Klopp með undarlega samlíkingu eftir leikinn í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2020 11:01 Jürgen Klopp öskrar á leikmenn Liverpool á Craven Cottage í gær. Getty/Andrew Powell Jürgen Klopp tókst ekki að tala sína menn til fyrir leik á móti Fulham í gær og þurfti að öskra mikið á steinsofandi leikmenn sína fram eftir leik. Liverpool mistókst að nýta sér góð úrslit í öðrum leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið náði aðeins jafntefli á móti Fulham. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var orðinn verulega pirraður á upphafsmínútum leiksins á móti Fulham þegar heimamenn voru miklu betra liðið á vellinum. Klopp viðurkenndi að fyrsti hálftíminn hafi verið mjög lélegur hjá sínu liði. Undarleg samlíking hans vakti þó meiri athygli. „Við spiluðum ekki vel. Ég veit ekki hvor þeir þurftu að vakna í byrjun leiks. Ég get ekki skrifað bókina, hent henni inn á völlinn og sagt þeim að lesa hana. Ég vildi að við hristum upp í leiknum,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp uses bizarre analogy as he blasts Liverpool players for sluggish start at Fulham https://t.co/GyWztlXoFA— MailOnline Sport (@MailSport) December 13, 2020 „Það er gott að geta byrjað leiki vel en ef það tekst ekki þá er bara að byrja upp á nýtt. Við þurftum hálftíma til að koma okkur í gang. Þess vegna öskraði ég svolítið á þá,“ sagði Klopp. Fyrirliðinn Jordan Henderson fékk algjört dauðafæri til að jafna leikinn en lét verja frá sér. „Þetta varð betra hjá okkur eftir hálftíma og seinni hálfleikurinn var góður. Færið hans Hendo var stórt, virkilega stórt. Við hefðum getað fengið meira en við skoruðum mark,“ sagði Klopp. „Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru ekki góðar og við hefðum getað tapað leiknum á þeim tíma. Við töpuðum ekki af því að næstu sextíu mínúturnar voru virkilega góðar,“ sagði Jürgen Klopp. Öll ensku liðin í Meistaradeildinni, Chelsea, Liverpool, Manchester City og Manchester United, töpuðu stigum um helgina. „Við erum mannlegir og svona hlutir geta gerst. Þegar við skoðum úrslit liðanna sem spila í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni þá sjáum við að þau áttu öll erfiða helgi,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Sjá meira
Liverpool mistókst að nýta sér góð úrslit í öðrum leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið náði aðeins jafntefli á móti Fulham. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var orðinn verulega pirraður á upphafsmínútum leiksins á móti Fulham þegar heimamenn voru miklu betra liðið á vellinum. Klopp viðurkenndi að fyrsti hálftíminn hafi verið mjög lélegur hjá sínu liði. Undarleg samlíking hans vakti þó meiri athygli. „Við spiluðum ekki vel. Ég veit ekki hvor þeir þurftu að vakna í byrjun leiks. Ég get ekki skrifað bókina, hent henni inn á völlinn og sagt þeim að lesa hana. Ég vildi að við hristum upp í leiknum,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp uses bizarre analogy as he blasts Liverpool players for sluggish start at Fulham https://t.co/GyWztlXoFA— MailOnline Sport (@MailSport) December 13, 2020 „Það er gott að geta byrjað leiki vel en ef það tekst ekki þá er bara að byrja upp á nýtt. Við þurftum hálftíma til að koma okkur í gang. Þess vegna öskraði ég svolítið á þá,“ sagði Klopp. Fyrirliðinn Jordan Henderson fékk algjört dauðafæri til að jafna leikinn en lét verja frá sér. „Þetta varð betra hjá okkur eftir hálftíma og seinni hálfleikurinn var góður. Færið hans Hendo var stórt, virkilega stórt. Við hefðum getað fengið meira en við skoruðum mark,“ sagði Klopp. „Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru ekki góðar og við hefðum getað tapað leiknum á þeim tíma. Við töpuðum ekki af því að næstu sextíu mínúturnar voru virkilega góðar,“ sagði Jürgen Klopp. Öll ensku liðin í Meistaradeildinni, Chelsea, Liverpool, Manchester City og Manchester United, töpuðu stigum um helgina. „Við erum mannlegir og svona hlutir geta gerst. Þegar við skoðum úrslit liðanna sem spila í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni þá sjáum við að þau áttu öll erfiða helgi,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Sjá meira