Lífið með þjóðgarði Heiða Guðný Ásgeirsdóttir skrifar 9. desember 2020 07:30 Fyrir daga Vatnajökulsþjóðgarðs voru þegar margir ferðamenn sem lögðu leið sína um hin víðáttumiklu afréttarlönd Skaftárhrepps. Fjallabaksleiðir nyrðri og syðri liggja báðar um Skaftártungu og aðgengi því gott að náttúruperlum vestan Skaftár, svo sem Eldgjá og Langasjó, og Lakasvæðið dró að ferðamenn um fjallvegi austan hennar. Að ógleymdu Fjaðrárgljúfri bæði fyrir og eftir Justin Bieber. Fyrir daga þjóðgarðsins voru komin upp vandamál á þessum fjölsóttu stöðum þar sem Skaftárhreppur hafði enga burði til að reka þá þjónustu sem þurfti til verndar fyrir ágangi ferðafólks. Skaftárhreppur er mjög landstórt en fámennt sveitarfélag. Þetta er landbúnaðarhérað sem hefur sótt ört í sig veðrið í ferðaþjónustu og byggir nú á hvoru tveggja, ferðaþjónustu og landbúnaði. Ein megin stoð þessara atvinnugreina er náttúra svæðisins með afréttina sem flaggskip til beitar bæði sauðfjár og ferðamanna. Mikillar tortryggni gætti meðal heimafólks út í stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, og svo enn meira þegar hann var stækkaður nokkru síðar í þá einingu sem hann er í dag og innlimaði þá stærri hluta af afréttunum, m.a. Eldgjá og Langasjó. Það var sama tortryggni í megindráttum eins og nú heyrist í garð fyrirhugaðs Miðhálendisþjóðgarðs. Óttinn við takmarkað aðgengi til beitar og smölunar, skert ferðafrelsi, minnkuð yfirráð. Eftir því sem þjóðgarðurinn hefur fest sig í sessi hafa þessar raddir hljóðnað innan sveitarfélagsins. Engar fyrri nytjar okkar hafa breyst, við sleppum fé snemma sumars til fjalla í samráði við Landgræðslu ríkisins og það gengur á afréttunum bæði innan og utan þjóðgarðs. Að hausti smölum við því saman, sýnum sömu aðgát við yfirferð á landinu bæði innan þjóðgarðs og utan. Landverðir þjóðgarðsins fylgjast gjarnan með, hafa jafnvel tekið þátt í smalamennskum, farið t.d. í smölun í Fögrufjöllum og víðar til að læra á gamlar gönguleiðir og örnefni og vera í félagsskap okkar heimamanna sem gjörþekkjum þetta land. Síðustu þrjú haust hefur þjóðgarðurinn lokað Eldgjá fyrir ferðamönnum í tvo klukkutíma á meðan smölun stendur þar yfir. Aðallega til að fyrirbyggja smalabrjálæði sem getur brotist út komi túristar á fleygiferð í flasið á kindum á leið sinni fram úr Eldgjá og til réttar í Lambaskarðshólum. Hefur ferðamönnum verið í staðinn boðið að fylgjast með smöluninni af veginum og hafa margir fylgt rekstrinum alla leið í Hólaskjól sér til skemmtunar. Hvað ferðafrelsi varðar þá var jú vissulega lokað slóðanum austur með Langasjó að norðan fyrir umferð yfir sumarið en hann opnar snemma í september. Þessi leið er ekkert allra þar sem keyrt er í flæðarmálinu og ekki aðlaðandi tilhugsun að ferðafólk, hvort sem er innlent eða erlent fari í ógáti fram af marbakkanum og út í tuga metra dýpið þar utan við. Það er engin tilviljun að Háskanefið heitir Háskanef. Leiðin um Breiðbak inn fyrir Langasjó og að Tungnaá er að sjálfsögðu opin og því hægt að komast um svæðið óháð þessum slóða. Hvað ferðafrelsi almennt líður á hálendi Íslands þá er ekki víða um veröld þar sem hver sem er getur á sumardegi keyrt hálendið þvert og endilangt, bæði innan og utan þjóðgarðs á eigin bíl. Það eru vegir um allt sem með aðgát er hægt að komast, á tiltölulega lítið breyttum jeppum. Það held ég að teljist alveg bærilegt ferðafrelsi. Hið algera og sérstæða ferðafrelsi Íslendinga sem byggist á fullbreyttum fjallajeppum kemur svo virkilega til leiks þegar jörð verður frosin og snævi þakin. Þá má keyra nánast hvar sem er, líka gegnum hið umdeilda Vonarskarð. Í þeim aðstæðum verður fólk sem ekki hefur aðgang að mikið breyttum bíl að gera sér að góðu að vera í byggð. Fullyrðingar um algera lokun á aðgengi íslensks jeppafólks innan Vatnajökulsþjóðgarðs og verðandi Miðhálendisþjóðgarðs eru verulega hæpnar og meira í anda múgæsingar. Hafi vinsælir ferðamannastaðir innan Skaftárhrepps verið að byrja að fara illa á fyrsta áratug þessarar aldar þá má gera sér í hugarlund hvað hefði skeð þegar ferðamannasprengingin varð á þeim