Verslunum í Danmörku gert að loka fram yfir áramót Sylvía Hall skrifar 16. desember 2020 17:45 Aðgerðir hafa verið hertar umtalsvert í Danmörku, en metfjöldi smita greindist í gær. EPA-EFE/Philip Davali Stjórnvöld í Danmörku hafa ákveðið að herða aðgerðir í ljósi versnandi stöðu faraldursins þar í landi. Allar verslanir fyrir utan matvöruverslanir og apótek munu þurfa að loka frá 25. desember og mega þær opna á ný þann 3. janúar. Aðgerðirnar gilda á landsvísu, en hertar aðgerðir tóku gildi á mánudaginn í síðustu viku. Þá giltu þær fyrir sextíu og níu sveitarfélög Danmerkur en nú munu allir landsmenn þurfa að lúta ströngum sóttvarnareglum. Einyrkjar þurfa að loka starfsemi sinni frá 21. desember, þar með talið hárgreiðslustofur og sjúkraþjálfarar, og mun samkomubann miðast við tíu manns að hámarki. Mette Frederiksen forsætisráðherra segir stöðuna grafalvarlega. „Staða kórónuveirufaraldursins er því miður mjög alvarleg. Yfir 22 þúsund hafa greinst með veiruna síðastliðna viku og 15 þúsund vikuna áður. Vitaskuld eru fleiri sýni tekin nú en við sjáum því miður að fleiri eru að greinast jákvæðir.“ Samhliða fleiri smitum fjölgar innlögnum á sjúkrahús og eru 493 vegna Covid-19 samkvæmt danska ríkisútvarpinu, 54 fleiri en voru í gær. Áhættustig var hækkað upp í 4 sem er það næst hæsta samkvæmt kerfinu sem þar er í gildi. Þó svo að samkomubann miðist við tíu manns biður Frederiksen fólk ekki um að horfa á það sem almenna hvatningu til þess að halda tíu manna samkomur. Þvert á móti ættu sem fæstir að koma saman yfir hátíðirnar. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi smitaðra í Danmörku og aðgerðir hertar víðar Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að láta hertar aðgerðir, sem kynntar voru í vikunni, ná til 69 af 98 sveitarfélögum landsins. Ástæðan er metfjöldi kórónuveirusmitaðra sem greindust í landinu í gær. 10. desember 2020 14:54 Veitingastaðir og barir loki og elstu grunnskólabörnin send heim Danska ríkisstjórnin kynnir hertar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á fréttamannafundi klukkan 11 að íslenskum tíma. Heimildir danskra fjölmiðla herma að aðgerðirnar snúist meðal annars um að senda öll grunnskólabörn í 5. bekk og á eldri stigum. Þá verði öllum veitingastöðum, börum, kvikmyndahúsum og leikhúsum gert að loka. 7. desember 2020 09:11 Mette boðar lokanir í Danmörku í jólalegu ávarpi Ríkisstjórn Danmerkur hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem tilkynna á nýjar aðgerðir í stórum hluta landsins til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kom fram í ávarpi Mette Frederiksen forsætisráðherra sem hún birti á Facebook í kvöld. 6. desember 2020 21:14 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Aðgerðirnar gilda á landsvísu, en hertar aðgerðir tóku gildi á mánudaginn í síðustu viku. Þá giltu þær fyrir sextíu og níu sveitarfélög Danmerkur en nú munu allir landsmenn þurfa að lúta ströngum sóttvarnareglum. Einyrkjar þurfa að loka starfsemi sinni frá 21. desember, þar með talið hárgreiðslustofur og sjúkraþjálfarar, og mun samkomubann miðast við tíu manns að hámarki. Mette Frederiksen forsætisráðherra segir stöðuna grafalvarlega. „Staða kórónuveirufaraldursins er því miður mjög alvarleg. Yfir 22 þúsund hafa greinst með veiruna síðastliðna viku og 15 þúsund vikuna áður. Vitaskuld eru fleiri sýni tekin nú en við sjáum því miður að fleiri eru að greinast jákvæðir.“ Samhliða fleiri smitum fjölgar innlögnum á sjúkrahús og eru 493 vegna Covid-19 samkvæmt danska ríkisútvarpinu, 54 fleiri en voru í gær. Áhættustig var hækkað upp í 4 sem er það næst hæsta samkvæmt kerfinu sem þar er í gildi. Þó svo að samkomubann miðist við tíu manns biður Frederiksen fólk ekki um að horfa á það sem almenna hvatningu til þess að halda tíu manna samkomur. Þvert á móti ættu sem fæstir að koma saman yfir hátíðirnar.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi smitaðra í Danmörku og aðgerðir hertar víðar Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að láta hertar aðgerðir, sem kynntar voru í vikunni, ná til 69 af 98 sveitarfélögum landsins. Ástæðan er metfjöldi kórónuveirusmitaðra sem greindust í landinu í gær. 10. desember 2020 14:54 Veitingastaðir og barir loki og elstu grunnskólabörnin send heim Danska ríkisstjórnin kynnir hertar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á fréttamannafundi klukkan 11 að íslenskum tíma. Heimildir danskra fjölmiðla herma að aðgerðirnar snúist meðal annars um að senda öll grunnskólabörn í 5. bekk og á eldri stigum. Þá verði öllum veitingastöðum, börum, kvikmyndahúsum og leikhúsum gert að loka. 7. desember 2020 09:11 Mette boðar lokanir í Danmörku í jólalegu ávarpi Ríkisstjórn Danmerkur hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem tilkynna á nýjar aðgerðir í stórum hluta landsins til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kom fram í ávarpi Mette Frederiksen forsætisráðherra sem hún birti á Facebook í kvöld. 6. desember 2020 21:14 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Metfjöldi smitaðra í Danmörku og aðgerðir hertar víðar Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að láta hertar aðgerðir, sem kynntar voru í vikunni, ná til 69 af 98 sveitarfélögum landsins. Ástæðan er metfjöldi kórónuveirusmitaðra sem greindust í landinu í gær. 10. desember 2020 14:54
Veitingastaðir og barir loki og elstu grunnskólabörnin send heim Danska ríkisstjórnin kynnir hertar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á fréttamannafundi klukkan 11 að íslenskum tíma. Heimildir danskra fjölmiðla herma að aðgerðirnar snúist meðal annars um að senda öll grunnskólabörn í 5. bekk og á eldri stigum. Þá verði öllum veitingastöðum, börum, kvikmyndahúsum og leikhúsum gert að loka. 7. desember 2020 09:11
Mette boðar lokanir í Danmörku í jólalegu ávarpi Ríkisstjórn Danmerkur hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem tilkynna á nýjar aðgerðir í stórum hluta landsins til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kom fram í ávarpi Mette Frederiksen forsætisráðherra sem hún birti á Facebook í kvöld. 6. desember 2020 21:14