Júlían tognaður aftan í læri og gæti misst af RIG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2020 16:31 Júlían þurfti að æfa við ansi þröngar aðstæður á tímum samkomubanns á þessu ári. Það gæti hafa leitt til þess að hann tognaði aftan í læri nýverið. VÍSIR/VILHELM Júlían J.K. Jóhannson, íþróttamaður ársins 2019 og heimsmethafi í réttstöðulyftu í sínum flokki, gæti misst af Reykjavík International Games sem hefjast eftir sjö vikur þar sem hann tognaði aftan í læri nýverið. Júlían hefur verið einkar óheppinn með meiðsli undanfarin ár, allavega þegar kemur að undirbúningi fyrir RIG. Hann fór yfir þetta á Twitter-síðu sinni í dag. Bæði 2016 og 2017 tognaði hann í brjóstvöðva skömmu fyrir mót. Árið 2018 var hann að glíma við tognun í miðbaki og í fyrra var þreyttur og meiddur. Undirbúningur undir Reykjavík International Games:2016: Tognaði í brjóstvöðva 2017: Tognaði í brjóstvöðva 2018: Tognaði í miðbaki 2019: þreyttur og meiddur2020: enn 7 vikur í mót en tognaði í brjóstvöðva í nóvember og tognaði í aftanlærisvöðva á föstudaginn.— Júlían J.K.J. (@JkjJulian) December 14, 2020 Júlían er eins og áður sagði heimsmethafi í réttstöðulyftu í sínum þyngdarflokk ásamt því að eiga öll Íslandsmetin í sama flokki. Það er bekkpressu, hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðu. Hann stefnir enn á að taka þátt í mótinu þó tíminn verði að leiða í ljós hvort það gangi upp. „Ég alla vega stefni á að ná mótinu en erfitt að segja núna. Það eru alltaf nokkrar vikur sem en fara í að jafna sig þannig þetta kemur betur í ljós eftir því sem líður á mánuðinn. En þetta er tvísýnt núna en ég vona það besta. Þetta er svona eins og þríeykið segir ástandið er tvísýnt núna en þetta kemur betur í ljós á næstu sjö til tíu dögum,“ sagði Júlían í stuttu spjalli við Vísi. Júlían segir jafnframt frá því á Twitter að sennilega hafi margt spilað inn í og leitt til þess að hann tognaði. Nefnir hann slæma æfingaðstöðu og ómarkvissar æfingar vegna kórónufaraldursins sem og minni svefn en vanalega þar sem hann er nýbakaður faðir. Hann segist þó nokkuð sáttur með árið í heild sinni. Heilt yfir samt bara gott ár. Margir sigrar inn á milli. M.a. fyrrnefnt föðurhlutverk, tvö góð mót þar sem ég varð Íslandsmeistari í réttstöðulyftu og svo Íslandsmeistari í kraftlyftingum.Áfram gakk.— Júlían J.K.J. (@JkjJulian) December 14, 2020 Kraftlyftingar Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira
Júlían hefur verið einkar óheppinn með meiðsli undanfarin ár, allavega þegar kemur að undirbúningi fyrir RIG. Hann fór yfir þetta á Twitter-síðu sinni í dag. Bæði 2016 og 2017 tognaði hann í brjóstvöðva skömmu fyrir mót. Árið 2018 var hann að glíma við tognun í miðbaki og í fyrra var þreyttur og meiddur. Undirbúningur undir Reykjavík International Games:2016: Tognaði í brjóstvöðva 2017: Tognaði í brjóstvöðva 2018: Tognaði í miðbaki 2019: þreyttur og meiddur2020: enn 7 vikur í mót en tognaði í brjóstvöðva í nóvember og tognaði í aftanlærisvöðva á föstudaginn.— Júlían J.K.J. (@JkjJulian) December 14, 2020 Júlían er eins og áður sagði heimsmethafi í réttstöðulyftu í sínum þyngdarflokk ásamt því að eiga öll Íslandsmetin í sama flokki. Það er bekkpressu, hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðu. Hann stefnir enn á að taka þátt í mótinu þó tíminn verði að leiða í ljós hvort það gangi upp. „Ég alla vega stefni á að ná mótinu en erfitt að segja núna. Það eru alltaf nokkrar vikur sem en fara í að jafna sig þannig þetta kemur betur í ljós eftir því sem líður á mánuðinn. En þetta er tvísýnt núna en ég vona það besta. Þetta er svona eins og þríeykið segir ástandið er tvísýnt núna en þetta kemur betur í ljós á næstu sjö til tíu dögum,“ sagði Júlían í stuttu spjalli við Vísi. Júlían segir jafnframt frá því á Twitter að sennilega hafi margt spilað inn í og leitt til þess að hann tognaði. Nefnir hann slæma æfingaðstöðu og ómarkvissar æfingar vegna kórónufaraldursins sem og minni svefn en vanalega þar sem hann er nýbakaður faðir. Hann segist þó nokkuð sáttur með árið í heild sinni. Heilt yfir samt bara gott ár. Margir sigrar inn á milli. M.a. fyrrnefnt föðurhlutverk, tvö góð mót þar sem ég varð Íslandsmeistari í réttstöðulyftu og svo Íslandsmeistari í kraftlyftingum.Áfram gakk.— Júlían J.K.J. (@JkjJulian) December 14, 2020
Kraftlyftingar Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira