„Áfram Ísland“ en Lars veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2020 15:13 Lars Lagerbäck og Kári Árnason fagna 1-1 jafnteflinu gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Etienne á EM í Frakklandi 2016. Lars hætti að þjálfa landsliðið að mótinu loknu,. Jean Catuffe/Getty Images Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, segir framtíð sína algjörlega óráðna. „Áfram Ísland“ segir sá sænski í svari við fyrirspurn Vísis. Lagerbäck var sagt upp störfum sem þjálfari norska karlalandsliðsins í knattspyrnu í morgun. „Eftir samtal okkar og að beiðni norska sambandsins, Terje Svendsen og Pål Bjerketvedt, þá er ég hættur sem landsliðsþjálfari,“ sagði Lars í fréttatilkynningu í morgun sem fjallað var um í norskum miðlum. „Ástæðan fyrir þessu er að í samningi okkar höfðu báðir aðilar möguleika á því að framlengja hann fram yfir næstu heimsmeistarakeppni. Nú hefur norska sambandið ákveðið í staðinn að finna langtímalausn fyrir bæði næstu undankeppni HM og næstu undankeppni EM,“ skrifaði Lagerbäck. Við starfi hans hjá norska liðinu tekur Ståle Solbakken. Svarar hvorki já né nei Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er án þjálfara sem stendur eftir að Erik Hamrén hætti með liðið þegar ljóst var að það kæmist ekki í lokakeppni EM á næsta ári. Óvænt brotthvarf Lagerbäck vakti þann möguleika að sá sænski sneri aftur og tæki við íslenska liðinu. Vísir skaut því fyrirspurn á Lagerbäck og spurði hvort hann gæti hugsað sér að taka aftur við íslenska landsliðinu, ef KSÍ nálgaðist hann með það verkefni fyrir augum. „Í augnablikinu veit ég ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Lagerbäck í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Bætti sá sænski við: „Áfram Ísland“. Leitin hafin Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun í umboði stjórnar sambandsins hefja viðræður við þá sem til greina koma sem þjálfarar A-landsliðs karla í fótbolta. Þetta sagði Guðni við Vísi á mánudag. „Við erum byrjaðir að ræða málin . Undirbúningsvinna hefur farið fram og ferlið er hafið og mun ég ræða við þá aðila á næstunni sem við teljum henta í starfið,“ sagði Guðni. Æskilegt væri að nýr þjálfari tæki við fyrir jól. Gunði sagði viðræður rétt að byrja og vildi að svo stöddu ekkert gefa uppi um við hvern eða hverja verði rætt. Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Lars Lagerbäck var rekinn Lars Lagerbäck sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem kemur fram að það hafi verið ákvörðun norska knattspyrnusambandsins að hann héldi ekki áfram með norska landsliðið. 3. desember 2020 10:45 Lars Lagerbäck búinn að koma Noregi upp fyrir Ísland í fyrsta sinn Ísland fellur niður um sjö sæti á nýjasta FIFA listanum sem var gefinn út í morgun. 26. nóvember 2020 09:31 Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, segir að hann komi ekki að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. 23. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
„Eftir samtal okkar og að beiðni norska sambandsins, Terje Svendsen og Pål Bjerketvedt, þá er ég hættur sem landsliðsþjálfari,“ sagði Lars í fréttatilkynningu í morgun sem fjallað var um í norskum miðlum. „Ástæðan fyrir þessu er að í samningi okkar höfðu báðir aðilar möguleika á því að framlengja hann fram yfir næstu heimsmeistarakeppni. Nú hefur norska sambandið ákveðið í staðinn að finna langtímalausn fyrir bæði næstu undankeppni HM og næstu undankeppni EM,“ skrifaði Lagerbäck. Við starfi hans hjá norska liðinu tekur Ståle Solbakken. Svarar hvorki já né nei Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er án þjálfara sem stendur eftir að Erik Hamrén hætti með liðið þegar ljóst var að það kæmist ekki í lokakeppni EM á næsta ári. Óvænt brotthvarf Lagerbäck vakti þann möguleika að sá sænski sneri aftur og tæki við íslenska liðinu. Vísir skaut því fyrirspurn á Lagerbäck og spurði hvort hann gæti hugsað sér að taka aftur við íslenska landsliðinu, ef KSÍ nálgaðist hann með það verkefni fyrir augum. „Í augnablikinu veit ég ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Lagerbäck í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Bætti sá sænski við: „Áfram Ísland“. Leitin hafin Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun í umboði stjórnar sambandsins hefja viðræður við þá sem til greina koma sem þjálfarar A-landsliðs karla í fótbolta. Þetta sagði Guðni við Vísi á mánudag. „Við erum byrjaðir að ræða málin . Undirbúningsvinna hefur farið fram og ferlið er hafið og mun ég ræða við þá aðila á næstunni sem við teljum henta í starfið,“ sagði Guðni. Æskilegt væri að nýr þjálfari tæki við fyrir jól. Gunði sagði viðræður rétt að byrja og vildi að svo stöddu ekkert gefa uppi um við hvern eða hverja verði rætt.
Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Lars Lagerbäck var rekinn Lars Lagerbäck sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem kemur fram að það hafi verið ákvörðun norska knattspyrnusambandsins að hann héldi ekki áfram með norska landsliðið. 3. desember 2020 10:45 Lars Lagerbäck búinn að koma Noregi upp fyrir Ísland í fyrsta sinn Ísland fellur niður um sjö sæti á nýjasta FIFA listanum sem var gefinn út í morgun. 26. nóvember 2020 09:31 Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, segir að hann komi ekki að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. 23. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Lars Lagerbäck var rekinn Lars Lagerbäck sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem kemur fram að það hafi verið ákvörðun norska knattspyrnusambandsins að hann héldi ekki áfram með norska landsliðið. 3. desember 2020 10:45
Lars Lagerbäck búinn að koma Noregi upp fyrir Ísland í fyrsta sinn Ísland fellur niður um sjö sæti á nýjasta FIFA listanum sem var gefinn út í morgun. 26. nóvember 2020 09:31
Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, segir að hann komi ekki að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. 23. nóvember 2020 12:30