næsta. Sveitarfélagið hefði aldrei átt neina möguleika til að takast á við það verkefni upp á eigin spýtur. Ríkið í formi Vatnajökulsþjóðgarðs og Umhverfisstofnunar, sem hefur m.a. tekið að sér Fjaðrárgljúfur, hefur bjargað þessum stöðum. Innan Skaftárhrepps starfa yfir sumartímann 12 starfsmenn á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs bæði við landvörslu og fræðslu á hálendi og við rekstur upplýsingamiðstöðvar á Kirkjubæjarklaustri. Þar fyrir utan eru þrjú heilsárstörf fyrir háskólamenntað fólk hjá þjóðgarðinum innan sveitarfélagsins. Samvinna sveitarfélagsins við ríkið hefur á þessum sviðum verið ákaflega farsæl og til mikilla heilla fyrir sveitarfélagið. Okkur sveitarstjórnarfólki er líka hollt að staldra aðeins við áður en við tökum undir þá orðræðu að „treysta ekki ríkinu“ fyrir landinu og byggðinni. Okkur þykir oft vandræðalega sjálfsagt að leita til ríkisins með mjög margt í öðru orðinu á meðan við berjumst fyrir frelsi og sjálfstæði sveitarfélaga í hinu orðinu. Flestum sveitarfélögum í landinu þykir til að mynda eðlileg krafa að ríkið komi til aðstoðar í því ástandi sem nú ríkir vegna Covid 19. Að ríkið hjálpi til við að fleyta sveitarfélögum sem nú eru mörg illa stödd, gegnum tekjumissinn af völdum skorts á ferðamönnum. En ef að það er sjálfsagt þá hlýtur að vera umhugsunarefni að sveitarfélög leggist samhliða gegn því af miklum þunga að vera í samvinnu við ríkið þegar kemur að hálendinu, einu alstærsta fjöreggi ferðaþjónustunnar. Eflaust hefði margt mátt betur fara hjá Vatnajökulsþjóðgarði, en dreifða stýrikerfið innan hans var frumraun á slíku stjórnkerfi og það hefur slípast vel. Með því að nýta alla þá reynslu sem hefur safnast í þeim unga þjóðgarði verður pottþétt hægt að gera enn betur í Miðhálendisþjóðgarðinum. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skaftártungu, sveitarstjórnarmanneskja í Skaftárhreppi, varaþingmaður VG í Suðurkjördæmi og fyrrverandi stjórnarmanneskja í Vatnajökulsþjóðgarði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Skaftárhreppur Hálendisþjóðgarður Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Fyrir daga Vatnajökulsþjóðgarðs voru þegar margir ferðamenn sem lögðu leið sína um hin víðáttumiklu afréttarlönd Skaftárhrepps. Fjallabaksleiðir nyrðri og syðri liggja báðar um Skaftártungu og aðgengi því gott að náttúruperlum vestan Skaftár, svo sem Eldgjá og Langasjó, og Lakasvæðið dró að ferðamenn um fjallvegi austan hennar. Að ógleymdu Fjaðrárgljúfri bæði fyrir og eftir Justin Bieber. Fyrir daga þjóðgarðsins voru komin upp vandamál á þessum fjölsóttu stöðum þar sem Skaftárhreppur hafði enga burði til að reka þá þjónustu sem þurfti til verndar fyrir ágangi ferðafólks. Skaftárhreppur er mjög landstórt en fámennt sveitarfélag. Þetta er landbúnaðarhérað sem hefur sótt ört í sig veðrið í ferðaþjónustu og byggir nú á hvoru tveggja, ferðaþjónustu og landbúnaði. Ein megin stoð þessara atvinnugreina er náttúra svæðisins með afréttina sem flaggskip til beitar bæði sauðfjár og ferðamanna. Mikillar tortryggni gætti meðal heimafólks út í stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, og svo enn meira þegar hann var stækkaður nokkru síðar í þá einingu sem hann er í dag og innlimaði þá stærri hluta af afréttunum, m.a. Eldgjá og Langasjó. Það var sama tortryggni í megindráttum eins og nú heyrist í garð fyrirhugaðs Miðhálendisþjóðgarðs. Óttinn við takmarkað aðgengi til beitar og smölunar, skert ferðafrelsi, minnkuð yfirráð. Eftir því sem þjóðgarðurinn hefur fest sig í sessi hafa þessar raddir hljóðnað innan sveitarfélagsins. Engar fyrri nytjar okkar hafa breyst, við sleppum fé snemma sumars til fjalla í samráði við Landgræðslu ríkisins og það gengur á afréttunum bæði innan og utan þjóðgarðs. Að hausti smölum við því saman, sýnum sömu aðgát við yfirferð á landinu bæði innan þjóðgarðs og utan. Landverðir þjóðgarðsins fylgjast gjarnan með, hafa jafnvel tekið þátt í smalamennskum, farið t.d. í smölun í Fögrufjöllum og víðar til að læra á gamlar gönguleiðir og örnefni og vera í félagsskap okkar heimamanna sem gjörþekkjum þetta land. Síðustu þrjú haust hefur þjóðgarðurinn lokað Eldgjá fyrir ferðamönnum í tvo klukkutíma á meðan smölun stendur þar yfir. Aðallega til að fyrirbyggja smalabrjálæði sem getur brotist út komi túristar á fleygiferð í flasið á kindum á leið sinni fram úr Eldgjá og til réttar í Lambaskarðshólum. Hefur ferðamönnum verið í staðinn boðið að fylgjast með smöluninni af veginum og hafa margir fylgt rekstrinum alla leið í Hólaskjól sér til skemmtunar. Hvað ferðafrelsi varðar þá var jú vissulega lokað slóðanum austur með Langasjó að norðan fyrir umferð yfir sumarið en hann opnar snemma í september. Þessi leið er ekkert allra þar sem keyrt er í flæðarmálinu og ekki aðlaðandi tilhugsun að ferðafólk, hvort sem er innlent eða erlent fari í ógáti fram af marbakkanum og út í tuga metra dýpið þar utan við. Það er engin tilviljun að Háskanefið heitir Háskanef. Leiðin um Breiðbak inn fyrir Langasjó og að Tungnaá er að sjálfsögðu opin og því hægt að komast um svæðið óháð þessum slóða. Hvað ferðafrelsi almennt líður á hálendi Íslands þá er ekki víða um veröld þar sem hver sem er getur á sumardegi keyrt hálendið þvert og endilangt, bæði innan og utan þjóðgarðs á eigin bíl. Það eru vegir um allt sem með aðgát er hægt að komast, á tiltölulega lítið breyttum jeppum. Það held ég að teljist alveg bærilegt ferðafrelsi. Hið algera og sérstæða ferðafrelsi Íslendinga sem byggist á fullbreyttum fjallajeppum kemur svo virkilega til leiks þegar jörð verður frosin og snævi þakin. Þá má keyra nánast hvar sem er, líka gegnum hið umdeilda Vonarskarð. Í þeim aðstæðum verður fólk sem ekki hefur aðgang að mikið breyttum bíl að gera sér að góðu að vera í byggð. Fullyrðingar um algera lokun á aðgengi íslensks jeppafólks innan Vatnajökulsþjóðgarðs og verðandi Miðhálendisþjóðgarðs eru verulega hæpnar og meira í anda múgæsingar. Hafi vinsælir ferðamannastaðir innan Skaftárhrepps verið að byrja að fara illa á fyrsta áratug þessarar aldar þá má gera sér í hugarlund hvað hefði skeð þegar ferðamannasprengingin varð á þeim næsta. Sveitarfélagið hefði aldrei átt neina möguleika til að takast á við það verkefni upp á eigin spýtur. Ríkið í formi Vatnajökulsþjóðgarðs og Umhverfisstofnunar, sem hefur m.a. tekið að sér Fjaðrárgljúfur, hefur bjargað þessum stöðum. Innan Skaftárhrepps starfa yfir sumartímann 12 starfsmenn á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs bæði við landvörslu og fræðslu á hálendi og við rekstur upplýsingamiðstöðvar á Kirkjubæjarklaustri. Þar fyrir utan eru þrjú heilsárstörf fyrir háskólamenntað fólk hjá þjóðgarðinum innan sveitarfélagsins. Samvinna sveitarfélagsins við ríkið hefur á þessum sviðum verið ákaflega farsæl og til mikilla heilla fyrir sveitarfélagið. Okkur sveitarstjórnarfólki er líka hollt að staldra aðeins við áður en við tökum undir þá orðræðu að „treysta ekki ríkinu“ fyrir landinu og byggðinni. Okkur þykir oft vandræðalega sjálfsagt að leita til ríkisins með mjög margt í öðru orðinu á meðan við berjumst fyrir frelsi og sjálfstæði sveitarfélaga í hinu orðinu. Flestum sveitarfélögum í landinu þykir til að mynda eðlileg krafa að ríkið komi til aðstoðar í því ástandi sem nú ríkir vegna Covid 19. Að ríkið hjálpi til við að fleyta sveitarfélögum sem nú eru mörg illa stödd, gegnum tekjumissinn af völdum skorts á ferðamönnum. En ef að það er sjálfsagt þá hlýtur að vera umhugsunarefni að sveitarfélög leggist samhliða gegn því af miklum þunga að vera í samvinnu við ríkið þegar kemur að hálendinu, einu alstærsta fjöreggi ferðaþjónustunnar. Eflaust hefði margt mátt betur fara hjá Vatnajökulsþjóðgarði, en dreifða stýrikerfið innan hans var frumraun á slíku stjórnkerfi og það hefur slípast vel. Með því að nýta alla þá reynslu sem hefur safnast í þeim unga þjóðgarði verður pottþétt hægt að gera enn betur í Miðhálendisþjóðgarðinum. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skaftártungu, sveitarstjórnarmanneskja í Skaftárhreppi, varaþingmaður VG í Suðurkjördæmi og fyrrverandi stjórnarmanneskja í Vatnajökulsþjóðgarði.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun