Rafmagnsskortur í Kína rakinn til deilu við Ástrala Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2020 13:21 Kolaverð hefur hækkað mikið í Kína að undanförnu. AP/Wang Kai/Xinhua Búið er að loka verksmiðjum víða í Kína og yfirvöld borga hafa gert íbúum að spara rafmagnsnotkun vegna orkuskorts í landinu. Samhliða skortinum og takmörkunum fer hitastig lækkandi. Financial Times segir ástandið undirstrika vanda yfirvalda Kína varðandi harða utanríkisstefnu þeirra og þarfa hagkerfisins. Orkuskortinn má nefnilega að einhverju leyti rekja til þess að yfirvöld í Kína hafa stöðvað innflutning kola frá Ástralíu vegna deilna ríkjanna. Í frétt ABC News í Ástralíu frá helginni segir að í nóvember hafi rúmlega 60 kolaskip frá Ástralíu verið stöðvuð í kínverskri landhelgi. Samkvæmt frétt South China Morning Post í síðustu viku hefur kolaverð hækkað gífurlega að undanförnu. Þar er haft eftir yfirvöldum Kína að ríkið búi yfir nægum birgðum út veturinn en þrátt fyrir þá yfirlýsingu hafa ráðmenn skipað embættismönnum víðsvegar um landið að draga úr raforkunotkun. Samskipti Ástralíu og Kína versnað töluvert að undanförnu. Fyrir því eru margar ástæður en Ástralar gengu fyrr á árinu til liðs við Bandaríkjamenn í að fordæma ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs og sökuðu þeir Kínverja um að fara fram með offorsi og þjösnaskap. Kína er langstærsti viðskiptaaðili Ástralíu og kaupir um þriðjung af öllum útflutningi ríkisins. Þá ferðast rúmlega milljón Kínverja til Ástralíu á ári hverju og þangað fara fjölmargir Kínverjar til að stunda nám. Í Hunan-héraði er ekki kveikt á helmingi ljósastaura og þá hefur verið slökkt á lyftum í háum byggingum í Changsha, höfuðborg héraðsins. Þar hafa íbúar þurft að ganga upp allt að tuttugu hæðir til að komast til vinnu. Maður sem vinnur í slíkri byggingu sagði blaðamönnum FT að hann hefði aldrei átt í meiri vandræðum með að komast í vinnuna. Hann sat til að mynda fastur í lyftu í 40 mínútur eftir að hún varð rafmagnslaus. Sambærilegar sögur hafa borist frá fleiri héruðum landsins. Yfirvöld í Kína segja að kuldakasti og aukinni eftirspurn sé um að kenna. Í samtali við FT sagði yfirmaður kínversk orkufyrirtækis að mörg af smærri orkuverum Kína reiði á kol frá Ástralíu vegna gæða þess og forsvarsmenn þeirra eigi í erfiðleikum með að finna eitthvað í staðinn. Þá ráði kínversk námuvinnsla ekki við þá auknu eftirspurn sem hefur fylgt innflutningsbanninu. Ástralía Kína Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Financial Times segir ástandið undirstrika vanda yfirvalda Kína varðandi harða utanríkisstefnu þeirra og þarfa hagkerfisins. Orkuskortinn má nefnilega að einhverju leyti rekja til þess að yfirvöld í Kína hafa stöðvað innflutning kola frá Ástralíu vegna deilna ríkjanna. Í frétt ABC News í Ástralíu frá helginni segir að í nóvember hafi rúmlega 60 kolaskip frá Ástralíu verið stöðvuð í kínverskri landhelgi. Samkvæmt frétt South China Morning Post í síðustu viku hefur kolaverð hækkað gífurlega að undanförnu. Þar er haft eftir yfirvöldum Kína að ríkið búi yfir nægum birgðum út veturinn en þrátt fyrir þá yfirlýsingu hafa ráðmenn skipað embættismönnum víðsvegar um landið að draga úr raforkunotkun. Samskipti Ástralíu og Kína versnað töluvert að undanförnu. Fyrir því eru margar ástæður en Ástralar gengu fyrr á árinu til liðs við Bandaríkjamenn í að fordæma ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs og sökuðu þeir Kínverja um að fara fram með offorsi og þjösnaskap. Kína er langstærsti viðskiptaaðili Ástralíu og kaupir um þriðjung af öllum útflutningi ríkisins. Þá ferðast rúmlega milljón Kínverja til Ástralíu á ári hverju og þangað fara fjölmargir Kínverjar til að stunda nám. Í Hunan-héraði er ekki kveikt á helmingi ljósastaura og þá hefur verið slökkt á lyftum í háum byggingum í Changsha, höfuðborg héraðsins. Þar hafa íbúar þurft að ganga upp allt að tuttugu hæðir til að komast til vinnu. Maður sem vinnur í slíkri byggingu sagði blaðamönnum FT að hann hefði aldrei átt í meiri vandræðum með að komast í vinnuna. Hann sat til að mynda fastur í lyftu í 40 mínútur eftir að hún varð rafmagnslaus. Sambærilegar sögur hafa borist frá fleiri héruðum landsins. Yfirvöld í Kína segja að kuldakasti og aukinni eftirspurn sé um að kenna. Í samtali við FT sagði yfirmaður kínversk orkufyrirtækis að mörg af smærri orkuverum Kína reiði á kol frá Ástralíu vegna gæða þess og forsvarsmenn þeirra eigi í erfiðleikum með að finna eitthvað í staðinn. Þá ráði kínversk námuvinnsla ekki við þá auknu eftirspurn sem hefur fylgt innflutningsbanninu.
Ástralía Kína Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira