Hefur alltaf séð mjög eftir „já“-inu Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2020 23:22 Bjarni Halldór Janusson, fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar. Fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar, sem sat á Alþingi þegar Landsréttarmálið var afgreitt snemmsumars 2017, segist alltaf hafa séð mjög eftir því að hafa greitt atkvæði með málinu. Þá segir hann Sjálfstæðisflokkinn hafa beitt aðra stjórnarflokka miklum þrýstingi í málinu á sínum tíma og lýsir hótunum um stjórnarslit „við minnsta tilefni“. Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan Sigríðar Á. Andersen þáverandi dómsmálaráðherra á dómurum við Landsrétt vorið 2017. Þannig var endanlega staðfest að skipan fjögurra dómara, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar, fram yfir aðra sem þar voru braut gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Í dómi yfirdeildarinnar er m.a. fjallað um áberandi brest í meðferð málsins á Alþingi á sínum tíma, þar sem ekki var greitt atkvæði um hvern dómara fyrir sig þegar skipan dómaranna hlaut þinglega meðferð. Málið var afgreitt á Alþingi, á sjö tíma hitafundi, í júní 2017 og samþykkt með 31 atkvæði stjórnarmeirihlutans gegn 22 atkvæðum minnihlutans. Þá voru Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð í ríkisstjórn. Á meðal þeirra sem greiddi atkvæði í málinu var Bjarni Halldór Janusson. Hann var þá 21 árs og varaþingmaður fyrir Viðreisn. Hann greiddi atkvæði með skipan dómaranna eins og aðrir þingmenn stjórnarmeirihlutans en segir frá því á Twitter-reikningi sínum í kvöld að hann hafi ætíð séð eftir því. Hef sterkar skoðanir á þessu Landsréttarmáli því ég sat á þingi þegar málið var tekið fyrir, greiddi með en hafði alla tíð mjög slæma tilfinningu fyrir því, einkum vegna hótana XD. Ástæðan fyrir því að ég hætti svo og hef séð eftir málinu alla tíð síðan. Skyggði á önnur góð mál.— Bjarni Halldór (@bjarnihalldor) December 1, 2020 Bjarni segir í samtali við Vísi að hann hafi fundið fyrir miklum þrýstingi frá Sjálfstæðisflokknum um að fá málið í gegn og hótunum um stjórnarslit hafi ítrekað verið beitt. „Í rauninni var þetta þannig að það var óánægja með þetta mál innan þingflokkanna tveggja sem voru í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, sérstaklega hjá varamönnum sem voru þá inni,“ segir Bjarni í samtali við Vísi. Málið hafi strax á þessum tíma hringt ákveðnum viðvörunarbjöllum. „Það var mjög erfitt að fá að sitja hjá eða styðja frávísunartillögu, sem var þarna talin ígildi vantrausts, sem ég hefði viljað gera. En maður réttlætti þetta fyrir sér. Maður hugsaði: Ókei, ég hef mjög slæma tilfinningu fyrir þessu máli en ef verið er að hóta ríkisstjórnarslitum þá er náttúrulega verið að hrifsa burt málin sem maður vildi sjálfur fá í gegn. En svo er bara takmarkað hvað þú getur gleypt ælunni.“ Fljótlega eftir þetta sagði Bjarni skilið við stjórnmálin. Hann kveðst þó enn hafa ákveðnar skoðanir á því hvaða stefnu Viðreisn ætti að taka, myndi hann aftur ríkisstjórn. „Þetta er svolítið ástæðan fyrir því að ég ákvað að bakka út úr þingstarfinu. Þó að ég hafi ekki gegnt stöðu innan Viðreisnar síðan 2017 þá þekki ég þar enn mjög marga og hef alla tíð talað fyrir því að verði Viðreisn aftur í ríkisstjórn myndi hún aðra stjórn, ekki með Sjálfstæðisflokknum. Þetta var óheilbrigt samstarf, það voru hótanir um ríkisstjórnarslit við minnstu tilefni. Það er hvorki lýðræðislegt né heilbrigt fyrir starfsandann.