Góður svefn og meira kynlíf Sandra Mjöll Jónsdóttir- Buch skrifar 7. desember 2020 11:01 Nýlegar rannsóknir sýna, svo ekki sé um villst, að góður svefn er okkur lífsnauðsynlegur og bætir líðan og frammistöðu á mörgum sviðum. Þar á meðal innan veggja svefnherbergisins. Því miður eru svefnvandamál samt gífurlega algeng og skerða lífsgæði fólks um allan heim verulega. Mikil vitundarvakning um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu hefur þó sem betur fer átt sér stað undanfarin ár og hafa sérfræðingar bent á ýmis heilsuvandamál sem geta fylgt skertum svefni. En hvaða áhrif hefur svefnleysi á kynlíf, kynlöngun og frjósemi? Þegar kynlífsvenjur fólks eru skoðaðar í rannsóknum kemur í ljós að við stundum minna kynlíf nú en áður. Þegar fólk er spurt hvers vegna það stundi ekki meira kynlíf, þá er algengasta svarið að það sé of þreytt til þess. Þetta á sérstaklega við um konur, en um 40% kvenna segjast hafa litla kynlöngun. Þessar konur eru oft leiðar á ástandinu og vilja finna lausnir til að auka kynhvöt. Það vilja bólfélagar þeirra oft líka. Svefnvandamál skerða kynlöngun Talið er líklegt að í sumum tilvikum sé hægt að rekja skerta kynlöngun til svefnvandamála og hafa bættar svefnvenjur gefið góða raun hjá fólki sem kvartar undan kyndeyfð. Þá hafa rannsóknir sýnt að konur eru mun líklegri til að stunda kynlíf daginn eftir að hafa fengið nægan svefn og upplifa að eigin sögn meiri löngun. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar skoðað er hversu algeng svefnvandamál eru, sérstaklega meðal kvenna. Það er algengt að svefntruflanir kvenna komi í kjölfar hormónabreytinga sem eiga sér til dæmis stað við barneignir, á meðgöngu, við kynþroska og tíðahvörf. Þessi svefnvandamál geta í mörgum tilfellum þróast yfir í langvarandi svefnleysi sem hefur áhrif á kynlöngun og kynhvöt kvenna til langs tíma ef ekkert er að gert. Svefntruflanir geta valdið risvandamálum Skertur svefn og svefntruflanir hafa líka bein áhrif á kynlíf karlmanna. Of lítill svefn getur dregið úr magni sáðfruma hjá körlum og eru risvandamál algengari hjá þeim körlum sem vakna oft upp á nóttunni, til dæmis hjá þeim sem eru með kæfisvefn. Í báðum tilfellum er framleiðsla kynhormónsins testósteróns minnkuð, en karlar framleiða og losa testósterón meðan þeir sofa. Það er því ljóst að góður svefn gegnir mjög mikilvægu hlutverki í frjósemi og kynheilsu karlmanna. Svefn og kynlíf eru hvoru tveggja hluti af grunnþörfum mannsins, en þrátt fyrir að mikil vitundarvakning hafi átt sér stað undanfarið virðast fáir tengja þessa tvo mikilvægu þætti saman. Því er enn margt á huldu varðandi samspilið þeirra á milli. Við vitum þó að góður og nægur svefn er grundvallarþáttur í vellíðan einstaklinga, minnkar líkur á ýmsum sjúkdómum og getur aukið lífshamingjuna til muna, t.d. með því að bæta kynlífið. Til eru fjölmörg ráð til að bæta svefninn og hvet ég lesendur til að kynna sér þau og huga vel að svefninum, því ávinningurinn er mikill. Höfundur er doktor í líf- og læknavísindum, frumkvöðull og starfar hjá Florealis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svefn Kynlíf Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Nýlegar rannsóknir sýna, svo ekki sé um villst, að góður svefn er okkur lífsnauðsynlegur og bætir líðan og frammistöðu á mörgum sviðum. Þar á meðal innan veggja svefnherbergisins. Því miður eru svefnvandamál samt gífurlega algeng og skerða lífsgæði fólks um allan heim verulega. Mikil vitundarvakning um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu hefur þó sem betur fer átt sér stað undanfarin ár og hafa sérfræðingar bent á ýmis heilsuvandamál sem geta fylgt skertum svefni. En hvaða áhrif hefur svefnleysi á kynlíf, kynlöngun og frjósemi? Þegar kynlífsvenjur fólks eru skoðaðar í rannsóknum kemur í ljós að við stundum minna kynlíf nú en áður. Þegar fólk er spurt hvers vegna það stundi ekki meira kynlíf, þá er algengasta svarið að það sé of þreytt til þess. Þetta á sérstaklega við um konur, en um 40% kvenna segjast hafa litla kynlöngun. Þessar konur eru oft leiðar á ástandinu og vilja finna lausnir til að auka kynhvöt. Það vilja bólfélagar þeirra oft líka. Svefnvandamál skerða kynlöngun Talið er líklegt að í sumum tilvikum sé hægt að rekja skerta kynlöngun til svefnvandamála og hafa bættar svefnvenjur gefið góða raun hjá fólki sem kvartar undan kyndeyfð. Þá hafa rannsóknir sýnt að konur eru mun líklegri til að stunda kynlíf daginn eftir að hafa fengið nægan svefn og upplifa að eigin sögn meiri löngun. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar skoðað er hversu algeng svefnvandamál eru, sérstaklega meðal kvenna. Það er algengt að svefntruflanir kvenna komi í kjölfar hormónabreytinga sem eiga sér til dæmis stað við barneignir, á meðgöngu, við kynþroska og tíðahvörf. Þessi svefnvandamál geta í mörgum tilfellum þróast yfir í langvarandi svefnleysi sem hefur áhrif á kynlöngun og kynhvöt kvenna til langs tíma ef ekkert er að gert. Svefntruflanir geta valdið risvandamálum Skertur svefn og svefntruflanir hafa líka bein áhrif á kynlíf karlmanna. Of lítill svefn getur dregið úr magni sáðfruma hjá körlum og eru risvandamál algengari hjá þeim körlum sem vakna oft upp á nóttunni, til dæmis hjá þeim sem eru með kæfisvefn. Í báðum tilfellum er framleiðsla kynhormónsins testósteróns minnkuð, en karlar framleiða og losa testósterón meðan þeir sofa. Það er því ljóst að góður svefn gegnir mjög mikilvægu hlutverki í frjósemi og kynheilsu karlmanna. Svefn og kynlíf eru hvoru tveggja hluti af grunnþörfum mannsins, en þrátt fyrir að mikil vitundarvakning hafi átt sér stað undanfarið virðast fáir tengja þessa tvo mikilvægu þætti saman. Því er enn margt á huldu varðandi samspilið þeirra á milli. Við vitum þó að góður og nægur svefn er grundvallarþáttur í vellíðan einstaklinga, minnkar líkur á ýmsum sjúkdómum og getur aukið lífshamingjuna til muna, t.d. með því að bæta kynlífið. Til eru fjölmörg ráð til að bæta svefninn og hvet ég lesendur til að kynna sér þau og huga vel að svefninum, því ávinningurinn er mikill. Höfundur er doktor í líf- og læknavísindum, frumkvöðull og starfar hjá Florealis.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun