Vandræðalegar yfirlýsingar ASÍ um ferðaþjónustu Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 8. desember 2020 08:01 Starfshópur ASÍ um „framtíð ferðaþjónustunnar” skilaði nýverið skýrslu til miðstjórnar sambandsins um áherslur þess við „uppbyggingu ferðaþjónustunnar”. Þessari skýrslu hefur verið fylgt eftir í fjölmiðlum, meðal annars með viðtali í Speglinum s.l. föstudagskvöld við Guðbjörgu Kristmundsdóttur hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, sem fór fyrir starfshópnum. Því miður fellur starfshópurinn í þann fúla pytt að mála ferðaþjónustuna upp sem „láglaunagrein” og þrælakistu, þar sem atvinnurekendur keppast við að brjóta á starfsfólki og hafa af þeim laun og réttindi. Að störf séu ekki metin að verðleikum og gæðum í greininni sé stefnt í hættu vegna þess. Starfshópurinn gagnrýnir að „launafólk” sé ekki aðalatriðið í stefnumótun í ferðaþjónustu á Íslandi og að “bætt kjör starfsfólks eigi að vera þungamiðja í tillögum stjórnvalda”. Einnig að „arðsemi verði ekki náð með því að færa verðmæti sköpuð af starfsfólki í vasa örfárra fyrirtækjaeigenda”. Þetta er allt með þvílíkum ólíkindum, að það er varla svara vert, en samt. 1: Það er gömul og úreld tugga, byggð á vanþekkingu á greininni, að kalla ferðaþjónustu „láglaunagrein”. Störf í ferðaþjónustu er að finna í öllum launaskalanum. Vissulega að hluta til svokölluð „láglaunastörf” (t.d. störf sem ekki krefjast sérstakrar menntunar), en stór hluti starfa í ferðaþjónustu fellur í launaflokka í meðallagi og þar yfir. Þar ber einnig að líta til afleiddra starfa, sem oftar en ekki falla í hærri launaflokka og skapa verðmæti í öllum geirum samfélagsins. Það ruglar marga í ríminu að stór hluti bæði beinna og óbeinna starfa í ferðaþjónustu eru ósýnileg út á við. 2: ASÍ hefur margoft blásið upp meinta brotastarfsemi í ferðaþjónustu og við hjá SAF höfum jafn oft bent á, að það sé einungis örlítill hluti fyrirtækja sem gerist brotlegur. Þetta hefur ASÍ staðfest opinberlega. Fullyrðingar um að brotastarfsemi sé almenn og útbreidd í ferðaþjónustu halda því ekki vatni og óþolandi að greininni sé hvað eftir annað stillt upp á þennan hátt. 3: Stefnumótun stjórnvalda (ríkis og sveitarfélaga) og SAF, undir heitinu „Leiðandi í sjálfbærni” var í fullum gangi þegar heimsfaraldurinn skall á. Stefnuramminn er tilbúinn, en enn á eftir að aðgerðabinda stefnuna. Stefnumótun er oftast gerð af þeim sem eiga að hrinda henni í framkvæmd - sem í þessu tilfelli eru ríki, sveitarfélög og fyrirtæki í ferðaþjónustu. Ekki verkalýðsfélög. Það þýðir hins vegar ekki að þau séu ekki kölluð til samráðs og ráðgjafar á einhverjum stigum málsins. 4: Að því sögðu er hins vegar rétt að benda á að fjöldi atriða í framtíðarsýninni hefur beina skírskotun til starfsfólks í greininni og því beinlínis rangt að þar sé hvergi horft til mikilvægis starfsfólks. Lykilatriði eins og aukin þekking, gæði og bætt upplifun gesta og virðing fyrir samfélagslegum þolmörkum eru augljóslega nátengd hæfni, þekkingu, starfsþróun og starfsánægju launafólks í greininni. Sama gildir um áhersla á ábyrgð, sjálfbærni og jákvæð áhrif á nærsamfélag og lífsgæði. Þá er rétt að halda því til haga að algengt er að allt að 90% af þeim virðisauka sem verður til í fyrirtækjum í ferðaþjónustu endi beint í vasa launafólks. Það er því augljóst að markmið stefnurammans um aukna arðsemi og verðmætasköpun í ferðaþjónustu kemur fyrst og fremst launafólki til góða. Því miður gefur málflutningur ASÍ til kynna að samtökin skilji ekki hversu stór og mikilvægur hluti starfsfólk ferðaþjónustu er fyrir atvinnugreinina og á hverju hún byggist. 5. Starfshópur ASÍ vill að „bætt kjör starfsfólks” verði í fyrirrúmi í endurræsingu ferðaþjónustu. Þá spyr ég einfaldlega: Á hvaða plánetu býr fólkið í starfshópnum? Fyrir rúmu einu og hálfu ári var skrifað undir Lífskjarasamning, þar sem einmitt var lögð áhersla á að bæta kjör þeirra lægst launuðu. Á öðrum ársfjórðungi ársins hækkuðu laun á Íslandi um 6,5% að meðaltali – og það í bráðum efnahagsvanda. Til samanburðar hækkuðu þau um 1,9% á hinum Norðurlöndunum. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði á bilinu 11-12% í árslok, eitt það mesta í Evrópu. Kúvending í rekstri margra fyrirtækja – ekki síst í ferðaþjónustu – gerir það að verkum að þau eiga í erfiðleikum með að hækka laun í samræmi við ákvæði samningsins. Einfaldlega vegna þess að rekstrarforsendur eru brostnar – enginn hagnaður, engin fjárfesting, enginn arður, og atvinnumissir – allir tapa. Verðmætasköpun hefur hrunið. Á þriðja ársfjórðungi dróst landsframleiðslan saman um 10,4% sem er meiri samdráttur en í bankahruninu og horfur á hægum efnahagsbata framundan. SAF hafa áður bent á að þær launahækkanir sem eiga að koma til framkvæmda í upphafi næsta árs hægi á endurráðningu starfsfólks og tefji fyrir í baráttunni við atvinnuleysið. Er það ekki eitt helsta hlutverk ASÍ að standa vörð um störf? Eða er samtökum launafólks í mun að dæma fleiri skjólstæðinga sína en þörf er á til lengra atvinnuleysis með kröfum um enn frekari launahækkanir í stórlaskaðri atvinnugrein? 6. Arðsemi er ein grunnforsenda fyrir stöðugleika í rekstri – samfélagslegum stöðugleika. Henni er samkvæmt starfshópi ASÍ ekki náð með því að „færa verðmæti sköpuð af starfsfólki í vasa örfárra fyrirtækjaeigenda”. Ég verð nú að viðurkenna að ég skil hvorki upp né niður í þessari hugsun úr úreldri smiðju Karls Marx. Veit ASÍ ekki hvernig samsetning ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi er? Vita ASÍ ekki að um 90% ferðaþjónustufyrirtækja eru lítil og meðalstór fyrirtæki, rekin af fjölskyldum og einstaklingum úti um allt land? Væri ekki ágætt að ASÍ kynnti sér þó ekki væri nema nokkur grundvallaratriði varðandi uppbyggingu atvinnugreinarinnar sem þeim er í svo miklum mun að taka þátt í stefnumótun fyrir? Það myndi í það minnsta vonandi koma í veg fyrir fleiri vandræðalegar yfirlýsingar af þessu tagi í framtíðinni. Að lokum er rétt að nefna að starfshópur ASÍ kemur með ágætis ábendingar í lok skýrslu sinnar þar sem fjallað er um brotastarfsemi á vinnumarkaði. Þeim er ég öllum sammála, enda hafa Samtök ferðaþjónustunnar margoft bent á sömu atriði og farið fram á aðgerðir af hálfu stjórnvalda í þeim efnum. Það er allra hagur að farið sé eftir leikreglum á vinnumarkaði og að kjarasamningar séu virtir. Þeir hagsmunir eru ekki síst fyrirtækja sem starfa samkvæmt lögum og reglum. Eins og langflest ferðaþjónustufyrirtæki gera. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Starfshópur ASÍ um „framtíð ferðaþjónustunnar” skilaði nýverið skýrslu til miðstjórnar sambandsins um áherslur þess við „uppbyggingu ferðaþjónustunnar”. Þessari skýrslu hefur verið fylgt eftir í fjölmiðlum, meðal annars með viðtali í Speglinum s.l. föstudagskvöld við Guðbjörgu Kristmundsdóttur hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, sem fór fyrir starfshópnum. Því miður fellur starfshópurinn í þann fúla pytt að mála ferðaþjónustuna upp sem „láglaunagrein” og þrælakistu, þar sem atvinnurekendur keppast við að brjóta á starfsfólki og hafa af þeim laun og réttindi. Að störf séu ekki metin að verðleikum og gæðum í greininni sé stefnt í hættu vegna þess. Starfshópurinn gagnrýnir að „launafólk” sé ekki aðalatriðið í stefnumótun í ferðaþjónustu á Íslandi og að “bætt kjör starfsfólks eigi að vera þungamiðja í tillögum stjórnvalda”. Einnig að „arðsemi verði ekki náð með því að færa verðmæti sköpuð af starfsfólki í vasa örfárra fyrirtækjaeigenda”. Þetta er allt með þvílíkum ólíkindum, að það er varla svara vert, en samt. 1: Það er gömul og úreld tugga, byggð á vanþekkingu á greininni, að kalla ferðaþjónustu „láglaunagrein”. Störf í ferðaþjónustu er að finna í öllum launaskalanum. Vissulega að hluta til svokölluð „láglaunastörf” (t.d. störf sem ekki krefjast sérstakrar menntunar), en stór hluti starfa í ferðaþjónustu fellur í launaflokka í meðallagi og þar yfir. Þar ber einnig að líta til afleiddra starfa, sem oftar en ekki falla í hærri launaflokka og skapa verðmæti í öllum geirum samfélagsins. Það ruglar marga í ríminu að stór hluti bæði beinna og óbeinna starfa í ferðaþjónustu eru ósýnileg út á við. 2: ASÍ hefur margoft blásið upp meinta brotastarfsemi í ferðaþjónustu og við hjá SAF höfum jafn oft bent á, að það sé einungis örlítill hluti fyrirtækja sem gerist brotlegur. Þetta hefur ASÍ staðfest opinberlega. Fullyrðingar um að brotastarfsemi sé almenn og útbreidd í ferðaþjónustu halda því ekki vatni og óþolandi að greininni sé hvað eftir annað stillt upp á þennan hátt. 3: Stefnumótun stjórnvalda (ríkis og sveitarfélaga) og SAF, undir heitinu „Leiðandi í sjálfbærni” var í fullum gangi þegar heimsfaraldurinn skall á. Stefnuramminn er tilbúinn, en enn á eftir að aðgerðabinda stefnuna. Stefnumótun er oftast gerð af þeim sem eiga að hrinda henni í framkvæmd - sem í þessu tilfelli eru ríki, sveitarfélög og fyrirtæki í ferðaþjónustu. Ekki verkalýðsfélög. Það þýðir hins vegar ekki að þau séu ekki kölluð til samráðs og ráðgjafar á einhverjum stigum málsins. 4: Að því sögðu er hins vegar rétt að benda á að fjöldi atriða í framtíðarsýninni hefur beina skírskotun til starfsfólks í greininni og því beinlínis rangt að þar sé hvergi horft til mikilvægis starfsfólks. Lykilatriði eins og aukin þekking, gæði og bætt upplifun gesta og virðing fyrir samfélagslegum þolmörkum eru augljóslega nátengd hæfni, þekkingu, starfsþróun og starfsánægju launafólks í greininni. Sama gildir um áhersla á ábyrgð, sjálfbærni og jákvæð áhrif á nærsamfélag og lífsgæði. Þá er rétt að halda því til haga að algengt er að allt að 90% af þeim virðisauka sem verður til í fyrirtækjum í ferðaþjónustu endi beint í vasa launafólks. Það er því augljóst að markmið stefnurammans um aukna arðsemi og verðmætasköpun í ferðaþjónustu kemur fyrst og fremst launafólki til góða. Því miður gefur málflutningur ASÍ til kynna að samtökin skilji ekki hversu stór og mikilvægur hluti starfsfólk ferðaþjónustu er fyrir atvinnugreinina og á hverju hún byggist. 5. Starfshópur ASÍ vill að „bætt kjör starfsfólks” verði í fyrirrúmi í endurræsingu ferðaþjónustu. Þá spyr ég einfaldlega: Á hvaða plánetu býr fólkið í starfshópnum? Fyrir rúmu einu og hálfu ári var skrifað undir Lífskjarasamning, þar sem einmitt var lögð áhersla á að bæta kjör þeirra lægst launuðu. Á öðrum ársfjórðungi ársins hækkuðu laun á Íslandi um 6,5% að meðaltali – og það í bráðum efnahagsvanda. Til samanburðar hækkuðu þau um 1,9% á hinum Norðurlöndunum. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði á bilinu 11-12% í árslok, eitt það mesta í Evrópu. Kúvending í rekstri margra fyrirtækja – ekki síst í ferðaþjónustu – gerir það að verkum að þau eiga í erfiðleikum með að hækka laun í samræmi við ákvæði samningsins. Einfaldlega vegna þess að rekstrarforsendur eru brostnar – enginn hagnaður, engin fjárfesting, enginn arður, og atvinnumissir – allir tapa. Verðmætasköpun hefur hrunið. Á þriðja ársfjórðungi dróst landsframleiðslan saman um 10,4% sem er meiri samdráttur en í bankahruninu og horfur á hægum efnahagsbata framundan. SAF hafa áður bent á að þær launahækkanir sem eiga að koma til framkvæmda í upphafi næsta árs hægi á endurráðningu starfsfólks og tefji fyrir í baráttunni við atvinnuleysið. Er það ekki eitt helsta hlutverk ASÍ að standa vörð um störf? Eða er samtökum launafólks í mun að dæma fleiri skjólstæðinga sína en þörf er á til lengra atvinnuleysis með kröfum um enn frekari launahækkanir í stórlaskaðri atvinnugrein? 6. Arðsemi er ein grunnforsenda fyrir stöðugleika í rekstri – samfélagslegum stöðugleika. Henni er samkvæmt starfshópi ASÍ ekki náð með því að „færa verðmæti sköpuð af starfsfólki í vasa örfárra fyrirtækjaeigenda”. Ég verð nú að viðurkenna að ég skil hvorki upp né niður í þessari hugsun úr úreldri smiðju Karls Marx. Veit ASÍ ekki hvernig samsetning ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi er? Vita ASÍ ekki að um 90% ferðaþjónustufyrirtækja eru lítil og meðalstór fyrirtæki, rekin af fjölskyldum og einstaklingum úti um allt land? Væri ekki ágætt að ASÍ kynnti sér þó ekki væri nema nokkur grundvallaratriði varðandi uppbyggingu atvinnugreinarinnar sem þeim er í svo miklum mun að taka þátt í stefnumótun fyrir? Það myndi í það minnsta vonandi koma í veg fyrir fleiri vandræðalegar yfirlýsingar af þessu tagi í framtíðinni. Að lokum er rétt að nefna að starfshópur ASÍ kemur með ágætis ábendingar í lok skýrslu sinnar þar sem fjallað er um brotastarfsemi á vinnumarkaði. Þeim er ég öllum sammála, enda hafa Samtök ferðaþjónustunnar margoft bent á sömu atriði og farið fram á aðgerðir af hálfu stjórnvalda í þeim efnum. Það er allra hagur að farið sé eftir leikreglum á vinnumarkaði og að kjarasamningar séu virtir. Þeir hagsmunir eru ekki síst fyrirtækja sem starfa samkvæmt lögum og reglum. Eins og langflest ferðaþjónustufyrirtæki gera. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun