Ljósmyndara synjað um lokunarstyrk: „Þeir segja að ég hefði getað unnið í öðrum verkefnum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2020 10:08 Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, þurfti að loka starfsemi sinni vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Engu að síður hefur henni verið neitað um lokunarstyrk. Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, furðar sig á því að hún skuli ekki eiga rétt á lokunarstyrk frá stjórnvöldum vegna kórónuveirufaraldursins. Hún hefur tvisvar lokað vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda; hún var með lokað í sjö til átta vikur í fyrstu bylgjunni og í svipað langan tíma nú í þriðju bylgjunni. Hún segir faraldurinn hafa kollvarpað rekstrinum. Rán sérhæfir sig í nýburaljósmyndun sem krefst mikillar nálægðar að hennar sögn enda þurfi hún að snerta börnin og halda á þeim við sína vinnu. Hún hafi því talið að sér bæri að loka sinni starfsemi þar sem hún geti ekki haldið tveggja metra fjarlægð. „Ég bara taldi mig, það var skýrt í mínum eyrum, hverjir ættu að loka. Þegar það er talað um, ef þú getur ekki haldið með neinu móti þessari tveggja metra fjarlægð þá megirðu ekki starfa. Þetta var fyrir mér mjög skýrt,“ sagði Rán í Bítinu á Bylgjunni í gær þar sem hún ræddi þessi mál. Hún sótti um lokunarstyrk hjá ríkisskattstjóra. „Og þeir segja að ég hefði getað unnið í öðrum verkefnum. Ég sérhæfi mig í nýburaljósmyndun og gef mig út fyrir það helst, sinni fleiri verkefnum í hjáverkum þegar ég get en það mætir algjörum afgangi en þeir vilja meina að ég hefði bara getað snúið mér að einhverju öðru, farið að mynda landslag eða leirmuni eða hvað sem það er,“ sagði Rán. Þá benti hún á að þetta virtist ekki eiga við alla. „Það var ekki sagt við sjúkraþjálfara á punktinum með engum fyrirvara geturðu ekki bara snúið þér að viðskiptavinum sem þurfa bara æfingar á gólfi en ekki sjúkranudd eða slíkt. Þetta er álíka fáránlegt.“ Lýsir ákveðinni vanþekkingu á hennar starfi Rán sagði að hún hefði kært þessa ákvörðun ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar. „Svo segja þeir mér að þeir hafi ráðfært sig við heilbrigðisráðuneytið sem taka undir þessa ákvörðun RSK um að ég hafi í raun bara átt að geta snúið mér að öðrum verkefnum á punktinum þótt ég hafi engan viðskiptamannagrunn í slík viðskipti. Hversu taktlaust hefði það verið að auglýsa eftir fólki í myndatökur á sama tíma og það er verið að segja því að halda sig heima og ekki fara neitt af óþörfu. Þetta er á skjön,“ sagði Rán. Þá benti hún á að upptalning á störfum í löggjöfinni sem væri að finna þar væri í dæmaskyni. Framkvæmdavaldið væri hins vegar að hengja sig beint í upptalningu við synjun á umsókninni hennar. „Af því ég flokkast ekki beint þarna undir þá fæ ég þessa synjun. Þeir skoða ekkert og þetta lýsir ákveðinni vanþekkingu á mínu starfi. Þeir skoða ekkert hvað ég er að gera eða bera neina virðingu fyrir því að myndatökurnar mínar krefjast nálægðar.“ Málinu er ekki lokið að sögn Ránar. Endanleg ákvörðun yfirskattanefndar liggur ekki fyrir heldur var Rán boðið að svara því áliti nefndarinnar að tekið væri undir sjónarmið ríkisskattstjóra í málinu. Rán svaraði nefndinni um helgina. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ljósmyndun Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Hún hefur tvisvar lokað vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda; hún var með lokað í sjö til átta vikur í fyrstu bylgjunni og í svipað langan tíma nú í þriðju bylgjunni. Hún segir faraldurinn hafa kollvarpað rekstrinum. Rán sérhæfir sig í nýburaljósmyndun sem krefst mikillar nálægðar að hennar sögn enda þurfi hún að snerta börnin og halda á þeim við sína vinnu. Hún hafi því talið að sér bæri að loka sinni starfsemi þar sem hún geti ekki haldið tveggja metra fjarlægð. „Ég bara taldi mig, það var skýrt í mínum eyrum, hverjir ættu að loka. Þegar það er talað um, ef þú getur ekki haldið með neinu móti þessari tveggja metra fjarlægð þá megirðu ekki starfa. Þetta var fyrir mér mjög skýrt,“ sagði Rán í Bítinu á Bylgjunni í gær þar sem hún ræddi þessi mál. Hún sótti um lokunarstyrk hjá ríkisskattstjóra. „Og þeir segja að ég hefði getað unnið í öðrum verkefnum. Ég sérhæfi mig í nýburaljósmyndun og gef mig út fyrir það helst, sinni fleiri verkefnum í hjáverkum þegar ég get en það mætir algjörum afgangi en þeir vilja meina að ég hefði bara getað snúið mér að einhverju öðru, farið að mynda landslag eða leirmuni eða hvað sem það er,“ sagði Rán. Þá benti hún á að þetta virtist ekki eiga við alla. „Það var ekki sagt við sjúkraþjálfara á punktinum með engum fyrirvara geturðu ekki bara snúið þér að viðskiptavinum sem þurfa bara æfingar á gólfi en ekki sjúkranudd eða slíkt. Þetta er álíka fáránlegt.“ Lýsir ákveðinni vanþekkingu á hennar starfi Rán sagði að hún hefði kært þessa ákvörðun ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar. „Svo segja þeir mér að þeir hafi ráðfært sig við heilbrigðisráðuneytið sem taka undir þessa ákvörðun RSK um að ég hafi í raun bara átt að geta snúið mér að öðrum verkefnum á punktinum þótt ég hafi engan viðskiptamannagrunn í slík viðskipti. Hversu taktlaust hefði það verið að auglýsa eftir fólki í myndatökur á sama tíma og það er verið að segja því að halda sig heima og ekki fara neitt af óþörfu. Þetta er á skjön,“ sagði Rán. Þá benti hún á að upptalning á störfum í löggjöfinni sem væri að finna þar væri í dæmaskyni. Framkvæmdavaldið væri hins vegar að hengja sig beint í upptalningu við synjun á umsókninni hennar. „Af því ég flokkast ekki beint þarna undir þá fæ ég þessa synjun. Þeir skoða ekkert og þetta lýsir ákveðinni vanþekkingu á mínu starfi. Þeir skoða ekkert hvað ég er að gera eða bera neina virðingu fyrir því að myndatökurnar mínar krefjast nálægðar.“ Málinu er ekki lokið að sögn Ránar. Endanleg ákvörðun yfirskattanefndar liggur ekki fyrir heldur var Rán boðið að svara því áliti nefndarinnar að tekið væri undir sjónarmið ríkisskattstjóra í málinu. Rán svaraði nefndinni um helgina. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ljósmyndun Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira