Beit lögreglumann eftir að upp úr sauð í pottapartýi Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2020 21:42 Konan var dæmd fyrir að bíta lögreglumann í höndina eftir að lögregla var kölluð til að útskriftarveislu hennar. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær konu í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að bíta lögreglumann í höndina. Lögregla var kölluð til í útskriftarveislu konunnar, sem varð að „pottapartýi“ líkt og lýst er í dómi, hvar upp úr sauð með fyrrgreindum afleiðingum. Konan var ákærð fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa bitið í hönd lögreglumannsins með þeim afleiðingum að hann hlaut yfirborðsáverka á úlnlið og hendi, þegar lögreglumenn voru við skyldustörf að handtaka hana. Atburðarás kvöldsins er rakin í dómi. Lögregla var kvödd að húsi aðfaranótt sunnudagsins 23. júní 2019. Þar var konan stödd ásamt eiginmanni sínum og systur, auk tveggja í viðbót; vinar eiginmannsins og kunningja konunnar. Fram kemur í dómi að fólkið hafi allt verið undir áhrifum áfengis og eiginmaðurinn tjáð lögreglu að konan og kunningi hennar hefðu læst að sér inni í herbergi. Þá kvað hann konuna hafa kýlt vin sinn. Því er lýst í dómi að konan hafi verið í mikilli geðshræringu, „útgrátin“ og átt erfitt með að róa sig. Hún hefði sagt að fólkið væri samankomið í hennar eigin útskriftarveislu, sem hefði verið „mikil veisla og „pottapartý“.“ Hún kvaðst hafa verið að finna sundskýlu fyrir kunningja sinn en hann óvart læst að þeim og eiginmaðurinn hefði orðið afbrýðisamur. Konan hefði tekið fram að algjör óþarfi hafi verið að kalla til lögreglu vegna málsins. Dynkir og hávaði innan úr húsinu Konan og eiginmaður hennar kváðust loks orðin róleg og lögregla fór út og ræddi við áðurnefnda kunningja hjónanna. Þá hefðu heyrst miklir dynkir og hávaði innan úr húsinu. Eiginmaðurinn hefði komið til dyra og lýst því að konan hefði barið sig, sem hún er svo sögð hafa gert fyrir framan lögreglumennina. Konunni var þá tilkynnt að hún væri handtekin en hún hefði þá hlaupið inn á bað og inn í niðurbyggðan sturtuklefa. Þegar setja átti konuna í lögreglutök hefði hún gripið í vinstri hendi annars lögreglumannsins og bitið í úlnliðinn á honum. Konan sagði við skýrslutöku daginn eftir að hún hefði verið að reyna að losa sig og verið hrædd við lögreglumanninn sem hefði legið ofan á henni. Konan var að endingu dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hún dæmd til að greiða rúma hálfa milljón króna í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Konan var ákærð fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa bitið í hönd lögreglumannsins með þeim afleiðingum að hann hlaut yfirborðsáverka á úlnlið og hendi, þegar lögreglumenn voru við skyldustörf að handtaka hana. Atburðarás kvöldsins er rakin í dómi. Lögregla var kvödd að húsi aðfaranótt sunnudagsins 23. júní 2019. Þar var konan stödd ásamt eiginmanni sínum og systur, auk tveggja í viðbót; vinar eiginmannsins og kunningja konunnar. Fram kemur í dómi að fólkið hafi allt verið undir áhrifum áfengis og eiginmaðurinn tjáð lögreglu að konan og kunningi hennar hefðu læst að sér inni í herbergi. Þá kvað hann konuna hafa kýlt vin sinn. Því er lýst í dómi að konan hafi verið í mikilli geðshræringu, „útgrátin“ og átt erfitt með að róa sig. Hún hefði sagt að fólkið væri samankomið í hennar eigin útskriftarveislu, sem hefði verið „mikil veisla og „pottapartý“.“ Hún kvaðst hafa verið að finna sundskýlu fyrir kunningja sinn en hann óvart læst að þeim og eiginmaðurinn hefði orðið afbrýðisamur. Konan hefði tekið fram að algjör óþarfi hafi verið að kalla til lögreglu vegna málsins. Dynkir og hávaði innan úr húsinu Konan og eiginmaður hennar kváðust loks orðin róleg og lögregla fór út og ræddi við áðurnefnda kunningja hjónanna. Þá hefðu heyrst miklir dynkir og hávaði innan úr húsinu. Eiginmaðurinn hefði komið til dyra og lýst því að konan hefði barið sig, sem hún er svo sögð hafa gert fyrir framan lögreglumennina. Konunni var þá tilkynnt að hún væri handtekin en hún hefði þá hlaupið inn á bað og inn í niðurbyggðan sturtuklefa. Þegar setja átti konuna í lögreglutök hefði hún gripið í vinstri hendi annars lögreglumannsins og bitið í úlnliðinn á honum. Konan sagði við skýrslutöku daginn eftir að hún hefði verið að reyna að losa sig og verið hrædd við lögreglumanninn sem hefði legið ofan á henni. Konan var að endingu dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hún dæmd til að greiða rúma hálfa milljón króna í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira