Fjölmiðlafrumvarpi vísað í nefnd í þriðja sinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2020 20:23 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, mælti í kvöld í þriðja sinn fyrir frumvarpi um almennan stuðning við einkarekna fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Frumvarpi menntamálaráðherra um almennan stuðning við einkarekna fjölmiðla hefur verið vísað til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Það var gert að lokinni fyrstu umræðu á þingi í kvöld. Lilja Alfreðsdóttir mælti í kvöld í þriðja sinn fyrir frumvarpi um þennan stuðning á Alþingi en fyrri frumvörp hennar um sama efni hafa verið svæfð í nefnd vegna andstöðu nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir samþykkt frumvarpsins í þingflokkum stjórnarflokkanna leggjast þeir gegn beinum stuðningi og vilja frekar beita skattkerfinu til að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Lilja sagði þegar hún mælti fyrir frumvarpinu að styðja þyrfti einkarekna fjölmiðla til þess að stuðla að aukinni lýðræðislegri umræðu. „Fjölmiðlar birta ekki aðeins fréttir um málefni líðandi stundar heldur eru mikilvægur vettvangur skoðanaskipta um þjóðfélagsleg málefni hverju sinni. Þannig stuðla fjölmiðlar að opinni og upplýstri umræðu sem skiptir verulegu máli við ákvarðanatöku og upplýsta umræðu,“ sagði Lilja. Hún benti á að rekstrarvanda fjölmiðla megi að miklu leiti rekja til þess að fyrirtæki auglýsi í meira mæli á erlendum efnisveitum. Því þurfi að breyta. Eins þurfi að stuðla að því að fjölmiðlar geti haldið úti víðtækari starfsemi sem á sama tíma stuðli að aukinni íslenskukunnáttu barna, sem í auknum mæli sæki til erlendra efnisveita sem séu með meira og fjölbreyttara efni. Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ormagryfja“ fjölmiðlanefndar Hugi Halldórsson, sem stendur fyrir hlaðvarpinu FantasyGandalf, segir fjölmiðlanefnd þurfa að rökstyðja það og skýra hvernig hún ætlar að gera greinarmun á þeim hlaðvörpum sem þurfa að skrá sig sem fjölmiðla og þeirra sem þurfa þess ekki. 30. nóvember 2020 15:04 Útvarpsstjóri telur fullyrðingar um vanefndir á þjónustusamningi við ríkið vafasamar Stefán Eiríksson segir engar athugasemdir hafa borist frá menntamálaráðuneytinu vegna vanefnda á þjónustusamningi. 25. júní 2020 14:04 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mælti í kvöld í þriðja sinn fyrir frumvarpi um þennan stuðning á Alþingi en fyrri frumvörp hennar um sama efni hafa verið svæfð í nefnd vegna andstöðu nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir samþykkt frumvarpsins í þingflokkum stjórnarflokkanna leggjast þeir gegn beinum stuðningi og vilja frekar beita skattkerfinu til að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Lilja sagði þegar hún mælti fyrir frumvarpinu að styðja þyrfti einkarekna fjölmiðla til þess að stuðla að aukinni lýðræðislegri umræðu. „Fjölmiðlar birta ekki aðeins fréttir um málefni líðandi stundar heldur eru mikilvægur vettvangur skoðanaskipta um þjóðfélagsleg málefni hverju sinni. Þannig stuðla fjölmiðlar að opinni og upplýstri umræðu sem skiptir verulegu máli við ákvarðanatöku og upplýsta umræðu,“ sagði Lilja. Hún benti á að rekstrarvanda fjölmiðla megi að miklu leiti rekja til þess að fyrirtæki auglýsi í meira mæli á erlendum efnisveitum. Því þurfi að breyta. Eins þurfi að stuðla að því að fjölmiðlar geti haldið úti víðtækari starfsemi sem á sama tíma stuðli að aukinni íslenskukunnáttu barna, sem í auknum mæli sæki til erlendra efnisveita sem séu með meira og fjölbreyttara efni.
Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ormagryfja“ fjölmiðlanefndar Hugi Halldórsson, sem stendur fyrir hlaðvarpinu FantasyGandalf, segir fjölmiðlanefnd þurfa að rökstyðja það og skýra hvernig hún ætlar að gera greinarmun á þeim hlaðvörpum sem þurfa að skrá sig sem fjölmiðla og þeirra sem þurfa þess ekki. 30. nóvember 2020 15:04 Útvarpsstjóri telur fullyrðingar um vanefndir á þjónustusamningi við ríkið vafasamar Stefán Eiríksson segir engar athugasemdir hafa borist frá menntamálaráðuneytinu vegna vanefnda á þjónustusamningi. 25. júní 2020 14:04 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
„Ormagryfja“ fjölmiðlanefndar Hugi Halldórsson, sem stendur fyrir hlaðvarpinu FantasyGandalf, segir fjölmiðlanefnd þurfa að rökstyðja það og skýra hvernig hún ætlar að gera greinarmun á þeim hlaðvörpum sem þurfa að skrá sig sem fjölmiðla og þeirra sem þurfa þess ekki. 30. nóvember 2020 15:04
Útvarpsstjóri telur fullyrðingar um vanefndir á þjónustusamningi við ríkið vafasamar Stefán Eiríksson segir engar athugasemdir hafa borist frá menntamálaráðuneytinu vegna vanefnda á þjónustusamningi. 25. júní 2020 14:04
Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06