Hvellskýr krafa foreldra um sveigjanlegt fæðingarorlof Vilhjálmur Árnason skrifar 16. desember 2020 19:00 Alþingi hefur nú þegar ákveðið þá miklu framför að fæðingarorlofið verði 12 mánuðir frá og með 1. janúar n.k. Í dag eiga foreldrar sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í allt að 4 mánuði hvort um sig og að auki sameiginlega 2 mánuði til viðbótar sem annað foreldrið getur tekið eða foreldrarnir skipt með sér. Var umrædd breyting gerð á lögunum fyrir ári síðan en áður hafði 9 mánaða fæðingarorlof verið við lýði í yfir 20 ár. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um frekari réttarbætur til verðandi foreldra er viðkemur rétti einstæðra foreldra, þegar andvanafæðing á sér stað og fyrir þá foreldra sem búa fjarri fæðingarstað svo dæmi séu tekin. Í frumvarpinu er einnig getið til um hvernig skipta á mánuðum tólf á milli foreldranna. Um það atriði eru skiptar skoðanir og ýmislegt tínt til í þeirri umræðu. Þar takast á þau sjónarmið hvort hugsa eigi frumvarpið einvörðungu út frá jafnréttismálum á vinnumarkaði eða hvort eigi að taka sjónarmið varðandi hagsmuni barnsins inn í myndina líka með því að hafa aukið svigrúm fyrir foreldrana til að haga málum eins og þau telja best fyrir barnið. Frumvarpið leggur til að skiptingin verði jöfn, 6 mánuðir fyrir hvort foreldri en annað foreldrið megi framselja 1 mánuð til hins. Landlæknisembættið, Barnaheill, Ljósmæðrafélag Íslands, Geðverndarfélag Íslands og ungir verðandi foreldrar hafa talað skýrt fyrir auknum sveigjanleika. Þar hafa helst komið til tvær tillögur um sömu skiptingu eins og hefur fært okkur góðan árangur á síðustu árum, þ.e. úr 3 – 3 – 3 mánuðum yfir í 4 – 4 – 4 mánuði annars vegar og hins vegar jöfn 6 – 6 mánaða skipting en heimild til að framselja 2 mánuði í stað 1 mánaðar. Ég hef tekið undir þessar tillögur og talað fyrir þeim síðastliðið ár eða síðan ákveðið var að lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði. Helstu rökin fyrir jafnri skiptingu eru sögð vera jafnrétti á vinnumarkaði og að öðruvísi verði börnum ekki tryggðar jafnar samvistir við báða foreldrana. Þá er einnig talið að jafnrétti innan heimilisins breytist ekki heldur nema með þessari miklu forræðishyggju. Það eru allir sammála um markmiðin til aukins jafnréttis og mikilvægi þess að börn fái jafna umönnun og tengsl við báða foreldra. Um það er ekki deilt. Hver leiðin er á áfangastað er það sem deilt er um. Þegar horft er í gögnin og veruleikinn kallaður fram þá kemur í ljós að lágmarks- og hámarksgreiðslurnar skipta mestu máli um hvernig foreldrar nýta rétt sinn til fæðingarorlofs. Þá hefur því verið haldið fram að feður nýti alltaf sinn fasta rétt en ekki mánuð meir. Það er ekki svo einfalt þegar betur er að gáð. Heldur nýta feður í sambúð rétt sinn mun minna en aðrir feður og þegar ekki voru hámarksgreiðslur nýttu feður sinn rétt umfram sinn fasta rétt. Þetta bendir til þess að börn munu ekki fá notið allra 12 mánaðanna verði skiptingin svona skilyrt. Sérstaklega börn þar sem foreldrar búa saman, þau verða mun líklegri til að tapa umönnunarmánuðum. Þá kemur að öðru, 75% mæðra sem ganga með barnið ákveða að dreifa sínum fæðingarorlofsrétti yfir lengra tímabil eða 12 mánuði. Það lækkar svo aftur mánaðarlegar tekjur þeirra á meðan fæðingarorlofi stendur og gerir þær fjárhagslega háðari maka sínum. Þetta er ein af stóru ástæðunum fyrir launamuni kynjanna í dag, áhrif fæðingarorlofsins á laun kvenna. Með stífri skiptingu mánaðanna og vilja 75% kvenna sem ganga með barn að dreifa sínu orlofi yfir lengri tíma er verið að halda í kynbundinn launamun. Frelsi fylgir ábyrgð en þú getur ekki sýnt ábyrgð nema fá traust. Lýðræðisleg þátttaka ungs fólks og komandi kynslóða er oft nefnd á tyllidögum. Með þeim tillögum sem liggja fyrir Alþingi er ekki hlustað á vilja ungs fólks sem mun búa við þessa löggjöf, þeim er ekki treyst og þau eru ekki virt fyrir að hafa önnur gildi í garð fjölskyldu og jafnréttis en eldri kynslóðir sem tala fyrir þessu frumvarpi og vilja hafa vit fyrir þeim sem yngri eru. Þá er ekki tekið tillit til þeirra breyttu og fjölbreyttari aðstæðna sem komandi kynslóðir eru að takast á við og þurfa til þess sveigjanleika. Alls bárust 253 umsagnir við frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof í Samráðsgátt stjórnvalda, langflestar frá ungu fólki og þeirra krafa var nánast einróma og hvellskýr. Þau vilja frelsi og sveigjanleika og okkur ber að virða þeirra óskir. Þá má ekki gleyma breytingum á vinnumarkaði með styttri vinnuviku og meiri fjarvinnu eftir COVID. Það er ekki nóg að setja bara fram það sem hentar, stóra myndin verður að liggja fyrir. Vilhjálmur Árnason, alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og nefndarmaður í velferðarnefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Vilhjálmur Árnason Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú þegar ákveðið þá miklu framför að fæðingarorlofið verði 12 mánuðir frá og með 1. janúar n.k. Í dag eiga foreldrar sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í allt að 4 mánuði hvort um sig og að auki sameiginlega 2 mánuði til viðbótar sem annað foreldrið getur tekið eða foreldrarnir skipt með sér. Var umrædd breyting gerð á lögunum fyrir ári síðan en áður hafði 9 mánaða fæðingarorlof verið við lýði í yfir 20 ár. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um frekari réttarbætur til verðandi foreldra er viðkemur rétti einstæðra foreldra, þegar andvanafæðing á sér stað og fyrir þá foreldra sem búa fjarri fæðingarstað svo dæmi séu tekin. Í frumvarpinu er einnig getið til um hvernig skipta á mánuðum tólf á milli foreldranna. Um það atriði eru skiptar skoðanir og ýmislegt tínt til í þeirri umræðu. Þar takast á þau sjónarmið hvort hugsa eigi frumvarpið einvörðungu út frá jafnréttismálum á vinnumarkaði eða hvort eigi að taka sjónarmið varðandi hagsmuni barnsins inn í myndina líka með því að hafa aukið svigrúm fyrir foreldrana til að haga málum eins og þau telja best fyrir barnið. Frumvarpið leggur til að skiptingin verði jöfn, 6 mánuðir fyrir hvort foreldri en annað foreldrið megi framselja 1 mánuð til hins. Landlæknisembættið, Barnaheill, Ljósmæðrafélag Íslands, Geðverndarfélag Íslands og ungir verðandi foreldrar hafa talað skýrt fyrir auknum sveigjanleika. Þar hafa helst komið til tvær tillögur um sömu skiptingu eins og hefur fært okkur góðan árangur á síðustu árum, þ.e. úr 3 – 3 – 3 mánuðum yfir í 4 – 4 – 4 mánuði annars vegar og hins vegar jöfn 6 – 6 mánaða skipting en heimild til að framselja 2 mánuði í stað 1 mánaðar. Ég hef tekið undir þessar tillögur og talað fyrir þeim síðastliðið ár eða síðan ákveðið var að lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði. Helstu rökin fyrir jafnri skiptingu eru sögð vera jafnrétti á vinnumarkaði og að öðruvísi verði börnum ekki tryggðar jafnar samvistir við báða foreldrana. Þá er einnig talið að jafnrétti innan heimilisins breytist ekki heldur nema með þessari miklu forræðishyggju. Það eru allir sammála um markmiðin til aukins jafnréttis og mikilvægi þess að börn fái jafna umönnun og tengsl við báða foreldra. Um það er ekki deilt. Hver leiðin er á áfangastað er það sem deilt er um. Þegar horft er í gögnin og veruleikinn kallaður fram þá kemur í ljós að lágmarks- og hámarksgreiðslurnar skipta mestu máli um hvernig foreldrar nýta rétt sinn til fæðingarorlofs. Þá hefur því verið haldið fram að feður nýti alltaf sinn fasta rétt en ekki mánuð meir. Það er ekki svo einfalt þegar betur er að gáð. Heldur nýta feður í sambúð rétt sinn mun minna en aðrir feður og þegar ekki voru hámarksgreiðslur nýttu feður sinn rétt umfram sinn fasta rétt. Þetta bendir til þess að börn munu ekki fá notið allra 12 mánaðanna verði skiptingin svona skilyrt. Sérstaklega börn þar sem foreldrar búa saman, þau verða mun líklegri til að tapa umönnunarmánuðum. Þá kemur að öðru, 75% mæðra sem ganga með barnið ákveða að dreifa sínum fæðingarorlofsrétti yfir lengra tímabil eða 12 mánuði. Það lækkar svo aftur mánaðarlegar tekjur þeirra á meðan fæðingarorlofi stendur og gerir þær fjárhagslega háðari maka sínum. Þetta er ein af stóru ástæðunum fyrir launamuni kynjanna í dag, áhrif fæðingarorlofsins á laun kvenna. Með stífri skiptingu mánaðanna og vilja 75% kvenna sem ganga með barn að dreifa sínu orlofi yfir lengri tíma er verið að halda í kynbundinn launamun. Frelsi fylgir ábyrgð en þú getur ekki sýnt ábyrgð nema fá traust. Lýðræðisleg þátttaka ungs fólks og komandi kynslóða er oft nefnd á tyllidögum. Með þeim tillögum sem liggja fyrir Alþingi er ekki hlustað á vilja ungs fólks sem mun búa við þessa löggjöf, þeim er ekki treyst og þau eru ekki virt fyrir að hafa önnur gildi í garð fjölskyldu og jafnréttis en eldri kynslóðir sem tala fyrir þessu frumvarpi og vilja hafa vit fyrir þeim sem yngri eru. Þá er ekki tekið tillit til þeirra breyttu og fjölbreyttari aðstæðna sem komandi kynslóðir eru að takast á við og þurfa til þess sveigjanleika. Alls bárust 253 umsagnir við frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof í Samráðsgátt stjórnvalda, langflestar frá ungu fólki og þeirra krafa var nánast einróma og hvellskýr. Þau vilja frelsi og sveigjanleika og okkur ber að virða þeirra óskir. Þá má ekki gleyma breytingum á vinnumarkaði með styttri vinnuviku og meiri fjarvinnu eftir COVID. Það er ekki nóg að setja bara fram það sem hentar, stóra myndin verður að liggja fyrir. Vilhjálmur Árnason, alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og nefndarmaður í velferðarnefnd Alþingis.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun