Tölum saman – á Akureyri Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar 9. desember 2020 09:01 Kynbundið ofbeldi er kerfisbundið, útbreitt og á sér margar birtingarmyndir. Til þess að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi er þörf á aukinni þekkingu og fræðslu. Tölum saman! Kynferðisleg áreitni er ein tegund kynbundins ofbeldis og hefur að undanförnu verið gert átak hjá Akureyrarbæ í fræðslu til vinnustaða bæjarins til þess að fyrirbyggja kynferðislega áreitni og ofbeldi og skapa farveg fyrir góða og nærandi vinnustaðamenningu. Öllum starfsmönnum er skylt að sækja fræðsluna og hún er sérstaklega í boði fyrir sumarstarfsfólk. Í fræðslunni sem ber heitið KÁF -kynferðisleg áreitni - fræðsla er fjallað um einkenni, orsök og afleiðingar en sjónum er einnig beint að því hvað er hægt að gera á vinnustöðunum og hverra ábyrgðin er. Fræðslan var þróuð í beinu framhaldi af Norrænu samstarfsverkefni sem Akureyrarbær hefur verið þátttakandi í undanfarin tvö ár og snýr að kortlagningu og könnunar á umfangi kynferðislegrar áreitni í heilbrigðisgeiranum. Hvað geta vinnustaðir gert? Áherslan hjá Akureyrarbæ er að skýra afleiðingar kynferðislegrar áreitni á einstaklinginn og samfélagið og veita starfsfólki hagnýt verkfæri til þess að fyrirbyggja. Bent er á sex aðgerðir sem vinnustaðir geta gripið til: Kortleggja – áhættumeta Gera samskiptasáttmála Hafa skýrt verklag um tilkynningar Gera viðbragðsáætlun Skýra ábyrgð stjórnandans Tala saman Ábyrgð allra Stjórnendur bera ríka ábyrgð, þeir eiga að tryggja heilbrigt starfsumhverfi, taka á málum sem koma upp, upplýsa starfsfólk og skapa góða liðsheild og hamingju á vinnustað. Starfsfólk allt ber hins vegar einnig ábyrgð, á því að láta vita þegar mál koma upp og grípa inn í aðstæður. Tölum saman um kynferðislega áreitni! Tölum saman! Samhliða fræðslunni hefur Akureyrarbær látið útbúa veggspjöld til dreifingar á vinnustöðum bæjarins sem er einnig afurð Norræna samstarfsverkefnisins. Um er að ræða einföld skilaboð með áherslu á að tala saman. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi má og á að vera umræðuefni á vinnustaðnum. Starfsfólk á að geta talað um upplifanir sínar. Öll samskipti eru órjúfanlegur hluti af manneskjunni og þau á að vera hægt að ræða reglulega bæði formlegum og óformlegum vettvangi. Sköpum vinnustaðamenningu þar sem má draga mál upp á yfirborðið og koma í veg fyrir þöggun. Betri bær með meira samtali Það hefur heyrst að veiran sé „lævísk og lúmsk og með mörg andlit.“ Svipað er með kynbundið ofbeldi, lævískt og lúmskt og með mörg andlit. Nauðsynlegt er að fyrirbyggja með öllum tiltækum ráðum að það læðist óséð um samfélagið. Hjá Akureyrarbæ starfa að jafnaði í kringum 2000 manns, í alls kyns störfum og á ýmsum vinnustöðum. Flestir eiga fjölskyldur; maka, foreldra, börn, afa, ömmur, frænda eða frænkur. Þegar við tölum saman um kynferðislega áreitni og ofbeldi í vinnunni og drögum atvik upp á yfirborðið þá eru meiri líkur á því umræðan skili sér inn á heimilin, í skólana, í öll okkar sameiginlegu rými, þangað sem við viljum að fólk geti upplifað sig öruggt. Þannig búum við til betra samfélag og betri bæ. Það verður auðveldara að segja frá og erfiðara að haga sér eins og lævís og lúmsk veira. Tölum saman! Höfundur er verkefnastjóri. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Akureyri Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi er kerfisbundið, útbreitt og á sér margar birtingarmyndir. Til þess að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi er þörf á aukinni þekkingu og fræðslu. Tölum saman! Kynferðisleg áreitni er ein tegund kynbundins ofbeldis og hefur að undanförnu verið gert átak hjá Akureyrarbæ í fræðslu til vinnustaða bæjarins til þess að fyrirbyggja kynferðislega áreitni og ofbeldi og skapa farveg fyrir góða og nærandi vinnustaðamenningu. Öllum starfsmönnum er skylt að sækja fræðsluna og hún er sérstaklega í boði fyrir sumarstarfsfólk. Í fræðslunni sem ber heitið KÁF -kynferðisleg áreitni - fræðsla er fjallað um einkenni, orsök og afleiðingar en sjónum er einnig beint að því hvað er hægt að gera á vinnustöðunum og hverra ábyrgðin er. Fræðslan var þróuð í beinu framhaldi af Norrænu samstarfsverkefni sem Akureyrarbær hefur verið þátttakandi í undanfarin tvö ár og snýr að kortlagningu og könnunar á umfangi kynferðislegrar áreitni í heilbrigðisgeiranum. Hvað geta vinnustaðir gert? Áherslan hjá Akureyrarbæ er að skýra afleiðingar kynferðislegrar áreitni á einstaklinginn og samfélagið og veita starfsfólki hagnýt verkfæri til þess að fyrirbyggja. Bent er á sex aðgerðir sem vinnustaðir geta gripið til: Kortleggja – áhættumeta Gera samskiptasáttmála Hafa skýrt verklag um tilkynningar Gera viðbragðsáætlun Skýra ábyrgð stjórnandans Tala saman Ábyrgð allra Stjórnendur bera ríka ábyrgð, þeir eiga að tryggja heilbrigt starfsumhverfi, taka á málum sem koma upp, upplýsa starfsfólk og skapa góða liðsheild og hamingju á vinnustað. Starfsfólk allt ber hins vegar einnig ábyrgð, á því að láta vita þegar mál koma upp og grípa inn í aðstæður. Tölum saman um kynferðislega áreitni! Tölum saman! Samhliða fræðslunni hefur Akureyrarbær látið útbúa veggspjöld til dreifingar á vinnustöðum bæjarins sem er einnig afurð Norræna samstarfsverkefnisins. Um er að ræða einföld skilaboð með áherslu á að tala saman. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi má og á að vera umræðuefni á vinnustaðnum. Starfsfólk á að geta talað um upplifanir sínar. Öll samskipti eru órjúfanlegur hluti af manneskjunni og þau á að vera hægt að ræða reglulega bæði formlegum og óformlegum vettvangi. Sköpum vinnustaðamenningu þar sem má draga mál upp á yfirborðið og koma í veg fyrir þöggun. Betri bær með meira samtali Það hefur heyrst að veiran sé „lævísk og lúmsk og með mörg andlit.“ Svipað er með kynbundið ofbeldi, lævískt og lúmskt og með mörg andlit. Nauðsynlegt er að fyrirbyggja með öllum tiltækum ráðum að það læðist óséð um samfélagið. Hjá Akureyrarbæ starfa að jafnaði í kringum 2000 manns, í alls kyns störfum og á ýmsum vinnustöðum. Flestir eiga fjölskyldur; maka, foreldra, börn, afa, ömmur, frænda eða frænkur. Þegar við tölum saman um kynferðislega áreitni og ofbeldi í vinnunni og drögum atvik upp á yfirborðið þá eru meiri líkur á því umræðan skili sér inn á heimilin, í skólana, í öll okkar sameiginlegu rými, þangað sem við viljum að fólk geti upplifað sig öruggt. Þannig búum við til betra samfélag og betri bæ. Það verður auðveldara að segja frá og erfiðara að haga sér eins og lævís og lúmsk veira. Tölum saman! Höfundur er verkefnastjóri. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar