Fjögurra milljarða króna framkvæmd við höfnina í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. desember 2020 18:17 Stefnt er að því farþegaferja hefji siglingar til Þorlákshafnar þar sem verður frakt, fólk og bílar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stefnt er að því að ráðst í fjögurra milljarða framkvæmd við stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn þannig að það verði hægt að taka á móti 180 metra löngum skipum og 30 metra breiðum. Þá er stefnt að því að farþegaferja hefji siglingar frá Evrópu til Þorlákshafnar. Umsvif hafnarinnar í Þorlákshöfn eru alltaf að verða meiri og meiri en í dag koma þar tvær vöruflutningaferjur á vegum Smyril line í áætlunarsiglingum frá Evrópu til Þorlákshafnar í hverri viku. Þá er unnið að því að þriðja ferjan bætist við sem verður þá skip sem flytur fólk og bíla.. En fyrst þarf að stækka höfnina en það er verkefni upp á fjóra milljarða króna. Um fjórir milljarðar króna munu fara í stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn og næstu árum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við bindum vonir við það að geta ráðist í útboð og framkvæmdir árið 2021 og innan tveggja til þriggja ára gæti verið farið að fara að ganga farþegaskip í reglulegum siglingum inn á Evrópu, þannig að hamingjan er hér,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri og bætir við; „Í dag eru tvö skip í reglulegum siglingum inn á Evrópu. Það er skip á mánudögum og föstudögum og með því að bæta við skipi á miðvikudögum líka þá held ég að engum dyljist að Þorlákshöfn er nú þegar orðin ein helsta vöruhöfn í Evrópusiglingum og þriðja skipið treystir þá stöðu.“ Elliði segir verkefnið með farþegaferjuna mjög spennandi. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta er gríðarlega spennandi og þarna skiptir ofboðslega miklu að þetta byggir ofan á sjókvíaeldið og landeldið, sem von er á. Það er vara til útflutnings og þannig hafi skipafélög vaxandi áhuga á að sigla frá Þorlákshöfn og sömuleiðis munar miklu fyrir fyrirtæki, bæði í kostnaði því bæði fyrirtæki og neytendur horfa líka meira í hvað það sparast mikill útblástur á gróðurhúsalofttegundum með því að sigla frá Þorlákshöfn versus Sundahöfn . Það munar bara um það bil sólarhring í siglingu, að þurfa ekki að fara fyrir Reykjanesið,“ segir Elliði. Ölfus Skipaflutningar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Sjá meira
Umsvif hafnarinnar í Þorlákshöfn eru alltaf að verða meiri og meiri en í dag koma þar tvær vöruflutningaferjur á vegum Smyril line í áætlunarsiglingum frá Evrópu til Þorlákshafnar í hverri viku. Þá er unnið að því að þriðja ferjan bætist við sem verður þá skip sem flytur fólk og bíla.. En fyrst þarf að stækka höfnina en það er verkefni upp á fjóra milljarða króna. Um fjórir milljarðar króna munu fara í stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn og næstu árum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við bindum vonir við það að geta ráðist í útboð og framkvæmdir árið 2021 og innan tveggja til þriggja ára gæti verið farið að fara að ganga farþegaskip í reglulegum siglingum inn á Evrópu, þannig að hamingjan er hér,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri og bætir við; „Í dag eru tvö skip í reglulegum siglingum inn á Evrópu. Það er skip á mánudögum og föstudögum og með því að bæta við skipi á miðvikudögum líka þá held ég að engum dyljist að Þorlákshöfn er nú þegar orðin ein helsta vöruhöfn í Evrópusiglingum og þriðja skipið treystir þá stöðu.“ Elliði segir verkefnið með farþegaferjuna mjög spennandi. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta er gríðarlega spennandi og þarna skiptir ofboðslega miklu að þetta byggir ofan á sjókvíaeldið og landeldið, sem von er á. Það er vara til útflutnings og þannig hafi skipafélög vaxandi áhuga á að sigla frá Þorlákshöfn og sömuleiðis munar miklu fyrir fyrirtæki, bæði í kostnaði því bæði fyrirtæki og neytendur horfa líka meira í hvað það sparast mikill útblástur á gróðurhúsalofttegundum með því að sigla frá Þorlákshöfn versus Sundahöfn . Það munar bara um það bil sólarhring í siglingu, að þurfa ekki að fara fyrir Reykjanesið,“ segir Elliði.
Ölfus Skipaflutningar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Sjá meira