Lítt dulbúinn ríkisstyrkur til fyrirtækis í samkeppnisrekstri Bjarni Thoroddsen, Eiríkur Ormur Víglundsson og Eiríkur S. Jóhannsson skrifa 15. desember 2020 08:00 Við aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins var samþykkt breyting á frumvarpinu sem felur í sér 350 milljóna króna fjárframlag til uppbyggingar varnargarða í Njarðvíkurhöfn. Um er ræða óþarfan og lítt dulbúinn ríkisstyrk til eins fyrirtækis, Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, sem skapar hættulegt fordæmi. Þingmenn virðast ekki gera sér grein fyrir hvaða áhrif svona inngrip ríkisvaldsins getur haft fyrir samkeppni á markaði fyrir skipaþjónustu í landinu. Nokkuð hefur verið fjallað í fjölmiðlum um áform um uppbyggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvík. Fyrr á þessu ári var undirrituð viljayfirlýsing um verkefnið af fulltrúum Reykjaneshafnar, Reykjanesbæjar og Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, sem á frumkvæði að málinu. Í þessum skipaþjónustuklasa verður yfirbyggð skipakví sem Skipasmíðastöð Njarðvíkur hyggst reisa. Frumforsenda þess að áformin nái fram að ganga er að ríkissjóður fjármagni uppbyggingu sjóvarnargarða í Njarðvíkurhöfn. Í umræðu um þetta mál hefur ekkert verið minnst á þá staðreynd að áðurnefnt fyrirtæki er eitt af mörgum fyrirtækjum starfandi í þessari grein á landinu. Öll þessi fyrirtæki eru í eigu einkaaðila. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis gerði breytingartillögu við frumvarp til fjárlaga um 350 milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs til Hafnabótasjóðs til að fjármagna „umfangsmiklar framkvæmdir í Njarðvíkurhöfn sem hafa verið undirbúningi“. Síðar í meirihlutaáliti fjárlaganefndar segir að tilgangurinn sé atvinnuþróun. Tillagan kemur beint frá meirihluta fjárlaganefndar og virðist eiga sér rætur í málafylgju sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum og forsvarsmanna áðurnefnds fyrirtækis. Þannig kom tillagan ekki frá skrifstofu samgöngumála í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu eins og er venjan þegar þessi málaflokkur er annars vegar. Frumvarp til fjárlaga var svo samþykkt í þessari mynd að lokinni annarri umræðu um frumvarpið síðastliðinn föstudag. Ríkisvaldið rænir starfsmenn annara fyrirtækja stöfum sínum Hafnabótasjóður veitir ríkisstyrki til hafnargerðar á grundvelli hafnalaga en samkvæmt lögunum er heimilt að veita framlög úr ríkissjóði til þeirra verkefna á sviði hafnargerðar sem mælt er fyrir um í lögunum. Þar er m.a. kveðið á um nýframkvæmdir við skjólgarða og brimvarnir. Skilyrði fyrir úthlutun styrkja úr ríkissjóði eru meðal annars að um sé að ræða „framkvæmd sem hefur mikla þýðingu fyrir almannahagsmuni á viðkomandi stað“ og að „framlag ríkissjóðs raski ekki ótilhlýðilega samkeppni milli hafna samkvæmt ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.“ Framlag ríkisins til uppbyggingar í Njarðvíkurhöfn er eingöngu til þess að liðka fyrir skipaþjónustuklasanum sem áður er getið og er forsenda þess að Skipasmíðastöð Njarðvíkur geti reist yfirbyggða skipakví á staðnum. Hvaða þýðingu hefur það fyrir almannahagsmuni að áform þessa fyrirtækis verði að veruleika? Það nægir ekki að framkvæmdin leiði til fjölgunar starfa til að skilyrði laganna séu uppfyllt. Þetta framlag til Hafnabótasjóðs vegna framkvæmda í Njarðvíkurhöfn er í reynd lítt dulbúinn ríkisstyrkur til þessa eina fyrirtækis, Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Að framansögðu virtu er vandséð að framkvæmdin uppfylli skilyrði hafnalaga sem gerir þessa fjárveitingu til Hafnabótasjóðs enn einkennilegri. Hér er verið að veita 350 milljónir króna til verkefnis sem að öllum líkindum gengur í berhögg við almenn jafnræðissjónarmið hér innanlands, svo ekki sé minnst á ríkisstyrkjareglur Evrópusambandsins og þar með ákvæði EES-samningsins. Svo virðist sem breytingartillaga meirihluta fjárlaganefndar sé algjörlega vanhugsuð enda virðast þingmennirnir sem að henni standa ekkert hafa hugleitt hvaða áhrif svona ríkisframlag hefur á frjálsa samkeppni í landinu. Það er ekkert sem mælir sérstaklega með því að ríkið styrki skipaþjónustu í Njarðvík enda eru einkafyrirtæki, t.d. í Reykjavík, á Akureyri og í Hafnarfirði, sem sinna slíkri þjónustu. Þarna er verið að hygla einu fyrirtæki, Skipasmíðastöð Njarðvíkur, á kostnað annarra fyrirtækja í sömu atvinnugrein. Við vitum ekki hvort þingmenn Reykjavíkur-kjördæmanna, Norðausturkjördæmis og Suðvesturkjördæmis geri sér grein fyrir hvaða afleiðingar þetta gæti haft fyrir störf í þessum kjördæmum hjá fyrirtækjum í skipaþjónustu vegna röskunar á samkeppni. Í raun og veru eru þingmenn að senda starfsmönnum fyrirtækja okkar þau skilaboð að þeir vilji leggja sitt af mörkum til að afleggja störf þeirra á starfstöðvum okkar. Meirihluti fjárlaganefndar vill því stuðla að því að starfsmenn okkar verði rændir störfum sínum og þau flutt annað. Við hvetjum alþingismenn til að falla frá þessari breytingartillögu fyrir þriðju umræðu fjárlagafrumvarpsins og hætta við 350 milljóna króna framlag til Hafnabótasjóðs vegna uppbyggingar í Njarðvíkurhöfn. Hér er um að ræða ríkisstyrk og þar með óeðlilegt inngrip ríkisvaldsins inn í frjálsa samkeppni á markaði fyrir þjónustu, viðgerðir og viðhald skipa. Á engan hátt er óeðlilegt að fyrirtækið sem mun njóta þessa ríkisstyrks leggi sjálft út fjármuni vegna eigin uppbyggingar. Höfundar eru Eiríkur S. Jóhannsson framkvæmdastjóri Slippsins Akureyri ehf., Bjarni Thoroddsen framkvæmdastjóri Stálsmiðjunnar-Framtaks ehf. og Eiríkur Ormur Víglundsson framkvæmdastjóri Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Samkeppnismál Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Sjá meira
Við aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins var samþykkt breyting á frumvarpinu sem felur í sér 350 milljóna króna fjárframlag til uppbyggingar varnargarða í Njarðvíkurhöfn. Um er ræða óþarfan og lítt dulbúinn ríkisstyrk til eins fyrirtækis, Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, sem skapar hættulegt fordæmi. Þingmenn virðast ekki gera sér grein fyrir hvaða áhrif svona inngrip ríkisvaldsins getur haft fyrir samkeppni á markaði fyrir skipaþjónustu í landinu. Nokkuð hefur verið fjallað í fjölmiðlum um áform um uppbyggingu skipaþjónustuklasa í Njarðvík. Fyrr á þessu ári var undirrituð viljayfirlýsing um verkefnið af fulltrúum Reykjaneshafnar, Reykjanesbæjar og Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, sem á frumkvæði að málinu. Í þessum skipaþjónustuklasa verður yfirbyggð skipakví sem Skipasmíðastöð Njarðvíkur hyggst reisa. Frumforsenda þess að áformin nái fram að ganga er að ríkissjóður fjármagni uppbyggingu sjóvarnargarða í Njarðvíkurhöfn. Í umræðu um þetta mál hefur ekkert verið minnst á þá staðreynd að áðurnefnt fyrirtæki er eitt af mörgum fyrirtækjum starfandi í þessari grein á landinu. Öll þessi fyrirtæki eru í eigu einkaaðila. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis gerði breytingartillögu við frumvarp til fjárlaga um 350 milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs til Hafnabótasjóðs til að fjármagna „umfangsmiklar framkvæmdir í Njarðvíkurhöfn sem hafa verið undirbúningi“. Síðar í meirihlutaáliti fjárlaganefndar segir að tilgangurinn sé atvinnuþróun. Tillagan kemur beint frá meirihluta fjárlaganefndar og virðist eiga sér rætur í málafylgju sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum og forsvarsmanna áðurnefnds fyrirtækis. Þannig kom tillagan ekki frá skrifstofu samgöngumála í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu eins og er venjan þegar þessi málaflokkur er annars vegar. Frumvarp til fjárlaga var svo samþykkt í þessari mynd að lokinni annarri umræðu um frumvarpið síðastliðinn föstudag. Ríkisvaldið rænir starfsmenn annara fyrirtækja stöfum sínum Hafnabótasjóður veitir ríkisstyrki til hafnargerðar á grundvelli hafnalaga en samkvæmt lögunum er heimilt að veita framlög úr ríkissjóði til þeirra verkefna á sviði hafnargerðar sem mælt er fyrir um í lögunum. Þar er m.a. kveðið á um nýframkvæmdir við skjólgarða og brimvarnir. Skilyrði fyrir úthlutun styrkja úr ríkissjóði eru meðal annars að um sé að ræða „framkvæmd sem hefur mikla þýðingu fyrir almannahagsmuni á viðkomandi stað“ og að „framlag ríkissjóðs raski ekki ótilhlýðilega samkeppni milli hafna samkvæmt ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.“ Framlag ríkisins til uppbyggingar í Njarðvíkurhöfn er eingöngu til þess að liðka fyrir skipaþjónustuklasanum sem áður er getið og er forsenda þess að Skipasmíðastöð Njarðvíkur geti reist yfirbyggða skipakví á staðnum. Hvaða þýðingu hefur það fyrir almannahagsmuni að áform þessa fyrirtækis verði að veruleika? Það nægir ekki að framkvæmdin leiði til fjölgunar starfa til að skilyrði laganna séu uppfyllt. Þetta framlag til Hafnabótasjóðs vegna framkvæmda í Njarðvíkurhöfn er í reynd lítt dulbúinn ríkisstyrkur til þessa eina fyrirtækis, Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Að framansögðu virtu er vandséð að framkvæmdin uppfylli skilyrði hafnalaga sem gerir þessa fjárveitingu til Hafnabótasjóðs enn einkennilegri. Hér er verið að veita 350 milljónir króna til verkefnis sem að öllum líkindum gengur í berhögg við almenn jafnræðissjónarmið hér innanlands, svo ekki sé minnst á ríkisstyrkjareglur Evrópusambandsins og þar með ákvæði EES-samningsins. Svo virðist sem breytingartillaga meirihluta fjárlaganefndar sé algjörlega vanhugsuð enda virðast þingmennirnir sem að henni standa ekkert hafa hugleitt hvaða áhrif svona ríkisframlag hefur á frjálsa samkeppni í landinu. Það er ekkert sem mælir sérstaklega með því að ríkið styrki skipaþjónustu í Njarðvík enda eru einkafyrirtæki, t.d. í Reykjavík, á Akureyri og í Hafnarfirði, sem sinna slíkri þjónustu. Þarna er verið að hygla einu fyrirtæki, Skipasmíðastöð Njarðvíkur, á kostnað annarra fyrirtækja í sömu atvinnugrein. Við vitum ekki hvort þingmenn Reykjavíkur-kjördæmanna, Norðausturkjördæmis og Suðvesturkjördæmis geri sér grein fyrir hvaða afleiðingar þetta gæti haft fyrir störf í þessum kjördæmum hjá fyrirtækjum í skipaþjónustu vegna röskunar á samkeppni. Í raun og veru eru þingmenn að senda starfsmönnum fyrirtækja okkar þau skilaboð að þeir vilji leggja sitt af mörkum til að afleggja störf þeirra á starfstöðvum okkar. Meirihluti fjárlaganefndar vill því stuðla að því að starfsmenn okkar verði rændir störfum sínum og þau flutt annað. Við hvetjum alþingismenn til að falla frá þessari breytingartillögu fyrir þriðju umræðu fjárlagafrumvarpsins og hætta við 350 milljóna króna framlag til Hafnabótasjóðs vegna uppbyggingar í Njarðvíkurhöfn. Hér er um að ræða ríkisstyrk og þar með óeðlilegt inngrip ríkisvaldsins inn í frjálsa samkeppni á markaði fyrir þjónustu, viðgerðir og viðhald skipa. Á engan hátt er óeðlilegt að fyrirtækið sem mun njóta þessa ríkisstyrks leggi sjálft út fjármuni vegna eigin uppbyggingar. Höfundar eru Eiríkur S. Jóhannsson framkvæmdastjóri Slippsins Akureyri ehf., Bjarni Thoroddsen framkvæmdastjóri Stálsmiðjunnar-Framtaks ehf. og Eiríkur Ormur Víglundsson framkvæmdastjóri Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun