Körfubolti

Curry vill ekki gefa upp hvort Dra­ke hafi slitið kross­band er þeir spiluðu einn á einn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Drake lætur Steph Curry heyra það í leik Toronto Raptors og Golden State Warriors í fyrsta leik NBA-úrslitanna árið 2019.
Drake lætur Steph Curry heyra það í leik Toronto Raptors og Golden State Warriors í fyrsta leik NBA-úrslitanna árið 2019. Vaughn Ridley/Getty Images

Steph Curry – leikmaður Golden State Warriors - var í viðtali nýverið þar sem hann var spurður út í það hvort tónlistarmaðurinn Drake hefði slitið krossband í hné er þeir voru að spila körfubolta einn á einn.

Curry – sem missti af síðustu leiktíð vegna meiðsla en er allur að koma til – vildi ekki gefa neitt upp. Það er hins vegar er ljóst að hinn 34 ára gamli Drake mun ekki spila körfubolta á næstunni. Hann er nefnilega með slitið krossband í hné.

Curry heimsótti Drake á heimili hans í Toronto í Kanada fyrir nokkru síðan. Þeir sem fylgjast með Drake á samfélagsmiðlum vita að hann er mikill stuðningsmaður Toronto Raptors og nokkuð liðtækur í körfubolta sjálfur.

Hvor þeirra ákvað að best væri taka nokkur skot og keppa svo einn á einn er enn óljóst. Drake er líklegur enda með með körfuboltavöll á heimili sínu. Hér er ekki átt við eina körfu í innkeyrslunni heldur heilan - yfirbyggðan - körfuboltavöll með öllu tilheyrandi.

Mikið af fólki var á svæðinu og náðust myndbönd sem og myndir af þeim að keppa.

Skömmu síðar fóru fregnir að beras tað Drake hefði slitið krossband í hné. Orðrómar þess efnis að Drake hefði meiðst er þeir kepptu gegn hvor öðrum fóru í kjölfarið á flug en Curry gaf lítið fyrir þá orðróma í viðtalinu.

„Við sjáum hvort hann semji rímu eða línu um hvað gerðist í alvörunni á næstu plötu hjá sér,“ sagði Curry og hló aðspurður út í meiðsli tónlistarmannsins.


Tengdar fréttir

Steph Curry farinn að finna fyrir aldrinum

Hinn 32 ára gamli Steph Curry segist vera farinn að finna fyrir aldrinum eftir að hitta nýliðana sem Golden State Warriors – lið hans í NBA-deildinni í körfubolta – valdi í nýliðavali deildarinnar á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×