Sjö sinnum fleiri smitast í líkamsræktarstöðvum en sundlaugum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2020 15:37 Frá stóra salnum hjá World Class í Laugardal en um er að ræða stærstu líkamsræktarkeðju landsins. Vísir/Vilhelm Smitrakningarteymi almannavarna hefur rakið 36 bein Covid-19 smit til líkamsræktarstöðva. Heildarfjöldi afleiddra smita er 74. Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Smit sem hafa verið rakin beint til sundlauga eru fimm talsins og afleidd smit tuttugu alls. Inni í þessum tölum um smit í líkamsræktarstöðvum er ekki að finna fjölda þeirra sem smituðust við hnefaleikaæfingar í Kópavogi í október. Alls smituðust 84 við hnefaleikaæfingar hjá VBC í Kópavogi. Smit í Hrafnagili Greint var frá því í október að smit á Norðurlandi mætti rekja til morgunsunds í sundlauginni Hrafnagili í Eyjafirði. Fram kemur í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, að tölurnar séu birtar með þeim fyrirvara að sjaldnast er hægt að segja með 100 prósenta vissu hvar einstaklingur smitast. Þá megi einnig hafa í huga að ekki hafi tekist að rekja öll smit. Upplýsingarnar byggja eingöngu á upplýsingum úr rakningargrunninum en þar er að finna þau smit sem starfsfólk smitrakningarteymis hefur tengt saman. „Engin smit rakin í stöðvarnar“ Sundlaugar á landinu verða opnaðar á morgun samkvæmt heimild í reglugerð heilbrigðisráðherra sem birt var í gær. Líkamsræktarstöðvar þurfa áfram að hafa lokað til 12. janúar hið minnsta. Eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína í ljósi ákvörðunar heilbrigðisráðherra. Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class, telur þá ákvörðun ólögmæta. „Að halda því fram að þetta sé hættulegur staður til að vera á?! Það eru engin smit rakin í stöðvarnar, þó hann segi annað,“ sagði Björn ósáttur við Vísi í október og vísaði til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Alls hafa 5516 greinst smitaðir af Covid-19 hér á landi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir lokunina ólögmæta í erindi til þriggja ráðherra Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum ólögmæta. Þetta kemur fram í formlegu erindi sem Björn sendi þremur ráðherrum í byrjun mánaðar, ásamt minnisblaði frá lögmönnum. 9. desember 2020 13:43 „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. 8. desember 2020 17:18 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Inni í þessum tölum um smit í líkamsræktarstöðvum er ekki að finna fjölda þeirra sem smituðust við hnefaleikaæfingar í Kópavogi í október. Alls smituðust 84 við hnefaleikaæfingar hjá VBC í Kópavogi. Smit í Hrafnagili Greint var frá því í október að smit á Norðurlandi mætti rekja til morgunsunds í sundlauginni Hrafnagili í Eyjafirði. Fram kemur í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, að tölurnar séu birtar með þeim fyrirvara að sjaldnast er hægt að segja með 100 prósenta vissu hvar einstaklingur smitast. Þá megi einnig hafa í huga að ekki hafi tekist að rekja öll smit. Upplýsingarnar byggja eingöngu á upplýsingum úr rakningargrunninum en þar er að finna þau smit sem starfsfólk smitrakningarteymis hefur tengt saman. „Engin smit rakin í stöðvarnar“ Sundlaugar á landinu verða opnaðar á morgun samkvæmt heimild í reglugerð heilbrigðisráðherra sem birt var í gær. Líkamsræktarstöðvar þurfa áfram að hafa lokað til 12. janúar hið minnsta. Eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína í ljósi ákvörðunar heilbrigðisráðherra. Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class, telur þá ákvörðun ólögmæta. „Að halda því fram að þetta sé hættulegur staður til að vera á?! Það eru engin smit rakin í stöðvarnar, þó hann segi annað,“ sagði Björn ósáttur við Vísi í október og vísaði til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Alls hafa 5516 greinst smitaðir af Covid-19 hér á landi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir lokunina ólögmæta í erindi til þriggja ráðherra Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum ólögmæta. Þetta kemur fram í formlegu erindi sem Björn sendi þremur ráðherrum í byrjun mánaðar, ásamt minnisblaði frá lögmönnum. 9. desember 2020 13:43 „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. 8. desember 2020 17:18 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Lýsir lokunina ólögmæta í erindi til þriggja ráðherra Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum ólögmæta. Þetta kemur fram í formlegu erindi sem Björn sendi þremur ráðherrum í byrjun mánaðar, ásamt minnisblaði frá lögmönnum. 9. desember 2020 13:43
„Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06
Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. 8. desember 2020 17:18