Vilja sameina kosti útsýnis, gróðurs og heita vatnsins úr göngunum í nýjum baðstað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2020 15:12 Baðstaðurinn fyrirhugaði verður á svæðinu sem sést hér. Þjóðvegur 1 og Akureyri sjást einnig. Aðsend Nýr baðstaður í Eyjafirði er í undirbúningi og er stefnt að opnun hans snemma árs 2022, gangi áætlanir eftir. Greint var á verkefninu á vef N4 í gær en að því stendur einkahlutafélagið Skógaböð, sem er í eigu hjónanna Finns Aðalbjörnssonar og Sigríðar Maríu Hammer. Í samtali við Vísi segir Finnur að skipulagsvinna sé þegar hafin en vonir standa til að verklegar framkvæmdir geti hafist næsta vor. Baðstaðurinn verður staðsettur í skógi vöxnu landi Ytri Varðgjár í Eyjafjarðarsveit, þar sem hægt verður að sameina kosti skjólsæls gróðurs og einstaks útsýnis í Eyjafirði, að því er segir í tilkynningu frá Skógarböðum. Hönnun baðstaðarins er í fullum gangi, þar sem sérstaklega sé horft til þess að skapa staðnum skýra sérstöðu. Í skipulagslýsingu vegna verkefnisins kemur fram að gert sé ráð fyrir að heitt vatn verði leitt að staðnum með lögn frá Vaðlaheiðargöngum, í samstarfi við Norðuorku. Töluvert heitt vatn fannst við gangagerðina og hafa verið uppi hugmyndir um að nýta vatnið í einhvers konar baðstað, líkt og nú virðist ætla að verða raunin. Umrætt svæði. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir baðlóni, köldu baði og gufuböðum, en á seinni stigum er stefnt að því að þróa frekari ferðaþjónustengda starfsemi á svæðinu. „Við höfum mikla trú á aðdráttarafli Norðurlands þegar ferðaþjónustan fer af stað aftur. Meðal annars þess vegna höfum við tröllatrú á þessu verkefni. Ef allt gengur eftir gætu verklegar framkvæmdir hafist næsta vor og við byrjað að taka við gestum árið 2022. Við höfum alls staðar þar sem við höfum kynnt verkefnið fengið mjög jákvæðar viðtökur, enda margir á þeirri skoðun að það vanti öflugan segul í ferðaþjónustunni hérna á Eyjafjarðarsvæðinu,“ er haft eftir Finni í tilkynningunni. Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Akureyri Eyjafjarðarsveit Skipulag Tengdar fréttir Ruddi Öxnadalsheiði svo starfsmennirnir hans næðu flugi: „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig“ Á meðal þeirra sem fylgdu Finni Aðalbjörnssyni yfir Öxnadalsheiði var fullorðinn maður sem þurfti að komast til læknis. 11. janúar 2020 08:30 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Greint var á verkefninu á vef N4 í gær en að því stendur einkahlutafélagið Skógaböð, sem er í eigu hjónanna Finns Aðalbjörnssonar og Sigríðar Maríu Hammer. Í samtali við Vísi segir Finnur að skipulagsvinna sé þegar hafin en vonir standa til að verklegar framkvæmdir geti hafist næsta vor. Baðstaðurinn verður staðsettur í skógi vöxnu landi Ytri Varðgjár í Eyjafjarðarsveit, þar sem hægt verður að sameina kosti skjólsæls gróðurs og einstaks útsýnis í Eyjafirði, að því er segir í tilkynningu frá Skógarböðum. Hönnun baðstaðarins er í fullum gangi, þar sem sérstaklega sé horft til þess að skapa staðnum skýra sérstöðu. Í skipulagslýsingu vegna verkefnisins kemur fram að gert sé ráð fyrir að heitt vatn verði leitt að staðnum með lögn frá Vaðlaheiðargöngum, í samstarfi við Norðuorku. Töluvert heitt vatn fannst við gangagerðina og hafa verið uppi hugmyndir um að nýta vatnið í einhvers konar baðstað, líkt og nú virðist ætla að verða raunin. Umrætt svæði. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir baðlóni, köldu baði og gufuböðum, en á seinni stigum er stefnt að því að þróa frekari ferðaþjónustengda starfsemi á svæðinu. „Við höfum mikla trú á aðdráttarafli Norðurlands þegar ferðaþjónustan fer af stað aftur. Meðal annars þess vegna höfum við tröllatrú á þessu verkefni. Ef allt gengur eftir gætu verklegar framkvæmdir hafist næsta vor og við byrjað að taka við gestum árið 2022. Við höfum alls staðar þar sem við höfum kynnt verkefnið fengið mjög jákvæðar viðtökur, enda margir á þeirri skoðun að það vanti öflugan segul í ferðaþjónustunni hérna á Eyjafjarðarsvæðinu,“ er haft eftir Finni í tilkynningunni.
Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Akureyri Eyjafjarðarsveit Skipulag Tengdar fréttir Ruddi Öxnadalsheiði svo starfsmennirnir hans næðu flugi: „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig“ Á meðal þeirra sem fylgdu Finni Aðalbjörnssyni yfir Öxnadalsheiði var fullorðinn maður sem þurfti að komast til læknis. 11. janúar 2020 08:30 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Ruddi Öxnadalsheiði svo starfsmennirnir hans næðu flugi: „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig“ Á meðal þeirra sem fylgdu Finni Aðalbjörnssyni yfir Öxnadalsheiði var fullorðinn maður sem þurfti að komast til læknis. 11. janúar 2020 08:30