Ekkert bendi til að nýja breska veiran sé ónæm fyrir bóluefninu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2020 17:44 Kári Stefánsson telur ólíklegt að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fundist hefur í Bretlandi, sé ónæmt fyrir bóluefnum. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra Bretlands greindi frá því í dag að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist í landinu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert benda til þess að nýja breska veiran sleppi fram hjá bóluefninu sem hefur verið þróað. „Mér finnst harla ólíklegt og það er ekkert sem bendir til þess að þessi veira sleppi fram hjá því ónæmissvari sem bóluefni valda. Það er mjög ólíklegt,“ sagði Kári Stefánsson í Reykjavík síðdegis í dag. Hann útskýrði að mörg afbrigði væru til af veirunni og mikið sé um stökkbreytingar sem ekki hafi verið þekktar í vor. „Það sem hann er að öllum líkindum að vitna til er veirustofn sem er með 33 stökkbreytingar ofan á þetta gamla afbrigði sem kom frá Ítalíu. Ef þið veltið fyrir ykkur hvernig samanburðurinn er á því við það sem við kölluðum frönsku veiruna, eða bláu, þá er hún með 14 stökkbreytingar ofan á þetta. En þetta höfum við séð og þetta hefur sést í Danmörku og hefur breiðst út þar,“ segir Kári. „En það er mjög lítið sem bendir til þess að þessi veira með þetta stökkbreytingarmynstur flýti sér miklu meira en önnur afbrigði af veirunni. En þó er sami möguleiki að þetta breiðist út ívið hraðar en það er ekkert sem skiptir meginmáli,“ segir Kári. Það sé yfirleitt þannig með veirur af þessari gerð að þegar þær stökkbreyti sér verði þær meira smitandi en valdi minni skaða. Hann varar fólk einnig við því að trúa öllu sem stjórnmálamenn segi um vísindi. „Það var breskur heilbrigðisráðherra, sem er fyrst og fremst stjórnmálamaður, sem er að flytja okkur fréttir af nýrri veiru. Ég held að það sé mjög skynsamlegt að hafa það sem þumalfingursreglu að trúa ekki einu einasta orði sem stjórnmálamenn segja um vísindi. Þegar þeir lýsa tilkomu nýrrar veiru held ég að maður eigi bara að halla sér aftur í sætinu, horfa út um gluggann og njóta þess að sjá hvað er fallegt úti og ekki láta þetta trufla sig, hvorki á einn né annan máta,“ segir Kári. Kári segist ekki telja það skynsamlegt að slaka eigi frekar á sóttvarnaaðgerðum, þrátt fyrir að aðeins þrír hafi greinst smitaðir af veirunni hér á landi í gær. „Ég held að það væri afskaplega óskynsamlegt. Nú erum við að sigla inn í jólahátíðina þar sem menn koma mikið saman sem býður upp á að veiran geti breiðst út mjög hratt. Ég held að við eigum að standa á tánum, ég held að við eigum að teygja okkur eins langt og hægt er til þess að minnka samskipti manna á milli þannig að við komumst í gegn um afganginn af þessu ári án þess að fá nýja bylgju. Allt annað væri óskynsamlegt,“ segir Kári Stefánsson. Íslensk erfðagreining Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Herða aðgerðir í allri Danmörku Dönsk stjórnvöld hyggjast yfirfæra strangar sóttvarnaaðgerðir á landið í heild. Aðgerðirnar taka gildi strax á morgun. 15. desember 2020 16:50 Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 15. desember 2020 10:50 Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Mér finnst harla ólíklegt og það er ekkert sem bendir til þess að þessi veira sleppi fram hjá því ónæmissvari sem bóluefni valda. Það er mjög ólíklegt,“ sagði Kári Stefánsson í Reykjavík síðdegis í dag. Hann útskýrði að mörg afbrigði væru til af veirunni og mikið sé um stökkbreytingar sem ekki hafi verið þekktar í vor. „Það sem hann er að öllum líkindum að vitna til er veirustofn sem er með 33 stökkbreytingar ofan á þetta gamla afbrigði sem kom frá Ítalíu. Ef þið veltið fyrir ykkur hvernig samanburðurinn er á því við það sem við kölluðum frönsku veiruna, eða bláu, þá er hún með 14 stökkbreytingar ofan á þetta. En þetta höfum við séð og þetta hefur sést í Danmörku og hefur breiðst út þar,“ segir Kári. „En það er mjög lítið sem bendir til þess að þessi veira með þetta stökkbreytingarmynstur flýti sér miklu meira en önnur afbrigði af veirunni. En þó er sami möguleiki að þetta breiðist út ívið hraðar en það er ekkert sem skiptir meginmáli,“ segir Kári. Það sé yfirleitt þannig með veirur af þessari gerð að þegar þær stökkbreyti sér verði þær meira smitandi en valdi minni skaða. Hann varar fólk einnig við því að trúa öllu sem stjórnmálamenn segi um vísindi. „Það var breskur heilbrigðisráðherra, sem er fyrst og fremst stjórnmálamaður, sem er að flytja okkur fréttir af nýrri veiru. Ég held að það sé mjög skynsamlegt að hafa það sem þumalfingursreglu að trúa ekki einu einasta orði sem stjórnmálamenn segja um vísindi. Þegar þeir lýsa tilkomu nýrrar veiru held ég að maður eigi bara að halla sér aftur í sætinu, horfa út um gluggann og njóta þess að sjá hvað er fallegt úti og ekki láta þetta trufla sig, hvorki á einn né annan máta,“ segir Kári. Kári segist ekki telja það skynsamlegt að slaka eigi frekar á sóttvarnaaðgerðum, þrátt fyrir að aðeins þrír hafi greinst smitaðir af veirunni hér á landi í gær. „Ég held að það væri afskaplega óskynsamlegt. Nú erum við að sigla inn í jólahátíðina þar sem menn koma mikið saman sem býður upp á að veiran geti breiðst út mjög hratt. Ég held að við eigum að standa á tánum, ég held að við eigum að teygja okkur eins langt og hægt er til þess að minnka samskipti manna á milli þannig að við komumst í gegn um afganginn af þessu ári án þess að fá nýja bylgju. Allt annað væri óskynsamlegt,“ segir Kári Stefánsson.
Íslensk erfðagreining Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Herða aðgerðir í allri Danmörku Dönsk stjórnvöld hyggjast yfirfæra strangar sóttvarnaaðgerðir á landið í heild. Aðgerðirnar taka gildi strax á morgun. 15. desember 2020 16:50 Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 15. desember 2020 10:50 Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Herða aðgerðir í allri Danmörku Dönsk stjórnvöld hyggjast yfirfæra strangar sóttvarnaaðgerðir á landið í heild. Aðgerðirnar taka gildi strax á morgun. 15. desember 2020 16:50
Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 15. desember 2020 10:50
Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. 15. desember 2020 06:59