“ Alþingi Landsréttarmálið Viðreisn Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda. 1. desember 2020 19:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun dóm dómstólsins frá því í fyrra í prófmáli varðandi skipan Sigríðar Á. Andersen þáverandi dómsmálaráðherra á dómurum við Landsrétt vorið 2017. Þannig var endanlega staðfest að skipan fjögurra dómara, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar, fram yfir aðra sem þar voru braut gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Í dómi yfirdeildarinnar er m.a. fjallað um áberandi brest í meðferð málsins á Alþingi á sínum tíma, þar sem ekki var greitt atkvæði um hvern dómara fyrir sig þegar skipan dómaranna hlaut þinglega meðferð. Málið var afgreitt á Alþingi, á sjö tíma hitafundi, í júní 2017 og samþykkt með 31 atkvæði stjórnarmeirihlutans gegn 22 atkvæðum minnihlutans. Þá voru Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð í ríkisstjórn. Á meðal þeirra sem greiddi atkvæði í málinu var Bjarni Halldór Janusson. Hann var þá 21 árs og varaþingmaður fyrir Viðreisn. Hann greiddi atkvæði með skipan dómaranna eins og aðrir þingmenn stjórnarmeirihlutans en segir frá því á Twitter-reikningi sínum í kvöld að hann hafi ætíð séð eftir því. Hef sterkar skoðanir á þessu Landsréttarmáli því ég sat á þingi þegar málið var tekið fyrir, greiddi með en hafði alla tíð mjög slæma tilfinningu fyrir því, einkum vegna hótana XD. Ástæðan fyrir því að ég hætti svo og hef séð eftir málinu alla tíð síðan. Skyggði á önnur góð mál.— Bjarni Halldór (@bjarnihalldor) December 1, 2020 Bjarni segir í samtali við Vísi að hann hafi fundið fyrir miklum þrýstingi frá Sjálfstæðisflokknum um að fá málið í gegn og hótunum um stjórnarslit hafi ítrekað verið beitt. „Í rauninni var þetta þannig að það var óánægja með þetta mál innan þingflokkanna tveggja sem voru í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, sérstaklega hjá varamönnum sem voru þá inni,“ segir Bjarni í samtali við Vísi. Málið hafi strax á þessum tíma hringt ákveðnum viðvörunarbjöllum. „Það var mjög erfitt að fá að sitja hjá eða styðja frávísunartillögu, sem var þarna talin ígildi vantrausts, sem ég hefði viljað gera. En maður réttlætti þetta fyrir sér. Maður hugsaði: Ókei, ég hef mjög slæma tilfinningu fyrir þessu máli en ef verið er að hóta ríkisstjórnarslitum þá er náttúrulega verið að hrifsa burt málin sem maður vildi sjálfur fá í gegn. En svo er bara takmarkað hvað þú getur gleypt ælunni.“ Fljótlega eftir þetta sagði Bjarni skilið við stjórnmálin. Hann kveðst þó enn hafa ákveðnar skoðanir á því hvaða stefnu Viðreisn ætti að taka, myndi hann aftur ríkisstjórn. „Þetta er svolítið ástæðan fyrir því að ég ákvað að bakka út úr þingstarfinu. Þó að ég hafi ekki gegnt stöðu innan Viðreisnar síðan 2017 þá þekki ég þar enn mjög marga og hef alla tíð talað fyrir því að verði Viðreisn aftur í ríkisstjórn myndi hún aðra stjórn, ekki með Sjálfstæðisflokknum. Þetta var óheilbrigt samstarf, það voru hótanir um ríkisstjórnarslit við minnstu tilefni. Það er hvorki lýðræðislegt né heilbrigt fyrir starfsandann.“
Alþingi Landsréttarmálið Viðreisn Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda. 1. desember 2020 19:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda. 1. desember 2020 19:20
Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20
Þingmaður talar um svartan dag í sögu íslenskrar stjórnskipunar Helga Vala Helgadóttir segist ekki lengur geta treyst íslenskum stjórnvöldum eftir að dóm MDE í Landsréttarmálinu. 1. desember 2020 13:04
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent