Þórir henti lykilmanni út úr hópnum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2020 13:00 Veronica E. Kristiansen var valin besti maður vallarins á móti Póllandi. EPA-EFE/BO AMSTRUP Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, gerði óvænta breytingu á EM-hópi sínum í dag en það er þó góð skýring á því. Veronica Kristiansen er lykilmaður í norska landsliðinu og hefur spilað í 160 mínútur í fyrstu fimm leikjum Noregs á EM í handbolta. Hún er ekki lengur í EM-hópi Norðmanna. Mikilvægi Veronicu Kristiansen fyrir norska liðið er mikið á báðum endum vallarins en hún hefur skorað 13 mörk og gefið 16 stoðsendingar á mótinu. Það hafa líka bara fjórir leikmenn norska landsliðsins spilað meira en Veronica Kristiansen á þessu móti. Það eru Kari Dale (235 mín.), Camilla Herrem (214), Stine Bredal Oftedal (197) og Stine Skogrand (162). Þórir tók Kristiansen út úr hópnum fyrir leikinn á móti Ungverjalandi í kvöld en norska liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins. Tomac får sjansen i håndball-EM erstatter Kristiansen https://t.co/NX6DeHPmcp— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 15, 2020 Í staðinn kemur inn í liðið hin þrítuga Marta Tomac. Tomac spilar með liði Vipers frá Kristiansand og þekkir vel til margra leikmanna norska liðsins enda með sex liðfélaga úr Vipers í hópnum. Þórir Hergeirsson útskýrði þessa óvæntu breytingu á hópnum. „Ég geri þessa breytingu til að stjórna leikjaálaginu hjá Veronicu Kristiansen,“ sagði Þórir. Hann hefur áhyggjur af Veronicu Kristiansen af því að hún fékk kórónuveiruna í haust og missti mikið úr æfingum og leikjum með liði sínu Györi í Ungverjalandi. Það er síðan búist við því að Veronica komi síðan aftur inn í hópinn fyrir undanúrslitaleikinn á föstudaginn. Þar mæta þær norsku Frakklandi, Rússlandi eða Danmörku. EM 2020 í handbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Veronica Kristiansen er lykilmaður í norska landsliðinu og hefur spilað í 160 mínútur í fyrstu fimm leikjum Noregs á EM í handbolta. Hún er ekki lengur í EM-hópi Norðmanna. Mikilvægi Veronicu Kristiansen fyrir norska liðið er mikið á báðum endum vallarins en hún hefur skorað 13 mörk og gefið 16 stoðsendingar á mótinu. Það hafa líka bara fjórir leikmenn norska landsliðsins spilað meira en Veronica Kristiansen á þessu móti. Það eru Kari Dale (235 mín.), Camilla Herrem (214), Stine Bredal Oftedal (197) og Stine Skogrand (162). Þórir tók Kristiansen út úr hópnum fyrir leikinn á móti Ungverjalandi í kvöld en norska liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins. Tomac får sjansen i håndball-EM erstatter Kristiansen https://t.co/NX6DeHPmcp— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 15, 2020 Í staðinn kemur inn í liðið hin þrítuga Marta Tomac. Tomac spilar með liði Vipers frá Kristiansand og þekkir vel til margra leikmanna norska liðsins enda með sex liðfélaga úr Vipers í hópnum. Þórir Hergeirsson útskýrði þessa óvæntu breytingu á hópnum. „Ég geri þessa breytingu til að stjórna leikjaálaginu hjá Veronicu Kristiansen,“ sagði Þórir. Hann hefur áhyggjur af Veronicu Kristiansen af því að hún fékk kórónuveiruna í haust og missti mikið úr æfingum og leikjum með liði sínu Györi í Ungverjalandi. Það er síðan búist við því að Veronica komi síðan aftur inn í hópinn fyrir undanúrslitaleikinn á föstudaginn. Þar mæta þær norsku Frakklandi, Rússlandi eða Danmörku.
EM 2020 í handbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni