Minnst 300 lagðir inn vegna dularfullra veikinda á Indlandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2020 10:42 Jagan Mohan Reddy, æðsti embættismaður Andrah Pradesh, heimsótt sjúklinga í Eluru. Vísir/EPA Minnst einn hefur dáið og minnst 300 hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna dularfullra veikinda sem herja á íbúa borgarinnar Eluru, í Andhra Pradesh á Indlandi. Einkenni þeirra sem hafa veikst eru margvísleg og hafa þar verið nefnd meðvitundarleysi, slög og ógleði. Enginn þeirra sem voru lagðir inn á sjúkrahús um helgina greindist með Covid-19 og fundust engin ummerki veirusýkingar. CNN segir að um 180 hafi þegar verið útskrifaðir. Sérstök teymi vísindamanna hafa verið send til borgarinnar til að reyna að finna uppruna veikindanna, samkvæmt frétt BBC. Verið er að kanna hvort rekja megi veikindin til mengunar í drykkjarvatni eða jafnvel í lofti. Einnig hefur verið kannað hvort veikindin megi rekja til matvæla. Í frétt Times of India segir að grunurinn beinst nú sérstaklega að búnaði sem dreifi gufu sem eigi að halda aftur af moskítóflugum. Það hafi þó ekki verið staðfest. Vatnssýni hafi ekki sýnt neitt óeðlilegt. Það hafi blóðsýni, skannanir af heilum sjúkra og jafnvel sýni af mænuvökva ekki gert heldur. Samkvæmt TOI segja sérfræðingar lang líklegast að um einhverskonar eitrun sé að ræða. Flestir þeirra sem hafa veikst eru sagðir á aldrinum 20 til 30 ára en þar á meðal eru einnig tæplega 50 börn undir tólf ára aldri. Indian Express hefur eftir starfsmanni á sjúkrahúsi í Eluru að margir sjúklingar hafi kvartað yfir sviða í augum. Sérstaklega börnin og þau hafi byrjað að æla eftir að hafa kvartað yfir sviðanum. Indland Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Enginn þeirra sem voru lagðir inn á sjúkrahús um helgina greindist með Covid-19 og fundust engin ummerki veirusýkingar. CNN segir að um 180 hafi þegar verið útskrifaðir. Sérstök teymi vísindamanna hafa verið send til borgarinnar til að reyna að finna uppruna veikindanna, samkvæmt frétt BBC. Verið er að kanna hvort rekja megi veikindin til mengunar í drykkjarvatni eða jafnvel í lofti. Einnig hefur verið kannað hvort veikindin megi rekja til matvæla. Í frétt Times of India segir að grunurinn beinst nú sérstaklega að búnaði sem dreifi gufu sem eigi að halda aftur af moskítóflugum. Það hafi þó ekki verið staðfest. Vatnssýni hafi ekki sýnt neitt óeðlilegt. Það hafi blóðsýni, skannanir af heilum sjúkra og jafnvel sýni af mænuvökva ekki gert heldur. Samkvæmt TOI segja sérfræðingar lang líklegast að um einhverskonar eitrun sé að ræða. Flestir þeirra sem hafa veikst eru sagðir á aldrinum 20 til 30 ára en þar á meðal eru einnig tæplega 50 börn undir tólf ára aldri. Indian Express hefur eftir starfsmanni á sjúkrahúsi í Eluru að margir sjúklingar hafi kvartað yfir sviða í augum. Sérstaklega börnin og þau hafi byrjað að æla eftir að hafa kvartað yfir sviðanum.
Indland Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira