Af gjörðum okkar munu börnin þekkja okkur Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 9. desember 2020 15:31 Árið 2020 mun vafalaust verða eitt af þeim sem skráð er á spjöld sögunnar, eins og önnur ár stórra viðburða, oftast slæmra. Árið 2020 var fyrir löngu orðið nokkurs konar brautarsteinn, löngu áður en það rann upp. Upp úr aldamótunum 2000 var mönnum ljóst að setja þyrfti markmið sem ná þyrfti fyrir árið 2020. Í Evrópu var sett stefna að nafni Evrópa2020, stefna um sjálfbæran vöxt án aðgreiningar. Sú stefna var þó ekki sú fyrsta sinnar tegundar, því undanfarna áratugi hefur alþjóðasamfélagið sett fram margar áætlanir og stefnur, til að snúa vörn í sókn gegn eyðileggingu jarðar, ójöfnuði og fátækt. Mannkyni hefur þó aldrei tekist að uppfylla markmið eigin samþykkta og yfirlýsinga. Talað er um að erfitt sé að breyta hegðun og viðhorfi og því fljóti menn bara þegjandi að feigðarósi, græðgi og sérhagsmunir er leiðarljósið. Í öllum hamförum eru það þeir sem síst skyldi sem verða fyrir mestum áföllum; fátækir og börn, þá ekki síst börn sem búa við fátækt. Þeir sem búa við fátækt eru þeir sem minnsta ábyrgð bera á því ástandi sem jörðin okkar og mannkyn stendur frammi fyrir nú. Þeir sem minnst eiga, menga minnst og sóa minnstu. Á árinu 2020 sýndi mannkyn þó að hægt er að breyta hegðun. Sú ógn sem þá blasti við var áþreifanleg og helltist yfir fólk á skömmum tíma, ólíkt eyðileggingu jarðar, sem hefur læðst yfir smátt og smátt en á auknum hraða undanfarið. Ógnin nú er í formi lítillar veiru sem allir þekkja. Lausn virðist þó í sjónmáli í formi bóluefnis. Alþjóðasamfélagið fundar og gerir áætlanir um endurreisn samfélaga að faraldri loknum. Það gera einnig frjáls félagasamtök eins og Save the Children. Samtökin gera áætlanir um betri heim fyrir börn, áætlanir sem byggja á grænni og stafrænni endurreisn. Margir tala um að þeir hlakki til þegar heimurinn verði eins og hann var. En svo má ekki verða. Endurreisnin þarf að vera með nýrri nálgun, græn og stafræn. Endurreisnin þarf að byggja á sýn inn í framtíðina, þar sem jöfnuður og sjálfbærni verður að veruleika. Þar þarf neysluhyggja og sóun að víkja fyrir hringrásarhagkerfinu, þar sem notkun á jarðafnaeldsneyti mun heyra sögunni til. Störf framtíðarinnar eru mörg hver óþekkt og búa þarf börn undir heim sem við þekkjum ekki. Þrátt fyrir að stjórnvöld um heim allan séu í lykilhlutverki og samvinna og samstarf þeirra skipti höfuðmáli, erum við hvert og eitt líka ábyrgt. Við getum breytt hegðun, viðhorfum og neyslumynstri. Barn sem fæddist árið 2020 verður jafnvel á vinnumarkaði fram til ársins 2090 og börn þess fram á miðja 22. öldina. Hvernig heim ætlum við að færa þeim börnum og börnum þeirra? Hann verður að vera byggður á jöfnuði, hófsemi, nýrri tækni, gagnrýnni og grænni hugsun, samvinnu og lausnaleit. Heimur án fátæktar, græðgi og sérhagsmuna. Heimur þar sem sérhvert barn á jafnan rétt og jöfn tækifæri. Ef ekkert er að gert, munum við halda áfram að þrengja að vistkerfum villtra dýra, útrýma dýrategundum, eyða skógum og gera mörg svæði jarðar óbyggileg af völdum loftslagsbreytinga. Þá mun innan tíðar koma önnur og ný veira til að kljást við. Það vill enginn. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hvetja landsmenn alla, ekki síst þá sem vinna með börnum og að málefnum þeirra að leggja sitt lóð á vogaskálar bjartrar framtíðar fyrir börn. Af gjörðum okkar munu börnin þekkja okkur. Höfundur er verkefnisstjóri innlendra- og Evrópuverkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 mun vafalaust verða eitt af þeim sem skráð er á spjöld sögunnar, eins og önnur ár stórra viðburða, oftast slæmra. Árið 2020 var fyrir löngu orðið nokkurs konar brautarsteinn, löngu áður en það rann upp. Upp úr aldamótunum 2000 var mönnum ljóst að setja þyrfti markmið sem ná þyrfti fyrir árið 2020. Í Evrópu var sett stefna að nafni Evrópa2020, stefna um sjálfbæran vöxt án aðgreiningar. Sú stefna var þó ekki sú fyrsta sinnar tegundar, því undanfarna áratugi hefur alþjóðasamfélagið sett fram margar áætlanir og stefnur, til að snúa vörn í sókn gegn eyðileggingu jarðar, ójöfnuði og fátækt. Mannkyni hefur þó aldrei tekist að uppfylla markmið eigin samþykkta og yfirlýsinga. Talað er um að erfitt sé að breyta hegðun og viðhorfi og því fljóti menn bara þegjandi að feigðarósi, græðgi og sérhagsmunir er leiðarljósið. Í öllum hamförum eru það þeir sem síst skyldi sem verða fyrir mestum áföllum; fátækir og börn, þá ekki síst börn sem búa við fátækt. Þeir sem búa við fátækt eru þeir sem minnsta ábyrgð bera á því ástandi sem jörðin okkar og mannkyn stendur frammi fyrir nú. Þeir sem minnst eiga, menga minnst og sóa minnstu. Á árinu 2020 sýndi mannkyn þó að hægt er að breyta hegðun. Sú ógn sem þá blasti við var áþreifanleg og helltist yfir fólk á skömmum tíma, ólíkt eyðileggingu jarðar, sem hefur læðst yfir smátt og smátt en á auknum hraða undanfarið. Ógnin nú er í formi lítillar veiru sem allir þekkja. Lausn virðist þó í sjónmáli í formi bóluefnis. Alþjóðasamfélagið fundar og gerir áætlanir um endurreisn samfélaga að faraldri loknum. Það gera einnig frjáls félagasamtök eins og Save the Children. Samtökin gera áætlanir um betri heim fyrir börn, áætlanir sem byggja á grænni og stafrænni endurreisn. Margir tala um að þeir hlakki til þegar heimurinn verði eins og hann var. En svo má ekki verða. Endurreisnin þarf að vera með nýrri nálgun, græn og stafræn. Endurreisnin þarf að byggja á sýn inn í framtíðina, þar sem jöfnuður og sjálfbærni verður að veruleika. Þar þarf neysluhyggja og sóun að víkja fyrir hringrásarhagkerfinu, þar sem notkun á jarðafnaeldsneyti mun heyra sögunni til. Störf framtíðarinnar eru mörg hver óþekkt og búa þarf börn undir heim sem við þekkjum ekki. Þrátt fyrir að stjórnvöld um heim allan séu í lykilhlutverki og samvinna og samstarf þeirra skipti höfuðmáli, erum við hvert og eitt líka ábyrgt. Við getum breytt hegðun, viðhorfum og neyslumynstri. Barn sem fæddist árið 2020 verður jafnvel á vinnumarkaði fram til ársins 2090 og börn þess fram á miðja 22. öldina. Hvernig heim ætlum við að færa þeim börnum og börnum þeirra? Hann verður að vera byggður á jöfnuði, hófsemi, nýrri tækni, gagnrýnni og grænni hugsun, samvinnu og lausnaleit. Heimur án fátæktar, græðgi og sérhagsmuna. Heimur þar sem sérhvert barn á jafnan rétt og jöfn tækifæri. Ef ekkert er að gert, munum við halda áfram að þrengja að vistkerfum villtra dýra, útrýma dýrategundum, eyða skógum og gera mörg svæði jarðar óbyggileg af völdum loftslagsbreytinga. Þá mun innan tíðar koma önnur og ný veira til að kljást við. Það vill enginn. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hvetja landsmenn alla, ekki síst þá sem vinna með börnum og að málefnum þeirra að leggja sitt lóð á vogaskálar bjartrar framtíðar fyrir börn. Af gjörðum okkar munu börnin þekkja okkur. Höfundur er verkefnisstjóri innlendra- og Evrópuverkefna hjá Barnaheillum.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun