Bílstjórar kröfðust milljóna en þurfa í staðinn að borga 700 þúsund hvor Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2020 23:23 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða, sem er á Ísafirði. Vísir/Egill Héraðsdómur Vestfjarða sýknaði í síðustu viku fyrirtæki á Vestfjörðum af kröfum tveggja fyrrverandi starfsmanna um vangoldin laun. Mennirnir kröfðust milljóna frá fyrirtækinu en sátu á endanum uppi með hundruð þúsunda í málskostnað. Annar maðurinn krafðist 1,4 milljóna króna í vangoldin laun en hinn 3,6 milljóna. Þeir störfuðu báðir sem bílstjórar hjá fyrirtækinu og létu báðir af störfum í mars 2018. Báðir héldu því fram að vinnutími þeirra hefði verið miklu meiri en um var samið og fyrirtækinu bæri að greiða þeim fyrir þann umframtíma. Annar maðurinn, sá sem krafðist hærri upphæðar, taldi sig einnig eiga rétt á launum í uppsagnarfresti en hann hélt því fram að honum hefði verið sagt upp í mars 2018. Fyrirtækið sagði hann hins vegar hafa hætt fyrirvaralaust í starfi og ekki eiga rétt á greiddum uppsagnarfresti. Mennirnir byggðu báðir útreikninga sína á meintum vangoldnum launum á tímaskráningu sem hinn maðurinn tók saman yfir sína vinnu. Félagi hans taldi hans skráningu endurspegla vinnuframlag sitt hjá fyrirtækinu. Fyrirtakið krafðist þess að vera sýknað af kröfum mannanna og sagði þær úr lausu lofti gripnar. Vinnutímaskráningunum væri „mótmælt í heild sinni sem röngum og ósönnuðum eftiráskýringum“. Það var að endingu mat dómsins að mönnunum hefði ekki tekist að færa sönnur á að vinnuframlag þeirra hefði verið meira en það sem þeir fengu greitt fyrir. Fyrirtækið var því sýknað af kröfum um vangoldin laun á starfstímanum. Þá vísaði dómurinn frá kröfu annars mannsins um laun í uppsagnarfresti, þar sem verulega var talið vanta upp á samhengi málsástæðna hans, kröfugerðar og gagna málsins. Mennirnir voru loks dæmdir til að standa straum af málskostnaði, 700 þúsund krónum á mann. Dómsmál Kjaramál Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Annar maðurinn krafðist 1,4 milljóna króna í vangoldin laun en hinn 3,6 milljóna. Þeir störfuðu báðir sem bílstjórar hjá fyrirtækinu og létu báðir af störfum í mars 2018. Báðir héldu því fram að vinnutími þeirra hefði verið miklu meiri en um var samið og fyrirtækinu bæri að greiða þeim fyrir þann umframtíma. Annar maðurinn, sá sem krafðist hærri upphæðar, taldi sig einnig eiga rétt á launum í uppsagnarfresti en hann hélt því fram að honum hefði verið sagt upp í mars 2018. Fyrirtækið sagði hann hins vegar hafa hætt fyrirvaralaust í starfi og ekki eiga rétt á greiddum uppsagnarfresti. Mennirnir byggðu báðir útreikninga sína á meintum vangoldnum launum á tímaskráningu sem hinn maðurinn tók saman yfir sína vinnu. Félagi hans taldi hans skráningu endurspegla vinnuframlag sitt hjá fyrirtækinu. Fyrirtakið krafðist þess að vera sýknað af kröfum mannanna og sagði þær úr lausu lofti gripnar. Vinnutímaskráningunum væri „mótmælt í heild sinni sem röngum og ósönnuðum eftiráskýringum“. Það var að endingu mat dómsins að mönnunum hefði ekki tekist að færa sönnur á að vinnuframlag þeirra hefði verið meira en það sem þeir fengu greitt fyrir. Fyrirtækið var því sýknað af kröfum um vangoldin laun á starfstímanum. Þá vísaði dómurinn frá kröfu annars mannsins um laun í uppsagnarfresti, þar sem verulega var talið vanta upp á samhengi málsástæðna hans, kröfugerðar og gagna málsins. Mennirnir voru loks dæmdir til að standa straum af málskostnaði, 700 þúsund krónum á mann.
Dómsmál Kjaramál Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira