Stuðningurinn víðtækari en fréttir gefi til kynna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. desember 2020 12:52 Umhverfisráðherra er bjartsýnn á að frumvarp hans um miðhálendisþjóðgarð nái fram að ganga. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir stuðning við hugmyndir sínar um miðhálendisþjóðgarð víðtækari en fréttir gefi til kynna. Hann hyggst mæla fyrir frumvarpinu eftir helgi og er vongóður að það nái fram að ganga. Deildar meiningar hafa verið um frumvarp um miðhálendisþjóðgarð að undanförnu. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lýsti því yfir í vikunni að frumvarpið sé í fullkominni andstöðu við þau sveitarfélög sem eigi hlut að máli og að ráðherranum hafi mistekist að ná nauðsynlegri sátt um málið. „Ég hef haft mjög víðtækt samráð við sveitarfélögin og veit að það er miklu meiri stuðningur við málið þar heldur en áður. Sérstaklega vegna þess að við höfum gert úrbætur á því sem snýr að skipulagsvaldi sveitarfélaganna og mætt þeim kröfum sem þau voru með uppi þar. Þannig að ég held að stuðningurinn sé mun víðtækari heldur en fréttir síðustu daga hafa gefið til kynna,“ segir Guðmundur. Næstu skref séu að mæla fyrir frumvarpinu. „Ég ber vonir til þess að við klárum þetta í vor því þetta er gríðarlega mikilvægt, bæði upp á að vernda þessa einstæðu náttúru sem er á hálendinu en líka vegna þess að þarna eru einstök tækifæri þegar kemur að því að vinna ferðaþjónustuna út úr covidfaraldrinum og að efla opinber störf og þjónustu og tækifæri fyrir ferðaþjónustuna og fleiri atvinnugreinar úti á landi.“ Þjóðgarðar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Gerir sér ekki vonir um að hver einasti landsmaður verði sáttur Umhverfisráðherra telur komið til móts við athugasemdir í nýju frumvarpi um hálendisþjóðgarð en segir ekki hægt að gera öllum til geðs. Sveitarstjóri segist enn mótfallin málinu. 1. desember 2020 19:01 Hyggst nýta tímann til að sætta sjónarmið vegna hálendisþjóðgarðs Stefnt er að því að frumvarp um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verði lagt fram á Alþingi í haust. Umhverfisráðherra segist ætla að nýta tímann þangað til til að sætta sjónarmið. 6. maí 2020 12:15 „Eðlilegast í heimi“ að skiptar skoðanir séu um miðhálendisþjóðgarð Það er vel hægt að láta stofnun hálendisþjóðgarðs og tryggingu raforkuöryggis fara saman segir þingmaður Vinstri grænna. Útlit er fyrir að deilt verði um frumvarp umhverfisráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á vorþingi en umsagnarfrestur um málið rennur út á morgun. 19. janúar 2020 20:52 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Deildar meiningar hafa verið um frumvarp um miðhálendisþjóðgarð að undanförnu. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lýsti því yfir í vikunni að frumvarpið sé í fullkominni andstöðu við þau sveitarfélög sem eigi hlut að máli og að ráðherranum hafi mistekist að ná nauðsynlegri sátt um málið. „Ég hef haft mjög víðtækt samráð við sveitarfélögin og veit að það er miklu meiri stuðningur við málið þar heldur en áður. Sérstaklega vegna þess að við höfum gert úrbætur á því sem snýr að skipulagsvaldi sveitarfélaganna og mætt þeim kröfum sem þau voru með uppi þar. Þannig að ég held að stuðningurinn sé mun víðtækari heldur en fréttir síðustu daga hafa gefið til kynna,“ segir Guðmundur. Næstu skref séu að mæla fyrir frumvarpinu. „Ég ber vonir til þess að við klárum þetta í vor því þetta er gríðarlega mikilvægt, bæði upp á að vernda þessa einstæðu náttúru sem er á hálendinu en líka vegna þess að þarna eru einstök tækifæri þegar kemur að því að vinna ferðaþjónustuna út úr covidfaraldrinum og að efla opinber störf og þjónustu og tækifæri fyrir ferðaþjónustuna og fleiri atvinnugreinar úti á landi.“
Þjóðgarðar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Gerir sér ekki vonir um að hver einasti landsmaður verði sáttur Umhverfisráðherra telur komið til móts við athugasemdir í nýju frumvarpi um hálendisþjóðgarð en segir ekki hægt að gera öllum til geðs. Sveitarstjóri segist enn mótfallin málinu. 1. desember 2020 19:01 Hyggst nýta tímann til að sætta sjónarmið vegna hálendisþjóðgarðs Stefnt er að því að frumvarp um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verði lagt fram á Alþingi í haust. Umhverfisráðherra segist ætla að nýta tímann þangað til til að sætta sjónarmið. 6. maí 2020 12:15 „Eðlilegast í heimi“ að skiptar skoðanir séu um miðhálendisþjóðgarð Það er vel hægt að láta stofnun hálendisþjóðgarðs og tryggingu raforkuöryggis fara saman segir þingmaður Vinstri grænna. Útlit er fyrir að deilt verði um frumvarp umhverfisráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á vorþingi en umsagnarfrestur um málið rennur út á morgun. 19. janúar 2020 20:52 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Gerir sér ekki vonir um að hver einasti landsmaður verði sáttur Umhverfisráðherra telur komið til móts við athugasemdir í nýju frumvarpi um hálendisþjóðgarð en segir ekki hægt að gera öllum til geðs. Sveitarstjóri segist enn mótfallin málinu. 1. desember 2020 19:01
Hyggst nýta tímann til að sætta sjónarmið vegna hálendisþjóðgarðs Stefnt er að því að frumvarp um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verði lagt fram á Alþingi í haust. Umhverfisráðherra segist ætla að nýta tímann þangað til til að sætta sjónarmið. 6. maí 2020 12:15
„Eðlilegast í heimi“ að skiptar skoðanir séu um miðhálendisþjóðgarð Það er vel hægt að láta stofnun hálendisþjóðgarðs og tryggingu raforkuöryggis fara saman segir þingmaður Vinstri grænna. Útlit er fyrir að deilt verði um frumvarp umhverfisráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á vorþingi en umsagnarfrestur um málið rennur út á morgun. 19. janúar 2020 20:52