Misjafnt eftir félögum hvort bæði karlar og konur megi æfa vegna nýju reglnanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2020 15:35 Karlalið FH má æfa aftur 10. desember en kvennalið FH þarf að bíða allavega til 12. janúar eftir því að komast aftur af stað. vísir/hulda margrét Breytingar á sóttvarnareglum leggjast misvel í íþróttahreyfinguna. Hjá sumum félögum má meistaraflokkur karla æfa en ekki meistaraflokkur kvenna, og öfugt. Nýju sóttvarnareglurnar taka gildi á fimmtudaginn, 10. desember, og gilda til 12. janúar eða í tæpar fimm vikur. Samkomubann miðast áfram við tíu manns en verslanir geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. Hvað íþróttaiðkun varðar verður æfingabanni, sem hefur verið í gildi síðan í byrjun október, aflétt, þó aðeins hjá íþróttafólki í efstu deildum. Íþróttir má æfa, bæði með og án snertinga. Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. Þessar nýju reglur koma nokkrum félögunum í skrítna stöðu þar sem meistaraflokkur karla má æfa en ekki meistaraflokkur kvenna, og öfugt. Í fótboltanum mega karlalið KR, FH, ÍA, Víkings R. og HK æfa en ekki kvennaliðin sem eru í neðri deildum. Að sama skapi mega kvennalið Selfoss, Þróttar R., ÍBV og Tindastóls æfa en ekki karlaliðin. Í handboltanum mega karlalið Aftureldingar, Selfoss, ÍR og Gróttu æfa en ekki kvennaliðin. Þá má kvennalið HK æfa en ekki karlaliðið. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og stöllur hennar í Skallagrími geta hafið æfingar á fimmtudaginn en karlalið Skallagríms verður að bíða fram á nýja árið.vísir/vilhelm Í körfuboltanum mega karlalið Njarðvíkur, Grindavíkur, Stjörnunnar, Þórs Þ. og Tindastóls æfa en ekki kvennaliðin. Meistaraflokkur kvenna hjá Breiðabliki, Skallagrími og Fjölni mega æfa en ekki meistaraflokkur karla. Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur, hendir því fram á Twitter að nýjar sóttvarnareglur fari á svig við jafnréttisáætlun margra íþróttafélaga. Nýjar tillögur frá Ríkisstjórn og Sóttvarnarlækni brjóta í bága við jafnréttisáætlun hjá íþróttafélögum um land allt. Fjölmörg félög lenda í því að æfingar hjá meistarflokki eru leyfðar hjá körlum en ekki konum, og svo öfugt.— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) December 8, 2020 Í samtali við Vísi sagðist Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, ekkert vera alltof sáttar við nýjar sóttvarnareglur. „Það er númer eitt, tvö og þrjú að við fáum að æfa í efstu tveimur deildum karla og kvenna. Samkvæmt regluverki KKÍ og FIBA hanga þessar deildir saman, Domino’s deildirnar og fyrstu deildir karla og kvenna,“ sagði Hannes. „Ég hef enn trú á því að þessar deildir fái að æfa. Það skiptir ofboðslegu miklu máli. Það er nógu slæmt að önnur deildin og niður fái ekki að æfa. Við skiljum það en það skiptir meginmáli að þessar deildir fái að æfa. Við erum búin að vera vinna í því síðustu daga og munum gera það áfram.“ Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, tók í sama streng og Hannes. „Það er gott að fá hluta inn á æfingar en það er verulegt áhyggjuefni að það séu bara efstu deildirnar en ekki þær deildir sem eru samhangandi [1. deildin]. Við höfum verulegar áhyggjur að þær geti ekki hafið æfingar,“ sagði Róbert. Þeir hafa báðir áhyggjur af hópi ungmenna sem mega ekki æfa nema þau séu í afrekshópum. „Æfingar unglinga, fæddir 2004, 2003 og 2002, verða að komast í gang. Þessir ungu krakkar verða að fá að æfa, óháð því í hvaða deild liðin eru. Þau verða að fá að komast í íþróttahús,“ sagði Hannes og Róbert var á sama máli. „Það er jafn mikið áhyggjuefni að ekkert sé talað um ungmennin, 16-18 ára. Ungmennin geta hvorki farið í skólann, líkamsræktina né æfingar. Það er verulegt áhyggjuefni og gríðarleg vonbrigði.“ Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Sjá meira
Nýju sóttvarnareglurnar taka gildi á fimmtudaginn, 10. desember, og gilda til 12. janúar eða í tæpar fimm vikur. Samkomubann miðast áfram við tíu manns en verslanir geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. Hvað íþróttaiðkun varðar verður æfingabanni, sem hefur verið í gildi síðan í byrjun október, aflétt, þó aðeins hjá íþróttafólki í efstu deildum. Íþróttir má æfa, bæði með og án snertinga. Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. Þessar nýju reglur koma nokkrum félögunum í skrítna stöðu þar sem meistaraflokkur karla má æfa en ekki meistaraflokkur kvenna, og öfugt. Í fótboltanum mega karlalið KR, FH, ÍA, Víkings R. og HK æfa en ekki kvennaliðin sem eru í neðri deildum. Að sama skapi mega kvennalið Selfoss, Þróttar R., ÍBV og Tindastóls æfa en ekki karlaliðin. Í handboltanum mega karlalið Aftureldingar, Selfoss, ÍR og Gróttu æfa en ekki kvennaliðin. Þá má kvennalið HK æfa en ekki karlaliðið. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og stöllur hennar í Skallagrími geta hafið æfingar á fimmtudaginn en karlalið Skallagríms verður að bíða fram á nýja árið.vísir/vilhelm Í körfuboltanum mega karlalið Njarðvíkur, Grindavíkur, Stjörnunnar, Þórs Þ. og Tindastóls æfa en ekki kvennaliðin. Meistaraflokkur kvenna hjá Breiðabliki, Skallagrími og Fjölni mega æfa en ekki meistaraflokkur karla. Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur, hendir því fram á Twitter að nýjar sóttvarnareglur fari á svig við jafnréttisáætlun margra íþróttafélaga. Nýjar tillögur frá Ríkisstjórn og Sóttvarnarlækni brjóta í bága við jafnréttisáætlun hjá íþróttafélögum um land allt. Fjölmörg félög lenda í því að æfingar hjá meistarflokki eru leyfðar hjá körlum en ekki konum, og svo öfugt.— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) December 8, 2020 Í samtali við Vísi sagðist Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, ekkert vera alltof sáttar við nýjar sóttvarnareglur. „Það er númer eitt, tvö og þrjú að við fáum að æfa í efstu tveimur deildum karla og kvenna. Samkvæmt regluverki KKÍ og FIBA hanga þessar deildir saman, Domino’s deildirnar og fyrstu deildir karla og kvenna,“ sagði Hannes. „Ég hef enn trú á því að þessar deildir fái að æfa. Það skiptir ofboðslegu miklu máli. Það er nógu slæmt að önnur deildin og niður fái ekki að æfa. Við skiljum það en það skiptir meginmáli að þessar deildir fái að æfa. Við erum búin að vera vinna í því síðustu daga og munum gera það áfram.“ Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, tók í sama streng og Hannes. „Það er gott að fá hluta inn á æfingar en það er verulegt áhyggjuefni að það séu bara efstu deildirnar en ekki þær deildir sem eru samhangandi [1. deildin]. Við höfum verulegar áhyggjur að þær geti ekki hafið æfingar,“ sagði Róbert. Þeir hafa báðir áhyggjur af hópi ungmenna sem mega ekki æfa nema þau séu í afrekshópum. „Æfingar unglinga, fæddir 2004, 2003 og 2002, verða að komast í gang. Þessir ungu krakkar verða að fá að æfa, óháð því í hvaða deild liðin eru. Þau verða að fá að komast í íþróttahús,“ sagði Hannes og Róbert var á sama máli. „Það er jafn mikið áhyggjuefni að ekkert sé talað um ungmennin, 16-18 ára. Ungmennin geta hvorki farið í skólann, líkamsræktina né æfingar. Það er verulegt áhyggjuefni og gríðarleg vonbrigði.“
Íþróttir ÍSÍ: Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti