Telur yfirdeild MDE ganga of langt í gagnrýni á Hæstarétt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. desember 2020 13:45 Eiríkur Elís Þorláksson er deildarforseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík. Vísir Deildarforseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík þykir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu ganga býsna langt í gagnrýni á Hæstarétt. Það gæti farið svo að Landsréttarmálið í heild sinni verði hluti af námsefni laganema næstu áratugina því lögfræðilegu álitamálin séu fjölmörg. Í nýföllnum dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu er færð fram gagnrýni yfirdeildarinnar á alla þætti ríkisvaldsins á Íslandi sem komu að Landsréttarmálinu. Yfirdeildin finnur að meðferð málsins á Alþingi, í Hæstarétti og í meðförum framkvæmdavaldsins. Sigríður Andersen þáverandi dómsmálaráðherra hefði virt að vettugi grundvallarmálsmeðferðarreglur við skipan dómara. Í dómnum segir að Hæstarétti hefði að endingu ekki tekist að draga réttar ályktanir út frá eigin niðurstöðum um að lagaumgjörð hefði verið brotin í málinu. Ekki sé fullnægjandi að álykta sem svo að dómi sé komið á fót með lögum ef reglur um skipan dómara hafi ekki verið fylgt. Í raun hefðu allir öryggisventlar brugðist sem hefðu átt að hindra brot þáverandi dómsmálaráðherra. Eiríki Elís Þorlákssyni, deildarforseta lagadeildar HR, þykir yfirdeildin, aftur á móti, seilast ansi langt í gagnrýni sinni á Hæstarétt. „Hún er frekar ósanngjörn í sjálfu sér vegna þess að þarna er verið að beita einhverri túlkun eða mótun á þessari 6. grein Mannréttindasáttmálans sem lá ekkert fyrir þegar Hæstiréttur kvað upp sinn dóm. Þannig að það er erfitt að segja að Hæstarétti hafi verið kunnugt um þessa „kríteríu“ sem dómstóllinn úti notar. Það má líka benda á það í því samhengi að yfirdeildin notar allt annan rökstuðning, allt aðrar „kríteríur“ og aðra aðferðafræði í raun heldur en undirréttur Mannréttindadómstólsins gerði. Þess vegna hefði verið erfitt fyrir Hæstarétt að átta sig á því hvaða kröfur eru gerðar hvað varðar túlkun á þessari 6. grein, og eftir atvikum, má það sama segja um ráðherrann og Alþingi.“ Hvaða næstu skref myndir þú telja að væru heillavænlegust í kjölfar dómsins? „Það er stjórnvalda að ákvarða það. Það hefur verið talað um alls konar réttaróvissu í kjölfarið á þessu. Ég held að það sé svo sem alls ekki. Dómstóllinn úti segir í rauninni að það leiði ekkert sjálfkrafa til þess að mál verði tekin upp sem voru kveðin upp af þeim dómurum sem voru taldir ólöglega skipaðir. Þannig að það fer þá bara eftir hverju máli fyrir sig og eftir atvikum hvað þeir vilja gera sem hafa fengið dóm hjá þeim sem voru taldir ólöglega skipaðir. Það er undir þeim komið og eftir þeim „mekanisma“ sem er í íslenskum lögum hvernig tekið verður á því. Svo er það reyndar þannig að með þessa svokölluðu ólöglegu skipan, að þetta varðaði þessa fjóra dómara sem voru ekki metnir fimmtán hæfastir í mati dómnefndar sem mat hæfi dómaranna og það liggur núna fyrir að þrír af þessum fjórum dómurum hafa fengið skipun á ný. […] Óvissan er þá kannski um þann eina dómara sem ekki hefur sótt um á ný og ekki fengið skipun á ný.“ En það er samt sem áður grafalvarlegt fyrir íslenska ríkið að fá á sig slíkan áfellisdóm. Hvaða afleiðingar telur þú að dómurinn hafi í för með sér fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu? „Ég veit það svo sem ekki. Þarna er látið reyna á eitthvað atriði sem varðar túlkun á 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu og þarna virðist vera að dómstóllinn í Strasbourg sé í raun að móta þessa reglu. Ég held að valdhafar á Íslandi sem fá mjög mikla gagnrýni; Hæstiréttur, framkvæmdavaldið og Alþingi, hefðu ekki getað áttað sig á þessari túlkun, sérstaklega í ljósi þess að túlkunin innan Mannréttindadómstólsins er misjöfn eftir því hvort um er að ræða undirdeildina eða yfirdeildina. Auðvitað er það bara þannig að þegar svona dómur kemur þá verða stjórnvöld að skoða það hvort og þá hvernig eigi að grípa til aðgerða í kjölfarið.“ Réttarfarsstofnun Háskólans í Reykjavík blés til málþings um dóm yfirdeildarinnar nú í hádeginu. Fjallað var um forsendur og niðurstöður dómsins og hugsanleg viðbrögð við honum; bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Hægt er að horfa á málþingið hér á Vísi. Heldurðu að Landsréttarmálið verði lesefni fyrir laganema í Háskólanum í Reykjavík næstu áratugina? „Jú kannski. Það eru allavega fullt af lögfræðilegum álitamálum sem vakna. Það hafa auðvitað fallið nokkrir dómar Hæstaréttar um þetta álitamál, út af þessu tiltekna máli og út frá ýmsum öngum þess og svo kemur þessi dómur Mannréttindadómstólsins, undirréttar og yfirdeildarinnar og það er að minnsta kosti nóg efni til að skoða.“ Landsréttarmálið Mannréttindadómstóll Evrópu Dómstólar Tengdar fréttir Bein útsending: Sérfræðingar ræða dóm MDE í Landsréttarmálinu Réttarfarsstofnun Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málþingi í dag á milli 12:00-13:30 um dóm yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópa í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu, svonefnt Landsréttarmál. 3. desember 2020 11:31 Ábyrg stjórnvöld lagfæra annmarka, segir Katrín um dóm MDE Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er skýr um að málsmeðferð við skipan nýrra dómara við Landsrétt árið 2017 var ekki í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt Mannréttindasáttmálanum. 2. desember 2020 18:22 Hefur alltaf séð mjög eftir „já“-inu Fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar, sem sat á Alþingi þegar Landsréttarmálið var afgreitt snemmsumars 2017, segist alltaf hafa séð mjög eftir því að hafa greitt atkvæði með málinu. Þá segir hann Sjálfstæðisflokkinn hafa beitt aðra stjórnarflokka miklum þrýstingi í málinu á sínum tíma og lýsir hótunum um stjórnarslit „við minnsta tilefni“. 1. desember 2020 23:22 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Í nýföllnum dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu er færð fram gagnrýni yfirdeildarinnar á alla þætti ríkisvaldsins á Íslandi sem komu að Landsréttarmálinu. Yfirdeildin finnur að meðferð málsins á Alþingi, í Hæstarétti og í meðförum framkvæmdavaldsins. Sigríður Andersen þáverandi dómsmálaráðherra hefði virt að vettugi grundvallarmálsmeðferðarreglur við skipan dómara. Í dómnum segir að Hæstarétti hefði að endingu ekki tekist að draga réttar ályktanir út frá eigin niðurstöðum um að lagaumgjörð hefði verið brotin í málinu. Ekki sé fullnægjandi að álykta sem svo að dómi sé komið á fót með lögum ef reglur um skipan dómara hafi ekki verið fylgt. Í raun hefðu allir öryggisventlar brugðist sem hefðu átt að hindra brot þáverandi dómsmálaráðherra. Eiríki Elís Þorlákssyni, deildarforseta lagadeildar HR, þykir yfirdeildin, aftur á móti, seilast ansi langt í gagnrýni sinni á Hæstarétt. „Hún er frekar ósanngjörn í sjálfu sér vegna þess að þarna er verið að beita einhverri túlkun eða mótun á þessari 6. grein Mannréttindasáttmálans sem lá ekkert fyrir þegar Hæstiréttur kvað upp sinn dóm. Þannig að það er erfitt að segja að Hæstarétti hafi verið kunnugt um þessa „kríteríu“ sem dómstóllinn úti notar. Það má líka benda á það í því samhengi að yfirdeildin notar allt annan rökstuðning, allt aðrar „kríteríur“ og aðra aðferðafræði í raun heldur en undirréttur Mannréttindadómstólsins gerði. Þess vegna hefði verið erfitt fyrir Hæstarétt að átta sig á því hvaða kröfur eru gerðar hvað varðar túlkun á þessari 6. grein, og eftir atvikum, má það sama segja um ráðherrann og Alþingi.“ Hvaða næstu skref myndir þú telja að væru heillavænlegust í kjölfar dómsins? „Það er stjórnvalda að ákvarða það. Það hefur verið talað um alls konar réttaróvissu í kjölfarið á þessu. Ég held að það sé svo sem alls ekki. Dómstóllinn úti segir í rauninni að það leiði ekkert sjálfkrafa til þess að mál verði tekin upp sem voru kveðin upp af þeim dómurum sem voru taldir ólöglega skipaðir. Þannig að það fer þá bara eftir hverju máli fyrir sig og eftir atvikum hvað þeir vilja gera sem hafa fengið dóm hjá þeim sem voru taldir ólöglega skipaðir. Það er undir þeim komið og eftir þeim „mekanisma“ sem er í íslenskum lögum hvernig tekið verður á því. Svo er það reyndar þannig að með þessa svokölluðu ólöglegu skipan, að þetta varðaði þessa fjóra dómara sem voru ekki metnir fimmtán hæfastir í mati dómnefndar sem mat hæfi dómaranna og það liggur núna fyrir að þrír af þessum fjórum dómurum hafa fengið skipun á ný. […] Óvissan er þá kannski um þann eina dómara sem ekki hefur sótt um á ný og ekki fengið skipun á ný.“ En það er samt sem áður grafalvarlegt fyrir íslenska ríkið að fá á sig slíkan áfellisdóm. Hvaða afleiðingar telur þú að dómurinn hafi í för með sér fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu? „Ég veit það svo sem ekki. Þarna er látið reyna á eitthvað atriði sem varðar túlkun á 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu og þarna virðist vera að dómstóllinn í Strasbourg sé í raun að móta þessa reglu. Ég held að valdhafar á Íslandi sem fá mjög mikla gagnrýni; Hæstiréttur, framkvæmdavaldið og Alþingi, hefðu ekki getað áttað sig á þessari túlkun, sérstaklega í ljósi þess að túlkunin innan Mannréttindadómstólsins er misjöfn eftir því hvort um er að ræða undirdeildina eða yfirdeildina. Auðvitað er það bara þannig að þegar svona dómur kemur þá verða stjórnvöld að skoða það hvort og þá hvernig eigi að grípa til aðgerða í kjölfarið.“ Réttarfarsstofnun Háskólans í Reykjavík blés til málþings um dóm yfirdeildarinnar nú í hádeginu. Fjallað var um forsendur og niðurstöður dómsins og hugsanleg viðbrögð við honum; bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Hægt er að horfa á málþingið hér á Vísi. Heldurðu að Landsréttarmálið verði lesefni fyrir laganema í Háskólanum í Reykjavík næstu áratugina? „Jú kannski. Það eru allavega fullt af lögfræðilegum álitamálum sem vakna. Það hafa auðvitað fallið nokkrir dómar Hæstaréttar um þetta álitamál, út af þessu tiltekna máli og út frá ýmsum öngum þess og svo kemur þessi dómur Mannréttindadómstólsins, undirréttar og yfirdeildarinnar og það er að minnsta kosti nóg efni til að skoða.“
Landsréttarmálið Mannréttindadómstóll Evrópu Dómstólar Tengdar fréttir Bein útsending: Sérfræðingar ræða dóm MDE í Landsréttarmálinu Réttarfarsstofnun Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málþingi í dag á milli 12:00-13:30 um dóm yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópa í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu, svonefnt Landsréttarmál. 3. desember 2020 11:31 Ábyrg stjórnvöld lagfæra annmarka, segir Katrín um dóm MDE Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er skýr um að málsmeðferð við skipan nýrra dómara við Landsrétt árið 2017 var ekki í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt Mannréttindasáttmálanum. 2. desember 2020 18:22 Hefur alltaf séð mjög eftir „já“-inu Fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar, sem sat á Alþingi þegar Landsréttarmálið var afgreitt snemmsumars 2017, segist alltaf hafa séð mjög eftir því að hafa greitt atkvæði með málinu. Þá segir hann Sjálfstæðisflokkinn hafa beitt aðra stjórnarflokka miklum þrýstingi í málinu á sínum tíma og lýsir hótunum um stjórnarslit „við minnsta tilefni“. 1. desember 2020 23:22 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Bein útsending: Sérfræðingar ræða dóm MDE í Landsréttarmálinu Réttarfarsstofnun Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málþingi í dag á milli 12:00-13:30 um dóm yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópa í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu, svonefnt Landsréttarmál. 3. desember 2020 11:31
Ábyrg stjórnvöld lagfæra annmarka, segir Katrín um dóm MDE Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er skýr um að málsmeðferð við skipan nýrra dómara við Landsrétt árið 2017 var ekki í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt Mannréttindasáttmálanum. 2. desember 2020 18:22
Hefur alltaf séð mjög eftir „já“-inu Fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar, sem sat á Alþingi þegar Landsréttarmálið var afgreitt snemmsumars 2017, segist alltaf hafa séð mjög eftir því að hafa greitt atkvæði með málinu. Þá segir hann Sjálfstæðisflokkinn hafa beitt aðra stjórnarflokka miklum þrýstingi í málinu á sínum tíma og lýsir hótunum um stjórnarslit „við minnsta tilefni“. 1. desember 2020 23:22
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent