Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir bólusetningar við kórónuveirunni geta hafist í fyrstu vikum næsta árs og hjarðónæmi myndist fljótt. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Þá segjum við frá því að Ísland er nú með lægstu tíðni kórónuveirusmitaðra í Evrópu. Sóttvarnalæknir segir það til marks um að aðgerðir hafi skilað árangri.

Við ræðum einnig við veðurfræðing um veðrið fram undan en norðanhríð hefur lamið á landsmönnum í dag með fimbulkulda. Innanlandsflugi var aflýst og óvissustig er vegna snjóflóðahættu.

Þá heimsækjum við lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum er á fljúgandi siglingu. Það endurnýtir salt frá fiskvinnslu og býr til saltsteina fyrir búfé. Þetta og margt fleira í fréttum okkar á Bylgjunni, Stöð 2 og Vísir.is klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×