Með hendur í skauti Oddný G. Harðardóttir skrifar 21. desember 2020 14:31 Því lengur sem fólk er án atvinnu því erfiðari er staða þeirra fjárhagslega og félagslega. Sumir missa heilsuna líka. Í lok nóvember höfðu 3.919 manns verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði. Á sama tíma í fyrra höfðu 1.540 manns verið atvinnulaus í meira en 12 mánuði. Það eru 2.379 fleiri nú en í fyrra eða 154% enda stendur yfir djúp atvinnukreppa og enga vinnu að fá. Það fólk sem búið hefur við atvinnuleysi í meira en 12 mánuði hefur ekki fengið þriggja mánaða lengingu á tekjutengda bótatímabilinu. Það er vegna þess að ríkisstjórnin ákvað að þá búbót fengju aðeins þeir sem höfðu misst vinnuna í mars á þessu ári. Stjórnarliðar felldu tillögu Samfylkingarinn um að allir atvinnulausir fengju þessa viðbót, og létu eins og þær um 10.000 manneskjur sem voru atvinnulausar í febrúar væru betur staddar en hitt fólkið sem missti vinnuna í mars. Raunin er sú að fólk er því verr sett sem það hefur lengur verið án vinnu. Á næstu sex mánuðum mun hluti þeirra sem hafa verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði klára tímabil atvinnuleysisbóta. Þetta fólk þarf þá að leita á náðir sveitarfélaga eftir fjárhagsaðstoð. Sú fjárhagsaðstoð er í öllum tilfellum mun lægri en atvinnuleysisbæturnar og í sumum sveitarfélögum helmingi lægri. Forgangur efnafólks Samfylkingin lagði til að tímabilið yrði lengt því engin von er um vinnu í atvinnukreppunni. Og ef stjórnvöld geri ekkert eigi fólkið enga möguleika aðra en að segja sig til sveitar og óska eftir matargjöfum frá hjálparstofnunum. Stjórnarflokkarnir felldu tillögur okkar um þetta í tvígang rétt fyrir jólin. En stjórnarliðarnir samþykktu aftur á móti skattalækkun sem tekjuhæstu 10% landsmanna njóta helst. Það gerðu þau með því að breyta viðmiðum fyrir fjármagnstekjuskatt þannig að hann taki til vaxtatekna, arðs og söluhagnaðar og hækka frítekjumarkið um 100%. Skattalækkunin fyrir þau tekjuhæstu kostar ríkissjóð meira en að lengja atvinnuleysistímabilið um 6 mánuði. Ef að líkum lætur verðum við öll bólusett fyrir kórónuveirunni eftir 6 mánuði og atvinnulífið vonandi farið að taka við sér. Að lengja tímabil atvinnuleysisbóta kostar ríkissjóð innan við milljarð króna en skiptir sköpum fyrir fólkið sem fengi aukinn rétt til atvinnuleysisbóta. Við jafnaðarmenn mótmælum harðlega aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem horfir með hendur í skauti á skort fólks sem býr við sárafátækt eftir langvarandi atvinnuleysi í atvinnukreppu. Við jafnaðarmenn mótmælum harðlega forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sem lækkar skatta á efnafólk í dýpstu efnahagskreppu í 100 ár. Við jafnaðarmenn köllum eftir annarri forgangsröðun og krefjumst aðgerða sem vinna gegn vaxandi ójöfnuði í heimsfaraldri. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Því lengur sem fólk er án atvinnu því erfiðari er staða þeirra fjárhagslega og félagslega. Sumir missa heilsuna líka. Í lok nóvember höfðu 3.919 manns verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði. Á sama tíma í fyrra höfðu 1.540 manns verið atvinnulaus í meira en 12 mánuði. Það eru 2.379 fleiri nú en í fyrra eða 154% enda stendur yfir djúp atvinnukreppa og enga vinnu að fá. Það fólk sem búið hefur við atvinnuleysi í meira en 12 mánuði hefur ekki fengið þriggja mánaða lengingu á tekjutengda bótatímabilinu. Það er vegna þess að ríkisstjórnin ákvað að þá búbót fengju aðeins þeir sem höfðu misst vinnuna í mars á þessu ári. Stjórnarliðar felldu tillögu Samfylkingarinn um að allir atvinnulausir fengju þessa viðbót, og létu eins og þær um 10.000 manneskjur sem voru atvinnulausar í febrúar væru betur staddar en hitt fólkið sem missti vinnuna í mars. Raunin er sú að fólk er því verr sett sem það hefur lengur verið án vinnu. Á næstu sex mánuðum mun hluti þeirra sem hafa verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði klára tímabil atvinnuleysisbóta. Þetta fólk þarf þá að leita á náðir sveitarfélaga eftir fjárhagsaðstoð. Sú fjárhagsaðstoð er í öllum tilfellum mun lægri en atvinnuleysisbæturnar og í sumum sveitarfélögum helmingi lægri. Forgangur efnafólks Samfylkingin lagði til að tímabilið yrði lengt því engin von er um vinnu í atvinnukreppunni. Og ef stjórnvöld geri ekkert eigi fólkið enga möguleika aðra en að segja sig til sveitar og óska eftir matargjöfum frá hjálparstofnunum. Stjórnarflokkarnir felldu tillögur okkar um þetta í tvígang rétt fyrir jólin. En stjórnarliðarnir samþykktu aftur á móti skattalækkun sem tekjuhæstu 10% landsmanna njóta helst. Það gerðu þau með því að breyta viðmiðum fyrir fjármagnstekjuskatt þannig að hann taki til vaxtatekna, arðs og söluhagnaðar og hækka frítekjumarkið um 100%. Skattalækkunin fyrir þau tekjuhæstu kostar ríkissjóð meira en að lengja atvinnuleysistímabilið um 6 mánuði. Ef að líkum lætur verðum við öll bólusett fyrir kórónuveirunni eftir 6 mánuði og atvinnulífið vonandi farið að taka við sér. Að lengja tímabil atvinnuleysisbóta kostar ríkissjóð innan við milljarð króna en skiptir sköpum fyrir fólkið sem fengi aukinn rétt til atvinnuleysisbóta. Við jafnaðarmenn mótmælum harðlega aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem horfir með hendur í skauti á skort fólks sem býr við sárafátækt eftir langvarandi atvinnuleysi í atvinnukreppu. Við jafnaðarmenn mótmælum harðlega forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sem lækkar skatta á efnafólk í dýpstu efnahagskreppu í 100 ár. Við jafnaðarmenn köllum eftir annarri forgangsröðun og krefjumst aðgerða sem vinna gegn vaxandi ójöfnuði í heimsfaraldri. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar