Biden ætlar að tilnefna Buttigieg í embætti samgönguráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2020 23:46 Pete Buttigieg yrði fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn til að sitja í ríkisstjórn Bandaríkjanna. EPA/JIM LO SCALZO Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að skipa Pete Buttigieg í embætti samgönguráðherra Bandaríkjanna. Þetta hafa fjölmiðlar vestanhafs eftir heimildarmönnum sínum. Buttigieg, sem kallaður er Mayor Pete, því hann var borgarstjóri South Bend í Indiana, bauð sig fram til forseta í forvali Demókrataflokksins og þá gegn Biden. Gengi Buttigieg fór fram úr væntingum sérfræðinga í fyrstu ríkjunum þar sem atkvæðagreiðsla fór fram og varð hann meðal þeirra fremstu í forvalinu. Framboð hans datt þó aftur úr þegar á leið og að endingu hætti hann og gekk til liðs við framboð Bidens. Í kjölfarið fór Biden fögrum orðum um borgarstjórann fyrrverandi og líkti honum við látinn son sinn, Beau. Hann sagði það mesta hrós sem hann gæti veitt nokkrum manni eða konu. Verði hann tilnefndur og staðfestur í embættið af öldungadeildarþingmönnum yrði Buttigieg fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn til að sitja í ríkisstjórnarembætti í Bandaríkjunum. Buttigieg var kosinn borgarstjóri árið 2011, þá einungis 29 ára gamall og varð hann þá yngsti borgarstjóri Bandaríkjanna í borg með fleiri en hundrað þúsund íbúa. Hann þjónaði í flota Bandaríkjanna og tók 7 mánaða leyfi frá embætti sínu árið 2014 og var sendur til Afganistan. Buttigieg útskrifaðist úr Harvard og býr í South Bend ásamt eiginmanni sínum. Sjá einnig: Pete Buttigieg sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa hagsmunasamtök LGBTQ-fólks þegar lýst yfir stuðningi við tilnefningu Buttigieg, þó hún hafi ekki verið tilkynnt opinberlega. Leiðtogar Black Lives Matter hreyfingarinnar í South Bend hafa þó lýst yfir óánægju sinni. Leiðtogi hreyfingarinnar þar segir að Buttigieg hafi beitt lögreglunni harkalega gegn svörtu fólki í borginni. Hreyfingin hafði áður látið óánægju sína með Buttigieg ljósa í kosningabaráttunni í fyrra eftiri að svartur íbúi South Bend var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni. Biden hefur heitið því að fjárfesta verulega í innviðum í Bandaríkjunum og á sama tíma draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í frétt Washington Post segir að framtíð Buttigieg í bandarískri pólitík gæti ráðist í embættinu og hvort honum muni ganga vel þar. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Gengi Buttigieg fór fram úr væntingum sérfræðinga í fyrstu ríkjunum þar sem atkvæðagreiðsla fór fram og varð hann meðal þeirra fremstu í forvalinu. Framboð hans datt þó aftur úr þegar á leið og að endingu hætti hann og gekk til liðs við framboð Bidens. Í kjölfarið fór Biden fögrum orðum um borgarstjórann fyrrverandi og líkti honum við látinn son sinn, Beau. Hann sagði það mesta hrós sem hann gæti veitt nokkrum manni eða konu. Verði hann tilnefndur og staðfestur í embættið af öldungadeildarþingmönnum yrði Buttigieg fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn til að sitja í ríkisstjórnarembætti í Bandaríkjunum. Buttigieg var kosinn borgarstjóri árið 2011, þá einungis 29 ára gamall og varð hann þá yngsti borgarstjóri Bandaríkjanna í borg með fleiri en hundrað þúsund íbúa. Hann þjónaði í flota Bandaríkjanna og tók 7 mánaða leyfi frá embætti sínu árið 2014 og var sendur til Afganistan. Buttigieg útskrifaðist úr Harvard og býr í South Bend ásamt eiginmanni sínum. Sjá einnig: Pete Buttigieg sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa hagsmunasamtök LGBTQ-fólks þegar lýst yfir stuðningi við tilnefningu Buttigieg, þó hún hafi ekki verið tilkynnt opinberlega. Leiðtogar Black Lives Matter hreyfingarinnar í South Bend hafa þó lýst yfir óánægju sinni. Leiðtogi hreyfingarinnar þar segir að Buttigieg hafi beitt lögreglunni harkalega gegn svörtu fólki í borginni. Hreyfingin hafði áður látið óánægju sína með Buttigieg ljósa í kosningabaráttunni í fyrra eftiri að svartur íbúi South Bend var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni. Biden hefur heitið því að fjárfesta verulega í innviðum í Bandaríkjunum og á sama tíma draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í frétt Washington Post segir að framtíð Buttigieg í bandarískri pólitík gæti ráðist í embættinu og hvort honum muni ganga vel þar.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira