Sagði 497 símtöl á 23 dögum tengjast „bílaviðskiptum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2020 22:09 Amfetamínframleiðslan fór fram í íbúð í Breiðholti. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur taldi félagana Matthías Jón Karlsson og Vygantas Visinskis ekki eiga sér neinar málsbætur í stórfelldu fíkniefnamáli, sem þeir voru dæmdir í fjögurra og tæplega sex ára fangelsi fyrir í dag. Matthías og Vygantas hringdust á 497 sinnum á 23 daga tímabili í vor en sá síðarnefndi sagði að símtölin hefðu tengst „bílaviðskiptum.“ Dómur yfir Matthíasi og Vygantasi var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og birtur síðdegis á vef héraðsdóms. Þeir voru dæmdir fyrir að hafa staðið að framleiðslu og haft í vörslum sínum rúmlega 11 kíló og 3,3 millilítra af amfetamíni sem ætlað var til sölu og dreifingar í ágóðaskyni. Framleiðslan fór fram í íbúð í Bakkahverfinu í Breiðholti þar sem lögregla lagði hald á ýmsa muni við húsleit. Þá var Matthías einnig dæmdur fyrir innflutning á kílói af kókaíni og peningaþvætti með því að hafa aflað sér ávinnings af fíkniefnasölu, samtals tæpum 16 milljónum króna. Skiptu fíkniefnunum út fyrir gerviefni Fram kemur í dómi að lögregla hafi fengið ábendingu í vor um að Vygantas og Matthías væru að undirbúa framleiðslu á sterkum fíkniefnum. Lögregla byrjaði því að fylgjast með þeim, m.a. í verslun Húsasmiðjunnar í apríl síðastliðnum þar sem þeir keyptu „þrjár hvítar plastskálar og tvo steikarspaða“. Síðar var lögreglu vísað á íbúð félaganna, þar sem fannst búnaður til fíkniefnaframleiðslu og rúmlega 11 kíló af amfetamíni. Þá er það rakið í málsgögnum að lögregla hafi skipt út fíkniefnunum fyrir gerviefni og haft eftirlit með íbúðinni, m.a. með því að setja hljóðupptökubúnað í tösku sem fíkniefnin voru geymd í. Amfetamínleifar á Crocs-skónum Vygantas gaf þrisvar skýrslu við rannsókn málsins. Í fyrstu skýrslunni tjáði hann sig ekkert um sakarefnið. Í annarri skýrslunni sagðist hann hafa leigt íbúðina af öðrum manni í tvær vikur og hefði ætlað hana fyrir dóttur sína. Hann kvaðst lítið hafa verið í íbúðinni. Þá sagði hann að amfetamínleifar sem fundust á Crocs-skóm gætu verið vegna þeirra amfetamínleifa sem voru á gólfinu þegar hann kom í íbúðina daginn sem hann og Matthías voru handteknir. Bæði Matthías og Vygantas neituðu sök í málinu að mestu leyti en játuðu báðir vörslu á um fjórum kílóum af amfetamíni. Þá játaði Matthías að hafa flutt inn kíló af kókaíni í september í fyrra en neitaði sök í ákæru um peningaþvætti. Viðurkenndi að símtölin hefðu verið nokkuð mörg Þá lá fyrir að Matthías og Vygantas hefðu á 23 dögum, frá 18. apríl til 11. maí síðastliðinn, átt 497 símtöl í gegnum forritið Signal. Þeir hringdust á fjórum sinnum á dag upp í 59 sinnum þann 30. apríl. Vygantas sagði fyrir dómi að þetta hefðu verið vinnutengd símtöl vegna bílaviðskipta og þeir hefðu verið að ræða málin. Honum fannst fjöldi símtalanna þó nokkuð hár. Þá kvað hann 761 þúsund krónur í reiðufé sem fundust heima hjá honum tengjast bílaviðskiptum hans. Engar málsbætur Dómurinn leit til þess við ákvörðun refsingar Matthíasar að hann hefði þegar verið sakfelldur fyrir fjölda alvarlegra brota. Hann hlaut til að mynda tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í janúar í fyrra fyrir aðild sína að Bitcoin-málinu svokallaða. Þá leit dómurinn til þess að brot Matthíasar og Vygantasar að þau hefðu verið þaulskipulögð og þeir ættu sér engar málsbætur. Refsing þeirra var þannig ákveðin fimm ára og níu mánaða fangelsi í tilfelli Matthíasar en Vygantas sæti fangelsi í fjögur ár, að frádregnu gæsluvarðhaldi í báðum tilvikum. Þá voru félagarnir dæmdir til að greiða alls rúmar 14 milljónir króna í sakarkostnað og málsvarnarlaun verjenda sinna. Einnig voru fíkniefnin gerð upptæk, auk búnaðar sem fannst í íbúðinni og fjármunir sem fundust á heimili Vygantasar. Dómsmál Reykjavík Smygl Tengdar fréttir Gagnaversþjófur fékk tæplega sex ára dóm í dópmáli Matthías Jón Karlsson, sem hlaut dóm í Bitcoin-málinu svokallaða, hefur verið dæmdur í fimm ára og níu mánaða fangelsi fyrir stórfellda fíkniefnaframleiðslu. Vygantas Viskinskis hlaut fjögurra ára dóm í málinu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. desember 2020 16:07 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Dómur yfir Matthíasi og Vygantasi var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og birtur síðdegis á vef héraðsdóms. Þeir voru dæmdir fyrir að hafa staðið að framleiðslu og haft í vörslum sínum rúmlega 11 kíló og 3,3 millilítra af amfetamíni sem ætlað var til sölu og dreifingar í ágóðaskyni. Framleiðslan fór fram í íbúð í Bakkahverfinu í Breiðholti þar sem lögregla lagði hald á ýmsa muni við húsleit. Þá var Matthías einnig dæmdur fyrir innflutning á kílói af kókaíni og peningaþvætti með því að hafa aflað sér ávinnings af fíkniefnasölu, samtals tæpum 16 milljónum króna. Skiptu fíkniefnunum út fyrir gerviefni Fram kemur í dómi að lögregla hafi fengið ábendingu í vor um að Vygantas og Matthías væru að undirbúa framleiðslu á sterkum fíkniefnum. Lögregla byrjaði því að fylgjast með þeim, m.a. í verslun Húsasmiðjunnar í apríl síðastliðnum þar sem þeir keyptu „þrjár hvítar plastskálar og tvo steikarspaða“. Síðar var lögreglu vísað á íbúð félaganna, þar sem fannst búnaður til fíkniefnaframleiðslu og rúmlega 11 kíló af amfetamíni. Þá er það rakið í málsgögnum að lögregla hafi skipt út fíkniefnunum fyrir gerviefni og haft eftirlit með íbúðinni, m.a. með því að setja hljóðupptökubúnað í tösku sem fíkniefnin voru geymd í. Amfetamínleifar á Crocs-skónum Vygantas gaf þrisvar skýrslu við rannsókn málsins. Í fyrstu skýrslunni tjáði hann sig ekkert um sakarefnið. Í annarri skýrslunni sagðist hann hafa leigt íbúðina af öðrum manni í tvær vikur og hefði ætlað hana fyrir dóttur sína. Hann kvaðst lítið hafa verið í íbúðinni. Þá sagði hann að amfetamínleifar sem fundust á Crocs-skóm gætu verið vegna þeirra amfetamínleifa sem voru á gólfinu þegar hann kom í íbúðina daginn sem hann og Matthías voru handteknir. Bæði Matthías og Vygantas neituðu sök í málinu að mestu leyti en játuðu báðir vörslu á um fjórum kílóum af amfetamíni. Þá játaði Matthías að hafa flutt inn kíló af kókaíni í september í fyrra en neitaði sök í ákæru um peningaþvætti. Viðurkenndi að símtölin hefðu verið nokkuð mörg Þá lá fyrir að Matthías og Vygantas hefðu á 23 dögum, frá 18. apríl til 11. maí síðastliðinn, átt 497 símtöl í gegnum forritið Signal. Þeir hringdust á fjórum sinnum á dag upp í 59 sinnum þann 30. apríl. Vygantas sagði fyrir dómi að þetta hefðu verið vinnutengd símtöl vegna bílaviðskipta og þeir hefðu verið að ræða málin. Honum fannst fjöldi símtalanna þó nokkuð hár. Þá kvað hann 761 þúsund krónur í reiðufé sem fundust heima hjá honum tengjast bílaviðskiptum hans. Engar málsbætur Dómurinn leit til þess við ákvörðun refsingar Matthíasar að hann hefði þegar verið sakfelldur fyrir fjölda alvarlegra brota. Hann hlaut til að mynda tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í janúar í fyrra fyrir aðild sína að Bitcoin-málinu svokallaða. Þá leit dómurinn til þess að brot Matthíasar og Vygantasar að þau hefðu verið þaulskipulögð og þeir ættu sér engar málsbætur. Refsing þeirra var þannig ákveðin fimm ára og níu mánaða fangelsi í tilfelli Matthíasar en Vygantas sæti fangelsi í fjögur ár, að frádregnu gæsluvarðhaldi í báðum tilvikum. Þá voru félagarnir dæmdir til að greiða alls rúmar 14 milljónir króna í sakarkostnað og málsvarnarlaun verjenda sinna. Einnig voru fíkniefnin gerð upptæk, auk búnaðar sem fannst í íbúðinni og fjármunir sem fundust á heimili Vygantasar.
Dómsmál Reykjavík Smygl Tengdar fréttir Gagnaversþjófur fékk tæplega sex ára dóm í dópmáli Matthías Jón Karlsson, sem hlaut dóm í Bitcoin-málinu svokallaða, hefur verið dæmdur í fimm ára og níu mánaða fangelsi fyrir stórfellda fíkniefnaframleiðslu. Vygantas Viskinskis hlaut fjögurra ára dóm í málinu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. desember 2020 16:07 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Gagnaversþjófur fékk tæplega sex ára dóm í dópmáli Matthías Jón Karlsson, sem hlaut dóm í Bitcoin-málinu svokallaða, hefur verið dæmdur í fimm ára og níu mánaða fangelsi fyrir stórfellda fíkniefnaframleiðslu. Vygantas Viskinskis hlaut fjögurra ára dóm í málinu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. desember 2020 16:07