Afar fáir tóku yfirtökutilboði Samherja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2020 09:05 Hlutur Samherja Holding í Eimskip eykst lítillega. Vísir/Vilhelm Hlutur Samherja Holding í Eimskip mun aukast lítillega eftir yfirtökutilboð þess fyrrnefnda. Afar lítill hluti hluthafa tók tilboðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip þar sem segir að hluthafar sem hafi átt samtals 20.175 hluti í félaginu hafi tekið yfirtökutilboði Samherja, eða sem nemur 0,011 prósent hlutafjár í félaginu. Samherji mun því fara með 30,29 prósenta hlut í Eimskip eftir viðskiptin eða 31,32 prósent þegar leiðrétt hafi verið fyrir eigin hlutum líkt og það er orðað í tilkynningu til kauphallar. Í október eignaðist Samherji Holding meira en 30 prósenta hlut í Eimskip. Var félaginu þá skylt samkvæmt lögum að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Yfirtökutilboðið hljóðaði upp á 175 krónur á hvern hlut, jafnhátt hæsta verði sem Samherji Holding hafði greitt fyrir hluti í Eimskip á síðustu sex mánuðum áður en tilboðsskyldan myndaðist. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja Holding.Vísir/Vilhelm Gengi hlutabréfa í Eimskip hefur farið hækkandi undanfarnar vikur og stendur það nú í 229 krónur á hlut. Í takt við væntingar eigenda Samherja Holding Móttökur yfirtökutilboðsins virðast vera í takt við væntingar eigenda Samherja Holding. Þannig sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri félagsins, í samtali við Viðskiptablaðið í október að hann byggist við því að flestir hluthafar myndu ekki taka tilboðinu, líkt og varð raunin. „Það var og verður áfram afstaða Samherja Holding að Eimskip sé vel til þess fallið að vera áfram skráð á almennan hlutabréfamarkað og við bindum vonir við að eiga áfram gott samstarf við aðra hluthafa félagsins,“ er haft eftir Þorsteini Má í tilkynningunni til kauphallar. Markaðir Sjávarútvegur Skipaflutningar Tengdar fréttir Samherji bætir aftur við sig í Eimskip og gerir yfirtökutilboð Samherji Holding ehf., annar helmingur Samherjasamstæðunnar, hefur á ný eignast meira en 30 prósenta hlut í Eimskipafélagi Íslands og mun félagið gera yfirtökutilboð til allra hluthafa Eimskipafélagsins. Ekki er stefnt að afskráningu félagsins úr kauphöllinni. 21. október 2020 12:11 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip þar sem segir að hluthafar sem hafi átt samtals 20.175 hluti í félaginu hafi tekið yfirtökutilboði Samherja, eða sem nemur 0,011 prósent hlutafjár í félaginu. Samherji mun því fara með 30,29 prósenta hlut í Eimskip eftir viðskiptin eða 31,32 prósent þegar leiðrétt hafi verið fyrir eigin hlutum líkt og það er orðað í tilkynningu til kauphallar. Í október eignaðist Samherji Holding meira en 30 prósenta hlut í Eimskip. Var félaginu þá skylt samkvæmt lögum að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Yfirtökutilboðið hljóðaði upp á 175 krónur á hvern hlut, jafnhátt hæsta verði sem Samherji Holding hafði greitt fyrir hluti í Eimskip á síðustu sex mánuðum áður en tilboðsskyldan myndaðist. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja Holding.Vísir/Vilhelm Gengi hlutabréfa í Eimskip hefur farið hækkandi undanfarnar vikur og stendur það nú í 229 krónur á hlut. Í takt við væntingar eigenda Samherja Holding Móttökur yfirtökutilboðsins virðast vera í takt við væntingar eigenda Samherja Holding. Þannig sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri félagsins, í samtali við Viðskiptablaðið í október að hann byggist við því að flestir hluthafar myndu ekki taka tilboðinu, líkt og varð raunin. „Það var og verður áfram afstaða Samherja Holding að Eimskip sé vel til þess fallið að vera áfram skráð á almennan hlutabréfamarkað og við bindum vonir við að eiga áfram gott samstarf við aðra hluthafa félagsins,“ er haft eftir Þorsteini Má í tilkynningunni til kauphallar.
Markaðir Sjávarútvegur Skipaflutningar Tengdar fréttir Samherji bætir aftur við sig í Eimskip og gerir yfirtökutilboð Samherji Holding ehf., annar helmingur Samherjasamstæðunnar, hefur á ný eignast meira en 30 prósenta hlut í Eimskipafélagi Íslands og mun félagið gera yfirtökutilboð til allra hluthafa Eimskipafélagsins. Ekki er stefnt að afskráningu félagsins úr kauphöllinni. 21. október 2020 12:11 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Samherji bætir aftur við sig í Eimskip og gerir yfirtökutilboð Samherji Holding ehf., annar helmingur Samherjasamstæðunnar, hefur á ný eignast meira en 30 prósenta hlut í Eimskipafélagi Íslands og mun félagið gera yfirtökutilboð til allra hluthafa Eimskipafélagsins. Ekki er stefnt að afskráningu félagsins úr kauphöllinni. 21. október 2020 12:11