Mikið er rætt og ritað um hinn 23 ára gamla Van de Beek sem var í lykilhlutverki í aðalliði Ajax frá nítján ára aldri en hann hefur ekki fengið mörg tækifæri í byrjunarliðinu síðan hann gekk í raðir Man Utd og aðeins byrjað tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni.
„Ég vona að hans tími muni koma en ég held að hann hafi ekki tekið góða ákvörðun,“ segir van Gaal sem stýrði Man Utd á árunum 2014-2016 en hann hóf farsælan þjálfaraferil sinn hjá Ajax í heimalandinu árið 1991.
„Þegar þú hefur Paul Pogba og Bruno Fernandes, í hvaða stöðu áttu að spila Van de Beek?“
„Hann hefur ekki sömu gæði og Pogba eða Fernandes og þið sjáið að Pogba er ekki alltaf í byrjunarliðinu. Hvenær á Van de Beek að spila?“ spyr van Gaal.
Donny hefur spilað vel fyrir hollenska landsliðið í ár en gæti átt á hættu að missa byrjunarliðssæti sitt þar með fáum mínútum í úrvalsdeildinni.
„Ég held að hann hefði átt að geta séð þetta fyrir. Það eru svo mörg félög í sterkum deildum sem hefðu getað nýtt hann betur. Hann er með marga góða eiginleika.“ segir van Gaal.
Did Donny van de Beek make a mistake joining Manchester United?
— Off The Ball (@offtheball) December 13, 2020
Former #MUFC boss van Gaal thinks so... https://t.co/17hjJVyd9H