Niðurskurðarkrafan og fólkið í framlínu Sandra B. Franks skrifar 8. desember 2020 13:01 Það eru kaldar kveðjur sem fólkið í framlínu heilbrigðiskerfisins fær þegar hillir loks undir lok þriðju bylgju veirufaraldursins. Eftir langvarandi álag og ótrúlegar fórnir þakka stjórnvöld starfsmönnum fyrir vel unnin störf með því að setja enn einu sinni fram kröfur um aðhald og niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Í þetta sinn er aðhaldskrafa á Landspítala um fjórir milljarðar. Þetta er sömu stjórnvöld og skrifuðu fyrr á árinu undir kjarasamninga um heimild til sérstakra álagsgreiðslna m.a. fyrir þá sem glíma við Covid-19. Þetta eru mikil vonbrigði. Framlínufólkið okkar hafði vænst umbunar fyrir óhóflegt álag en ekki kröfu um enn meiri niðurskurð. Starfslegt og félagslegt álag Framlínufólkið hefur staðið vaktina í þremur bylgjum veirufaraldursins. Það hefur lagt á sig ómældar fórnir. Þær felast ekki bara í krefjandi vinnuálagi sem nú hefur staðið misserum saman heldur líka í vaxandi félagslegu álagi. Þau sem starfa í framlínu, til dæmis á Covid-deildunum, sjá með eigin augum hversu grátt sóttkveikjan getur leikið sjúklinga. Þau hafa hjúkrað mörgum til lífs, en þau hafa líka misst fólk, og upplifað sorgina sem fylgir lífslokum. Þetta fólk öðru fremur hagar því lífi sínu utan vakta þannig að sem allra minnstar líkur verði á að þau sýkist sjálf, og beri sóttkveikjuna óafvitandi inn á stofnanir. Utan vinnutíma má því segja að framlínufólkið okkar hafi í tæpt ár verið meira og minna í sjálfskipaðri sóttkví. Það hefur neitað sér um að hitta vini og vandamenn. Milli vakta hafa flestir lifað í eins konar félagslegri einangrun, til að draga úr líkum á að smit berist inn á sjúkradeildir. Félagslega álagið sem fylgir þessu hefur ekki aðeins áhrif á starfsmenn, heldur ekki síður á fjölskyldur þeirra. Þetta fólk á einfaldlega skilið að því verði umbunað með sanngjörnum hætti í samræmi við þær væntingar sem kjarasamningarnir vöktu. Þau eru fólkið sem héldu heilbrigðiskerfinu gangandi andspænis versta faraldri í heila öld. Fólkið okkar í framlínunni upplifir því kröfuna um niðurskurð eins og blauta tusku í andlitið. Kúfurinn framundan Bóluefni á næsta leiti og fækkun smita í þriðju bylgjunni benda vonandi til að við séum endanlega að ná tökum á faraldrinum. Í þeim efnum er þó alls ekki á vísan að róa. Ennþá vitum við ekki hvernig tekst til um framkvæmd bólusetninga eða hversu hátt hlutfall mun taka þátt í henni. Við skulum vona hið besta. Því miður mun álagið á heilbrigðiskerfinu þó ekki hverfa þó Covid-19 hjaðni. Ástæðan er sú, að fjölda aðgerða, stórra og smárra, auk meðferða, hefur verið slegið á frest til að skapa rými til að ráða niðurlögum veirunnar. Um leið og hún er frá verður kerfið að hefjast handa við að vinna niður kúfinn sem bíður innan kerfisins. Sú vinna mun mæða á sömu stéttum og voru í framlínu nær allt síðasta ár. Fyrir þau er lotan ekki búin. Vinnuálagið heldur áfram en með öðrum hætti. Inni á heilbrigðisstofnunum er staðan einfaldlega þannig að þreyta er komin í framlínufólkið okkar. Það hefur gengið mjög nærri sér og lagt á sig miklar persónulegar fórnir til að bægja mikilli vá frá samfélaginu. Ég þekki þetta af eigin raun, eftir að hafa starfað sem bakvörður á Covid-deild í haust. Ég gat ekki annað en fyllst auðmýkt og þakklæti í garð félaga minna á deildinni, sem höfðu tekist á við lotu á eftir lotu nánast allt árið. Þeim verður aldrei þakkað nógsamlega. Þreyta og kulnun Í starfi mínu sem bakvörður í Covid upplifði ég álagið og þreytuna sem setti ótvírætt mark á fólkið okkar í framlínunni. Það er læknisfræðileg staðreynd, að þegar fólk er langtímum saman undir miklu starfslegu og andlegu álagi er alltaf hætta á kulnun í starfi. Henni fylgir oft raunverulegur heilsubrestur. Ég tek því heils hugar undir orð Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem sagði í viðtali í vikunni að nú væri brýnt að fylgjast með líðan starfsmanna og veita þeim stuðning til að koma í veg fyrir kulnun í starfi. Það á samfélagið meðal annars að gera með því að umbuna þeim starfsmönnum sem hafa staðið í eldlínunni misserum saman með sanngjörnum álagsgreiðslum. Um það samdi ríkið við sjúkraliða fyrr á árinu. Við þessar aðstæður er krafa um niðurskurð á allar heilbrigðisstofnanir beinlínis fráleit. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Það eru kaldar kveðjur sem fólkið í framlínu heilbrigðiskerfisins fær þegar hillir loks undir lok þriðju bylgju veirufaraldursins. Eftir langvarandi álag og ótrúlegar fórnir þakka stjórnvöld starfsmönnum fyrir vel unnin störf með því að setja enn einu sinni fram kröfur um aðhald og niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Í þetta sinn er aðhaldskrafa á Landspítala um fjórir milljarðar. Þetta er sömu stjórnvöld og skrifuðu fyrr á árinu undir kjarasamninga um heimild til sérstakra álagsgreiðslna m.a. fyrir þá sem glíma við Covid-19. Þetta eru mikil vonbrigði. Framlínufólkið okkar hafði vænst umbunar fyrir óhóflegt álag en ekki kröfu um enn meiri niðurskurð. Starfslegt og félagslegt álag Framlínufólkið hefur staðið vaktina í þremur bylgjum veirufaraldursins. Það hefur lagt á sig ómældar fórnir. Þær felast ekki bara í krefjandi vinnuálagi sem nú hefur staðið misserum saman heldur líka í vaxandi félagslegu álagi. Þau sem starfa í framlínu, til dæmis á Covid-deildunum, sjá með eigin augum hversu grátt sóttkveikjan getur leikið sjúklinga. Þau hafa hjúkrað mörgum til lífs, en þau hafa líka misst fólk, og upplifað sorgina sem fylgir lífslokum. Þetta fólk öðru fremur hagar því lífi sínu utan vakta þannig að sem allra minnstar líkur verði á að þau sýkist sjálf, og beri sóttkveikjuna óafvitandi inn á stofnanir. Utan vinnutíma má því segja að framlínufólkið okkar hafi í tæpt ár verið meira og minna í sjálfskipaðri sóttkví. Það hefur neitað sér um að hitta vini og vandamenn. Milli vakta hafa flestir lifað í eins konar félagslegri einangrun, til að draga úr líkum á að smit berist inn á sjúkradeildir. Félagslega álagið sem fylgir þessu hefur ekki aðeins áhrif á starfsmenn, heldur ekki síður á fjölskyldur þeirra. Þetta fólk á einfaldlega skilið að því verði umbunað með sanngjörnum hætti í samræmi við þær væntingar sem kjarasamningarnir vöktu. Þau eru fólkið sem héldu heilbrigðiskerfinu gangandi andspænis versta faraldri í heila öld. Fólkið okkar í framlínunni upplifir því kröfuna um niðurskurð eins og blauta tusku í andlitið. Kúfurinn framundan Bóluefni á næsta leiti og fækkun smita í þriðju bylgjunni benda vonandi til að við séum endanlega að ná tökum á faraldrinum. Í þeim efnum er þó alls ekki á vísan að róa. Ennþá vitum við ekki hvernig tekst til um framkvæmd bólusetninga eða hversu hátt hlutfall mun taka þátt í henni. Við skulum vona hið besta. Því miður mun álagið á heilbrigðiskerfinu þó ekki hverfa þó Covid-19 hjaðni. Ástæðan er sú, að fjölda aðgerða, stórra og smárra, auk meðferða, hefur verið slegið á frest til að skapa rými til að ráða niðurlögum veirunnar. Um leið og hún er frá verður kerfið að hefjast handa við að vinna niður kúfinn sem bíður innan kerfisins. Sú vinna mun mæða á sömu stéttum og voru í framlínu nær allt síðasta ár. Fyrir þau er lotan ekki búin. Vinnuálagið heldur áfram en með öðrum hætti. Inni á heilbrigðisstofnunum er staðan einfaldlega þannig að þreyta er komin í framlínufólkið okkar. Það hefur gengið mjög nærri sér og lagt á sig miklar persónulegar fórnir til að bægja mikilli vá frá samfélaginu. Ég þekki þetta af eigin raun, eftir að hafa starfað sem bakvörður á Covid-deild í haust. Ég gat ekki annað en fyllst auðmýkt og þakklæti í garð félaga minna á deildinni, sem höfðu tekist á við lotu á eftir lotu nánast allt árið. Þeim verður aldrei þakkað nógsamlega. Þreyta og kulnun Í starfi mínu sem bakvörður í Covid upplifði ég álagið og þreytuna sem setti ótvírætt mark á fólkið okkar í framlínunni. Það er læknisfræðileg staðreynd, að þegar fólk er langtímum saman undir miklu starfslegu og andlegu álagi er alltaf hætta á kulnun í starfi. Henni fylgir oft raunverulegur heilsubrestur. Ég tek því heils hugar undir orð Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem sagði í viðtali í vikunni að nú væri brýnt að fylgjast með líðan starfsmanna og veita þeim stuðning til að koma í veg fyrir kulnun í starfi. Það á samfélagið meðal annars að gera með því að umbuna þeim starfsmönnum sem hafa staðið í eldlínunni misserum saman með sanngjörnum álagsgreiðslum. Um það samdi ríkið við sjúkraliða fyrr á árinu. Við þessar aðstæður er krafa um niðurskurð á allar heilbrigðisstofnanir beinlínis fráleit. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar