Arnar hefur rætt við forráðamenn KSÍ: „Ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. desember 2020 18:17 Arnar Þór Viðarsson spjallaði við Guðjón Guðmundsson á Laugardalsvelli í dag. STÖÐ 2 SKJÁSKOT Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U21 árs landsliðsins, hefur áhuga á því að gerast A-landsliðsþjálfari. Segir Arnar að hann hafi rætt við forráðamenn KSÍ líkt og aðrir kandídatar. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. Arnar Þór kom íslenska U21-árs landsliðinu á EM í dag var dregið í riðla fyrir lokamótið. Ísland mætir Dönum, Frökkum og Rússum í riðli sem leikinn verður í Ungverjalandi í mars. Fari svo að Arnar verði ráðinn A-landsliðsþjálfari stýrir hann ekki U21-liðinu í lokakeppninni því A-landsliðið spilar leiki í undankeppni HM í mars. Strákarnir eru með Frökkum, Dönum og Rússum í riðli á EM.https://t.co/46WckPmuM5— Sportið á Vísi (@VisirSport) December 10, 2020 „Þá verður annar þjálfari hjá U21 árs landsliðinu í Ungverjalandi. Það er alveg ljóst. Það er ekki hægt að vera á tveimur stöðum,“ sagði Arnar um hvað gerist ef hann verður ráðinn A-landsliðsþjálfari. Hann segist ekki sækjast eftir stöðunni þó að hann hafi áhuga á henni. „Ég hef alltaf sagt að ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já. Ég tel það mjög eðlilegt svar. Það er ekki búið að bjóða mér starfið. Ég veit að þeir sem eru að vinna í þessum málum hafa talað við nokkra aðila. Það er ekkert launungarmál að ég er einn af þeim. Þetta mál er í vinnslu. Það er mjög eðlilegt að þegar svona stórar ákvarðanir eru teknar - er að það er talað við nokkra aðila. Það er ekki hægt að hlaupa að næsta manni og segja að þú tekur þetta.“ Arnar segir að hann hafi rætt við stjórnendur KSÍ en vissi að hann væri ekki sá eini sem þeir hefðu rætt við. „Ég er búinn að eiga gott samtal við stjórnendur KSÍ sem ráða þessu og útskýra mitt mál. Svo taka þau sama starfsviðtal við aðra aðila og þegar að því kemur að þeir taka ákvörðun að þá mun einhver hringja í mig og segja að ég hafi fengið starfið eða ekki. Þetta er ekkert flóknara. Við erum lítið samfélag og það er talað mikið og skrifað mikið. Það er bara gott og blessað en staðan er einfaldlega sú að það eru nokkrir í röðinni og við þurfum að bíða og sjá hvaða ákvörðun verður tekin.“ Hluta af viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Arnar um A-landsliðið KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Arnar Þór kom íslenska U21-árs landsliðinu á EM í dag var dregið í riðla fyrir lokamótið. Ísland mætir Dönum, Frökkum og Rússum í riðli sem leikinn verður í Ungverjalandi í mars. Fari svo að Arnar verði ráðinn A-landsliðsþjálfari stýrir hann ekki U21-liðinu í lokakeppninni því A-landsliðið spilar leiki í undankeppni HM í mars. Strákarnir eru með Frökkum, Dönum og Rússum í riðli á EM.https://t.co/46WckPmuM5— Sportið á Vísi (@VisirSport) December 10, 2020 „Þá verður annar þjálfari hjá U21 árs landsliðinu í Ungverjalandi. Það er alveg ljóst. Það er ekki hægt að vera á tveimur stöðum,“ sagði Arnar um hvað gerist ef hann verður ráðinn A-landsliðsþjálfari. Hann segist ekki sækjast eftir stöðunni þó að hann hafi áhuga á henni. „Ég hef alltaf sagt að ef einhver býður mér að taka við íslenska A-landsliðinu þá segi ég já. Ég tel það mjög eðlilegt svar. Það er ekki búið að bjóða mér starfið. Ég veit að þeir sem eru að vinna í þessum málum hafa talað við nokkra aðila. Það er ekkert launungarmál að ég er einn af þeim. Þetta mál er í vinnslu. Það er mjög eðlilegt að þegar svona stórar ákvarðanir eru teknar - er að það er talað við nokkra aðila. Það er ekki hægt að hlaupa að næsta manni og segja að þú tekur þetta.“ Arnar segir að hann hafi rætt við stjórnendur KSÍ en vissi að hann væri ekki sá eini sem þeir hefðu rætt við. „Ég er búinn að eiga gott samtal við stjórnendur KSÍ sem ráða þessu og útskýra mitt mál. Svo taka þau sama starfsviðtal við aðra aðila og þegar að því kemur að þeir taka ákvörðun að þá mun einhver hringja í mig og segja að ég hafi fengið starfið eða ekki. Þetta er ekkert flóknara. Við erum lítið samfélag og það er talað mikið og skrifað mikið. Það er bara gott og blessað en staðan er einfaldlega sú að það eru nokkrir í röðinni og við þurfum að bíða og sjá hvaða ákvörðun verður tekin.“ Hluta af viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Arnar um A-landsliðið
KSÍ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira