Hafís var fyrir landi sem nær aldrei fyrr eða síðar. Eitt stærsta eldgos síðari tíma reið yfir og drepsótt sem lagði 500 manns að velli herjaði á. Samt hafði fólk kjark og fullvissu fyrir því að þessar rétt rúmlega 90 þúsund manneskjur sem byggðu landið á þessum tíma gætu orðið hluti heimsfjölskyldunnar, heimsborgarar. Sem dæmi um hver hugur var í fólki komu nokkrir prófessorar Háskólans saman og stofnuðu Vísindafélag Íslendinga því þeim fannst að frjáls og fullvalda þjóð yrði að eiga slíkt félag. Þessi þrautsegja og kjarkur sem forfeður okkar sýndu á að vera okkur hvatning og innblástur til að varðveita fullveldi Íslands til gæfu fyrir okkur og ófæddar kynslóðir. Til hvers varðveitum við svo fullveldið og hvernig? Varðveisla fullveldis er grundvöllur sjálfsákvörðunarréttar okkar á innlendum og erlendum vettvangi. Þeir eru til sem vilja stíga skref í þá átt að framselja fullveldi okkar erlendum aðilum og við hefur legið nokkrum sinnum að slíkt væri gert eins og við samþykkt EES samningsins á sínum tíma. Nýleg áminning birtist í samþykkt þriðja orkupakkans sem ógnar sannarlega fullveldinu. Trygging fyrir yfirráðum okkar á einstökum auðlindum á jörðu og undir niðri Í hafinu í kringum landið og ekki síst í fólkinu sjálfu, mannauðnum, er grunnur að fullveldi okkar. Við verðum að berjast fyrir og tryggja óskoruð yfirráð okkar Íslendinga yfir gæðum landsins hvort sem það er vatn, heitt eða kalt, jarðnæði með öllum kostum og gæðum, náttúra Íslands heilbrigðir bústofnar og fiskimiðin umhverfis landið, svo fátt eitt sé nefnt. Baráttan fyrir öllu þessu stendur nú sem endranær og mun standa lengi. Baráttan fyrir fullveldi snýst ekki um einangrun lands og lýðs. Þvert á móti er nauðsynlegt að Ísland geti komið fram á alþjóðavettvangi sem frjáls og fullvalda þjóð en ekki viðhengi annarra þjóða. Fullvalda þjóð þarf að geta mætt mæta til leiks sem jafningi. Þetta hefur okkur tekist bærilega á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, Alþjóða hvalveiðiráðsins, í NATO, á þingi Evrópuráðsins og víðar. Síðast en ekki síst þurfum við að kynna nýjum kynslóðum enn betur hverju fullveldisbaráttan skilaði og hvað fullveldið er okkur dýrmætt. Það getur hæglega glatast ef ekki er að gætt. Frumvarp um að 1. desember verði almennur frídagur hefur verið lagt nokkrum sinnum fyrir Alþingi undanfarin ár. Frumvarpið hefur því miður ekki náð fram að ganga ennþá en verður flutt nógu oft og nógu lengi til þess að hljóta að lokum samþykki. Þeir sem kveiktu eldana eiga það skilið að þjóðin fái vettvang og tækifæri til að minnast þeirra og baráttunnar fyrir fullveldinu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar