Sumaropnun leikskóla í Hafnarfirði Friðþjófur Helgi Karlsson og Sigrún Sverrisdóttir skrifa 10. desember 2020 08:30 Við í Hafnarfirði erum heppin með allt það flotta og faglega starfsfólk sem starfar í leikskólum bæjarins. Þetta góða fólk menntar yngstu börnin okkar, hlúir að þroska og lætur sér annt um velferð þeirra. Leikskólinn er fyrst og fremst menntastofnun, en ekki þjónustustofnun í þágu atvinnulífsins. Leikskólinn er skilgreindur í lögum sem fyrsta skólastigið. Mikilvægur hlekkur og grunnstoð í íslensku skólakerfi. Breytt skipulag – hverjum til heilla? Í febrúar á síðasta ári var tekin ákvörðun í fræðsluráði Hafnarfjarðar að leikskólar bæjarins yrðu opnir árið um kring frá og með sumri 2021 og lokuðu því ekki í fjórar vikur á sumrin eins og verið hefur. Nú geta börn og starfsmenn tekið sumarfrí hvenær sem er á tímabilinu frá 2. maí – 15. september. Þó verður frí barna alltaf að vera minnst í 4 vikur samfellt. Allir leikskólar bæjarins verða því opnir 12 mánuði á ári. Það kann að hljóma sem góð hugmynd en er afleitt þegar kemur að faglegu starfi, stöðugleika og velferð barnanna sem stunda nám í skólunum. Röskun á faglegu starfi og mikilvægum stöðugleika verður slík að ljóst er að þessi tilhögun verður ekki til heilla fyrir börnin. Ákvörðun tekin um sumaropnun í andstöðu við fagsamfélagið í leikskólunum Rúmlega 90% af starfsmönnum leikskóla skrifuðu undir harðorð mótmæli gegn því að þessi ákvörðun um sumaropnun leikskóla í Hafnarfirði yrði að veruleika. Stéttarfélög fagfélaga leikskólakennara og stjórnenda í leikskólum ásamt stéttarfélagi ófaglærðra starfsmanna leikskólans mótmæltu ákvörðuninni harðlega. Hún er röng, tekin á röngum forsendum. Þröngvað fram af fullkomnu skilningsleysi á grundvallarstarfi leikskólans sem er að mennta og efla þroska barnanna okkar. Að standa með börnunum Ákvörðunin er tekin í andstöðu við velferð barnanna sem stunda nám í skólunum. Það eru ekki hagsmunir barnanna sem ráð för en þeir eru í húfi. Í 3. gr. Barnasáttmálans segir að hagsmunir barna skuli ávallt ráða. Það sem barninu eru fyrir bestu skal ávallt ráða mestu. Og ef hagsmunir fullorðinna og barna vegast á, skulu hagsmunir barnsins vega þyngra. Í þessu máli eru hagsmunir barnanna fótum troðnir og þeir ekki hafðir að leiðarljósi við ákvarðanatökuna. Óskiljanleg vinnubrögð meirihlutans og Viðreisnar Við bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar höfum lagst hart gegn þessum breytingum. Ákvörðunin er byggð á röngum forsendum og á mjög veikum faglegum grunni. Hún er ekki tekin með hagsmuni barnanna í leikskólunum í huga og vinnur sem slík gegn velferð þeirra. Hún er tekin af illa upplýstum stjórnmálamönnum sem hlusta ekki á fagleg rök leikskólakennara. Minni stöðugleiki og veikara faglegt starf stefnir velferð og menntun barna í hættu Við vitum fyrir víst að foreldrar leikskólabarna vilja ekkert frekar en að börnin þeirra búi við stöðugleika, rútínu, fræðslu og heilsusamlegt umhverfi. Búi við umhverfi sem barnið þekkir og treystir. Umhverfi sem tryggir örugg samskipti við vini og leikskólakennara. Örvandi umhverfi sem eflir heilbrigðan þroska barnanna. Þessi ákvörðun er ekki börnunum fyrir bestu, veikir faglegt starf og stöðugleika í starfi skólanna þeirra og stefnir þannig velferð barnanna og menntun þeirra í hættu. Vinnubrögð meirihlutans eru slík að skömm er að Á fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 25. nóvember lögðum við, fulltrúar Samfylkingarinnar, fram tillögu þess efnis að bæjarstjórn myndi ógilda ákvörðun fræðsluráðs. Þeirri tillögu var hafnað af meirihlutanum og fulltrúa Viðreisnar. Það er því sorg í hjarta starfsmanna leikskólanna. Þeim finnst vera vegið að starfsheiðri sínum og faglegum metnaði. Þeim finnst að velferð og menntun barna í leikskólum Hafnarfjarðar sé fyrir borð borin. Fulltrúar meirihlutans og Viðreisnar í fræðsluráði og í bæjarstjórn láta rök þess góða fólks, sem af trúfestu og fagmennsku vinnur störf sín í leikskólum bæjarins, sem vind um eyru þjóta. Þessir fulltrúar hafa vaðið áfram með óboðlegum vinnubrögðum sem eru þeim öllum til vansa. Þá skömm sitja þeir uppi með. Höfundar eru bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Við í Hafnarfirði erum heppin með allt það flotta og faglega starfsfólk sem starfar í leikskólum bæjarins. Þetta góða fólk menntar yngstu börnin okkar, hlúir að þroska og lætur sér annt um velferð þeirra. Leikskólinn er fyrst og fremst menntastofnun, en ekki þjónustustofnun í þágu atvinnulífsins. Leikskólinn er skilgreindur í lögum sem fyrsta skólastigið. Mikilvægur hlekkur og grunnstoð í íslensku skólakerfi. Breytt skipulag – hverjum til heilla? Í febrúar á síðasta ári var tekin ákvörðun í fræðsluráði Hafnarfjarðar að leikskólar bæjarins yrðu opnir árið um kring frá og með sumri 2021 og lokuðu því ekki í fjórar vikur á sumrin eins og verið hefur. Nú geta börn og starfsmenn tekið sumarfrí hvenær sem er á tímabilinu frá 2. maí – 15. september. Þó verður frí barna alltaf að vera minnst í 4 vikur samfellt. Allir leikskólar bæjarins verða því opnir 12 mánuði á ári. Það kann að hljóma sem góð hugmynd en er afleitt þegar kemur að faglegu starfi, stöðugleika og velferð barnanna sem stunda nám í skólunum. Röskun á faglegu starfi og mikilvægum stöðugleika verður slík að ljóst er að þessi tilhögun verður ekki til heilla fyrir börnin. Ákvörðun tekin um sumaropnun í andstöðu við fagsamfélagið í leikskólunum Rúmlega 90% af starfsmönnum leikskóla skrifuðu undir harðorð mótmæli gegn því að þessi ákvörðun um sumaropnun leikskóla í Hafnarfirði yrði að veruleika. Stéttarfélög fagfélaga leikskólakennara og stjórnenda í leikskólum ásamt stéttarfélagi ófaglærðra starfsmanna leikskólans mótmæltu ákvörðuninni harðlega. Hún er röng, tekin á röngum forsendum. Þröngvað fram af fullkomnu skilningsleysi á grundvallarstarfi leikskólans sem er að mennta og efla þroska barnanna okkar. Að standa með börnunum Ákvörðunin er tekin í andstöðu við velferð barnanna sem stunda nám í skólunum. Það eru ekki hagsmunir barnanna sem ráð för en þeir eru í húfi. Í 3. gr. Barnasáttmálans segir að hagsmunir barna skuli ávallt ráða. Það sem barninu eru fyrir bestu skal ávallt ráða mestu. Og ef hagsmunir fullorðinna og barna vegast á, skulu hagsmunir barnsins vega þyngra. Í þessu máli eru hagsmunir barnanna fótum troðnir og þeir ekki hafðir að leiðarljósi við ákvarðanatökuna. Óskiljanleg vinnubrögð meirihlutans og Viðreisnar Við bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar höfum lagst hart gegn þessum breytingum. Ákvörðunin er byggð á röngum forsendum og á mjög veikum faglegum grunni. Hún er ekki tekin með hagsmuni barnanna í leikskólunum í huga og vinnur sem slík gegn velferð þeirra. Hún er tekin af illa upplýstum stjórnmálamönnum sem hlusta ekki á fagleg rök leikskólakennara. Minni stöðugleiki og veikara faglegt starf stefnir velferð og menntun barna í hættu Við vitum fyrir víst að foreldrar leikskólabarna vilja ekkert frekar en að börnin þeirra búi við stöðugleika, rútínu, fræðslu og heilsusamlegt umhverfi. Búi við umhverfi sem barnið þekkir og treystir. Umhverfi sem tryggir örugg samskipti við vini og leikskólakennara. Örvandi umhverfi sem eflir heilbrigðan þroska barnanna. Þessi ákvörðun er ekki börnunum fyrir bestu, veikir faglegt starf og stöðugleika í starfi skólanna þeirra og stefnir þannig velferð barnanna og menntun þeirra í hættu. Vinnubrögð meirihlutans eru slík að skömm er að Á fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 25. nóvember lögðum við, fulltrúar Samfylkingarinnar, fram tillögu þess efnis að bæjarstjórn myndi ógilda ákvörðun fræðsluráðs. Þeirri tillögu var hafnað af meirihlutanum og fulltrúa Viðreisnar. Það er því sorg í hjarta starfsmanna leikskólanna. Þeim finnst vera vegið að starfsheiðri sínum og faglegum metnaði. Þeim finnst að velferð og menntun barna í leikskólum Hafnarfjarðar sé fyrir borð borin. Fulltrúar meirihlutans og Viðreisnar í fræðsluráði og í bæjarstjórn láta rök þess góða fólks, sem af trúfestu og fagmennsku vinnur störf sín í leikskólum bæjarins, sem vind um eyru þjóta. Þessir fulltrúar hafa vaðið áfram með óboðlegum vinnubrögðum sem eru þeim öllum til vansa. Þá skömm sitja þeir uppi með. Höfundar eru bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun