„Ráð sem duga“ Erna Bjarnadóttir skrifar 15. desember 2020 13:16 Á síðustu vikum hafa verið miklar umræður um stöðu og hag landbúnaðarins og hlut hans í íslensku efnahagslífi. Þar hafa komið fram sjónarmið sem halda því fram að það stappi nærri lögleysu að beita hefðbundnum stjórntækjum ríkisins til að hafa áhrif á starfsumhverfi atvinnugreinarinnar, svo sem tollum, uppboðum á tollkvótum og undanþágum frá almennum samkeppnislögum. En hvað getur að líta við nánari skoðun á löggjöf og framkvæmd þessara mála í nágrannalöndum okkar sem líkt og við, eru aðilar að EES-samningnum. Samkeppnisaðstæður í nágrannalöndum - Noregur Nýverið kom út skýrsla frá Lagastofnun Háskóla Íslands um undanþágur frá samkeppnisreglum er varða samstarf milli búvöruframleiðenda í ljósi EES-/ESB réttar. Í henni er fjallað ítarlega um undanþágureglu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins. Í stuttu máli er niðurstaða hennar sú að EES-samningurinn gildir aðeins um afmörkuð svið landbúnaðar og af því leiðir að samkeppnisreglur EES-samningsins gilda ekki nema að takmörkuðu leyti um landbúnað. Norsku samkeppnislögin veita stjórnvöldum heimild til að ákveða með reglugerð að ákveðin starfsemi í landbúnaði (og sjávarútvegi) sé undanþegin banni við samkeppnishamlandi samstarfi fyrirtækja og banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Um þetta er fjallað ítarlega í fyrrnefndri skýrslu. Þessu til viðbótar má nefna að í greinargerð, sem norsk stjórnvöld (þ.m.t. norska samkeppniseftirlitið) sendu til nefndar um samkeppnismál á vegum OECD, er að finna umfjöllun um markaði fyrir landbúnaðarafurðir í Noregi (sjá málsgrein 43 í skýrslu OECD sem er aðgengileg hér. Þar segir, lauslega þýtt á íslensku: „Landbúnaðarmarkaðir í Noregi hafa víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum. Í 3. gr. samkeppnislaga er undanþága frá 10. og 11. gr. laganna (sem samsvarar greinum 101. og 102. ESB sáttmálans) um fiskveiðar og landbúnað. Markmiðið er að bæta og koma á stöðugleika í tekjum fyrir bændur. Undanþágan hefur víðtækt gildissvið þar sem hún gerir bændum kleift að gera hvers konar samninga, t.d. til að laga verð og magn og misnota markaðsráðandi stöðu. Markaðshegðun verður að vera í samræmi við lög, reglugerðir eða árlegan samning milli bændasamtakanna og stjórnvalda. Undanþágan er þó takmörkuð þar sem samkeppnishamlandi aðgerðir verða að vera í samræmi við landbúnaðarstefnu eða landbúnaðarreglur. Það eru aðallega samvinnufélög bænda sem hafa leyfi til að stjórna magni og verði en þeim er ekki heimilt að vinna með samkeppnisaðilum sínum.“ Samkeppnisreglur fyrir landbúnað í ESB Landbúnaðarstefna ESB byggir á Lissabon sáttmálanum (sjá 38. gr.-44. gr.) þar sem grunnurinn er lagður að heimildum til víðtæks markaðsskipulags og samstarfs framleiðenda. Í löggjöf ESB er þannig að finna víðtækar undanþágureglur frá samkeppnisreglum ESB sem taka sérstaklega til landbúnaðar. Þær taka til bænda, bændasamtaka eða annarra samtaka þeirra þ.á.m. samtaka framleiðenda og félagasamtaka samtaka framleiðenda. Þessar reglur eru varanlegar og byggja á því að koma skal á sameiginlegu markaðskerfi fyrir landbúnaðarafurðir til að ná markmiðum landbúnaðarstefnunnar (sjá 1. tl. 40 gr.). Þá má nefna að í löggjöf ESB er að finna undanþágu frá samkeppnisreglum vegna samninga og ákvarðana á tímabilum þegar mikið ójafnvægi er á mörkuðum. Þegar slík aðstaða er fyrir hendi getur framkvæmdastjórnin samþykkt að bann við ólögmætu samráði gildi ekki um vissa samninga og ákvarðanir viðurkenndra samtaka framleiðenda, félaga þeirra og viðurkenndra fjölgreinasamtaka. Auk þess eru sérsakar undanþágureglur fyrir tiltekna geira landbúnaðar samkvæmt reglugerðinni. Á undanförnum misserum hefur framkvæmdastjórn ESB beitt þessum valdheimildum vegna heimsfaraldursins, auk þess að samþykkja sérstakar stuðningsaðgerðir vegna alvarlegs ástands í evrópskum landbúnaði. Framkvæmd EES-samningsins er snýr að landbúnaðarvörum Norsk stjórnvöld hafa farið sér mun hægar í samningum við ESB en Ísland, bæði á grundvelli 19. gr. EES-samningsins og Bókunar 3 við samninginn. Stjórnvöld í Noregi virðast leggja mikla áherslu á að ávinningur af auknum tollfrjálsum markaðsaðgangi samkvæmt samningnum sé gagnkvæmur – m.ö.o. gagnist bæði norskum aðilum og aðilum innan ESB. Meðan Noregur nýti ekki að fullu sína kvóta fyrir markaðsaðgang til ESB virðist ekki á dagskrá að auka markaðsaðgang ESB til Noregs. Mikið vantar á að tollkvótar Íslands inn á markaði ESB séu fullnýttir og sumir þeirra hafa sennilega aldrei verið notaðir eins og t.d. fyrir svínakjöt. Gagnkvæmir samningar um viðskipti eiga að sjálfsögðu að vera báðum aðilum til hagsbóta en ekki bara öðrum eins og undirstrikað er í málsgreininni hér að ofan. Ætla má að allir kvótar sem ESB hefur fyrir markaðsaðgang hingað til lands séu fullnýttir, tölur um innflutning benda eindregið til þess. Úthlutun tollfrjálsra kvóta Því hefur þráfaldlega verið haldið fram að nærri stappi að Ísland brjóti alþjóðasamninga með því að bjóða kvóta fyrir tollfrjálsan markaðsaðgang til sölu. Þetta er víðs fjarri að vera satt. Sjálft ESB selur slíka kvóta og er þar nærtækast að nefna að greiða þarf fyrir tollfrjálsa kvóta fyrir skyr, inn á markað ESB. Auk þess þarf að greiða sekt sé kvótinn ekki nýttur. Auk þess má benda á að WTO hefur enga tilraun gert, svo vitað sé, til að hnekkja þessu fyrirkomulagi hér á landi. Þá hefur ESB ekki gert athugasemdir við slíkt fyrirkomulag enda notar það sjálft sambærilegar leiðir. Lokaorð Íslenskur landbúnaður á nú í vök að verjast. Fyrir liggur að misbrestir hafa verið í tollaframkvæmd landbúnaðarvara undanfarin misseri. Því má með fullri sanngirni halda því fram að þegar sé búið að flytja inn mikið af því magni t.d. osta sem samið var um tollfrjálsan markaðsaðgang fyrir. Sé vilji til að grípa inn í má vísa bæði til 112. gr. EES-samningsins sem veitir samningsaðilum heimildir til að grípa til einhliða ráðstafana ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í ákveðnum atvinnugreinum. Eins eru ákvæði í Vínarsamningnum um þjóðréttarsamninga sem hægt er að vísa til í samskiptum íslenskra stjórnvalda við framkvæmdastjórn ESB. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Landbúnaður Erna Bjarnadóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa verið miklar umræður um stöðu og hag landbúnaðarins og hlut hans í íslensku efnahagslífi. Þar hafa komið fram sjónarmið sem halda því fram að það stappi nærri lögleysu að beita hefðbundnum stjórntækjum ríkisins til að hafa áhrif á starfsumhverfi atvinnugreinarinnar, svo sem tollum, uppboðum á tollkvótum og undanþágum frá almennum samkeppnislögum. En hvað getur að líta við nánari skoðun á löggjöf og framkvæmd þessara mála í nágrannalöndum okkar sem líkt og við, eru aðilar að EES-samningnum. Samkeppnisaðstæður í nágrannalöndum - Noregur Nýverið kom út skýrsla frá Lagastofnun Háskóla Íslands um undanþágur frá samkeppnisreglum er varða samstarf milli búvöruframleiðenda í ljósi EES-/ESB réttar. Í henni er fjallað ítarlega um undanþágureglu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins. Í stuttu máli er niðurstaða hennar sú að EES-samningurinn gildir aðeins um afmörkuð svið landbúnaðar og af því leiðir að samkeppnisreglur EES-samningsins gilda ekki nema að takmörkuðu leyti um landbúnað. Norsku samkeppnislögin veita stjórnvöldum heimild til að ákveða með reglugerð að ákveðin starfsemi í landbúnaði (og sjávarútvegi) sé undanþegin banni við samkeppnishamlandi samstarfi fyrirtækja og banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Um þetta er fjallað ítarlega í fyrrnefndri skýrslu. Þessu til viðbótar má nefna að í greinargerð, sem norsk stjórnvöld (þ.m.t. norska samkeppniseftirlitið) sendu til nefndar um samkeppnismál á vegum OECD, er að finna umfjöllun um markaði fyrir landbúnaðarafurðir í Noregi (sjá málsgrein 43 í skýrslu OECD sem er aðgengileg hér. Þar segir, lauslega þýtt á íslensku: „Landbúnaðarmarkaðir í Noregi hafa víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum. Í 3. gr. samkeppnislaga er undanþága frá 10. og 11. gr. laganna (sem samsvarar greinum 101. og 102. ESB sáttmálans) um fiskveiðar og landbúnað. Markmiðið er að bæta og koma á stöðugleika í tekjum fyrir bændur. Undanþágan hefur víðtækt gildissvið þar sem hún gerir bændum kleift að gera hvers konar samninga, t.d. til að laga verð og magn og misnota markaðsráðandi stöðu. Markaðshegðun verður að vera í samræmi við lög, reglugerðir eða árlegan samning milli bændasamtakanna og stjórnvalda. Undanþágan er þó takmörkuð þar sem samkeppnishamlandi aðgerðir verða að vera í samræmi við landbúnaðarstefnu eða landbúnaðarreglur. Það eru aðallega samvinnufélög bænda sem hafa leyfi til að stjórna magni og verði en þeim er ekki heimilt að vinna með samkeppnisaðilum sínum.“ Samkeppnisreglur fyrir landbúnað í ESB Landbúnaðarstefna ESB byggir á Lissabon sáttmálanum (sjá 38. gr.-44. gr.) þar sem grunnurinn er lagður að heimildum til víðtæks markaðsskipulags og samstarfs framleiðenda. Í löggjöf ESB er þannig að finna víðtækar undanþágureglur frá samkeppnisreglum ESB sem taka sérstaklega til landbúnaðar. Þær taka til bænda, bændasamtaka eða annarra samtaka þeirra þ.á.m. samtaka framleiðenda og félagasamtaka samtaka framleiðenda. Þessar reglur eru varanlegar og byggja á því að koma skal á sameiginlegu markaðskerfi fyrir landbúnaðarafurðir til að ná markmiðum landbúnaðarstefnunnar (sjá 1. tl. 40 gr.). Þá má nefna að í löggjöf ESB er að finna undanþágu frá samkeppnisreglum vegna samninga og ákvarðana á tímabilum þegar mikið ójafnvægi er á mörkuðum. Þegar slík aðstaða er fyrir hendi getur framkvæmdastjórnin samþykkt að bann við ólögmætu samráði gildi ekki um vissa samninga og ákvarðanir viðurkenndra samtaka framleiðenda, félaga þeirra og viðurkenndra fjölgreinasamtaka. Auk þess eru sérsakar undanþágureglur fyrir tiltekna geira landbúnaðar samkvæmt reglugerðinni. Á undanförnum misserum hefur framkvæmdastjórn ESB beitt þessum valdheimildum vegna heimsfaraldursins, auk þess að samþykkja sérstakar stuðningsaðgerðir vegna alvarlegs ástands í evrópskum landbúnaði. Framkvæmd EES-samningsins er snýr að landbúnaðarvörum Norsk stjórnvöld hafa farið sér mun hægar í samningum við ESB en Ísland, bæði á grundvelli 19. gr. EES-samningsins og Bókunar 3 við samninginn. Stjórnvöld í Noregi virðast leggja mikla áherslu á að ávinningur af auknum tollfrjálsum markaðsaðgangi samkvæmt samningnum sé gagnkvæmur – m.ö.o. gagnist bæði norskum aðilum og aðilum innan ESB. Meðan Noregur nýti ekki að fullu sína kvóta fyrir markaðsaðgang til ESB virðist ekki á dagskrá að auka markaðsaðgang ESB til Noregs. Mikið vantar á að tollkvótar Íslands inn á markaði ESB séu fullnýttir og sumir þeirra hafa sennilega aldrei verið notaðir eins og t.d. fyrir svínakjöt. Gagnkvæmir samningar um viðskipti eiga að sjálfsögðu að vera báðum aðilum til hagsbóta en ekki bara öðrum eins og undirstrikað er í málsgreininni hér að ofan. Ætla má að allir kvótar sem ESB hefur fyrir markaðsaðgang hingað til lands séu fullnýttir, tölur um innflutning benda eindregið til þess. Úthlutun tollfrjálsra kvóta Því hefur þráfaldlega verið haldið fram að nærri stappi að Ísland brjóti alþjóðasamninga með því að bjóða kvóta fyrir tollfrjálsan markaðsaðgang til sölu. Þetta er víðs fjarri að vera satt. Sjálft ESB selur slíka kvóta og er þar nærtækast að nefna að greiða þarf fyrir tollfrjálsa kvóta fyrir skyr, inn á markað ESB. Auk þess þarf að greiða sekt sé kvótinn ekki nýttur. Auk þess má benda á að WTO hefur enga tilraun gert, svo vitað sé, til að hnekkja þessu fyrirkomulagi hér á landi. Þá hefur ESB ekki gert athugasemdir við slíkt fyrirkomulag enda notar það sjálft sambærilegar leiðir. Lokaorð Íslenskur landbúnaður á nú í vök að verjast. Fyrir liggur að misbrestir hafa verið í tollaframkvæmd landbúnaðarvara undanfarin misseri. Því má með fullri sanngirni halda því fram að þegar sé búið að flytja inn mikið af því magni t.d. osta sem samið var um tollfrjálsan markaðsaðgang fyrir. Sé vilji til að grípa inn í má vísa bæði til 112. gr. EES-samningsins sem veitir samningsaðilum heimildir til að grípa til einhliða ráðstafana ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í ákveðnum atvinnugreinum. Eins eru ákvæði í Vínarsamningnum um þjóðréttarsamninga sem hægt er að vísa til í samskiptum íslenskra stjórnvalda við framkvæmdastjórn ESB. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun