Þjálfari Íslandsmeistaranna vill sjá breytingar svo hægt sé að klára mótið með sem bestum hætti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. desember 2020 13:00 Darri Freyr tók við þjálfun KR síðasta vor. Liðið hefur aðeins leikið einn deildarleik undir hans stjórn vegna æfinga- og keppnisbanns hér á landi frá því í október. KR Karfa Darri Freyr Atlason, þjálfari meistaraflokks karla hjá Íslandsmeisturum KR, vill sjá fyrirkomulagi Dominos-deildarinnar breytt svo hægt sé að klára mótið með viðunandi hætti. Darri Freyr birti á Twitter-síðu sinni hugmyndir um hvernig mætti útfæra Íslandsmótið með þrjú mikilvæg atriði að leiðarljósi. Hann telur að heilsa leikmanna eigi allaf að vera í fyrsta sæti, svo þurfi að huga að fjárhag liðanna sem og vörunni sem körfubolti er. Þráður um hvernig má endurskipuleggja íslandsmótið í körfubolta.Fyrir mér eru þrjú atriði mikilvægust:1) Heilsa leikmanna2) Fjárhagur liðanna3) Varan körfubolti1/n#korfubolti— Darri (@DarriFreyr) December 15, 2020 Darri vill spila ellefu leikja deildarkeppni á sem stystum tíma en halda bæði bikar og úrslitakeppni óbreyttri. Liðin sem enda í 7. og 8. sæti spila við liðin í 9. og 10. sæti um að komast inn í úrslitakeppnina. Liðin í efri tveimur sætunum þyrftu að vinna einn leik en neðri tvö þyrftu að vinna tvo leiki. Liðin í neðstu tveimur sætum Dominos-deildarinnar (11. og 12. sæti) myndu svo leika í hefðbundinni seríu gegn efstu tveimur liðunum í 1. deild. Með þessu fyrirkomulagi væri tryggt að ekkert félag myndi falla „ósanngjarnt“ niður um deild vegna þess hve fáa leiki það hefur spilað eða af því liðin í kringum þau ættu til að mynda eftir að spila við topplið deildarinnar. „Öll lið fá alvöru leiki sem draga að áhuga og auka verðmæti vörunnar,“ segir einnig í þræði Darra sem telur níu tíst. Með þessu er tryggt að ekkert lið fer "ósanngjarnt" niður á fáum leikjum spiluðum. Öll lið fá alvöru leiki sem draga að áhuga og auka verðmæti vörunnar.4/n— Darri (@DarriFreyr) December 15, 2020 Þá telur Darri það henta deildinni illa að spila vel inn í næsta sumar þar sem úrslitakeppnin borgar að hluta til undir rekstur deildarkeppninnar. Þá telur hann körfuboltann ekki vilja keppa við stórmót í fótbolta (EM fer fram), Pepsi Max deildirnar og sumarfrí landsliðsmanna. „Styrktaraðilar deildarinnar fá með því minna fyrir peninginn sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir fjármögnun komandi tímabila. Bæði fyrir KKÍ og liðin. Varan okkar er úrslitakeppnin. Vorin eru eign körfunnar. Snúum þessu í tækifæri og markaðssetjum 100 daga mót sem enginn má missa af á þessum síðustu og verstu,“ segir Darri að endingu. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla KR Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Darri Freyr birti á Twitter-síðu sinni hugmyndir um hvernig mætti útfæra Íslandsmótið með þrjú mikilvæg atriði að leiðarljósi. Hann telur að heilsa leikmanna eigi allaf að vera í fyrsta sæti, svo þurfi að huga að fjárhag liðanna sem og vörunni sem körfubolti er. Þráður um hvernig má endurskipuleggja íslandsmótið í körfubolta.Fyrir mér eru þrjú atriði mikilvægust:1) Heilsa leikmanna2) Fjárhagur liðanna3) Varan körfubolti1/n#korfubolti— Darri (@DarriFreyr) December 15, 2020 Darri vill spila ellefu leikja deildarkeppni á sem stystum tíma en halda bæði bikar og úrslitakeppni óbreyttri. Liðin sem enda í 7. og 8. sæti spila við liðin í 9. og 10. sæti um að komast inn í úrslitakeppnina. Liðin í efri tveimur sætunum þyrftu að vinna einn leik en neðri tvö þyrftu að vinna tvo leiki. Liðin í neðstu tveimur sætum Dominos-deildarinnar (11. og 12. sæti) myndu svo leika í hefðbundinni seríu gegn efstu tveimur liðunum í 1. deild. Með þessu fyrirkomulagi væri tryggt að ekkert félag myndi falla „ósanngjarnt“ niður um deild vegna þess hve fáa leiki það hefur spilað eða af því liðin í kringum þau ættu til að mynda eftir að spila við topplið deildarinnar. „Öll lið fá alvöru leiki sem draga að áhuga og auka verðmæti vörunnar,“ segir einnig í þræði Darra sem telur níu tíst. Með þessu er tryggt að ekkert lið fer "ósanngjarnt" niður á fáum leikjum spiluðum. Öll lið fá alvöru leiki sem draga að áhuga og auka verðmæti vörunnar.4/n— Darri (@DarriFreyr) December 15, 2020 Þá telur Darri það henta deildinni illa að spila vel inn í næsta sumar þar sem úrslitakeppnin borgar að hluta til undir rekstur deildarkeppninnar. Þá telur hann körfuboltann ekki vilja keppa við stórmót í fótbolta (EM fer fram), Pepsi Max deildirnar og sumarfrí landsliðsmanna. „Styrktaraðilar deildarinnar fá með því minna fyrir peninginn sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir fjármögnun komandi tímabila. Bæði fyrir KKÍ og liðin. Varan okkar er úrslitakeppnin. Vorin eru eign körfunnar. Snúum þessu í tækifæri og markaðssetjum 100 daga mót sem enginn má missa af á þessum síðustu og verstu,“ segir Darri að endingu.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla KR Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira