Yfirdeildin staðfesti að ríkið hefði ekki brotið á Gesti og Ragnari Kolbeinn Tumi Daðason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 22. desember 2020 10:24 Gestur Jónsson lögmaður. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið braut hvorki gegn Gesti Jónssyni né Ragnari Hall þegar lögmennirnir voru sektaðir um eina milljón króna hvor fyrir að segja sig frá málsvörn í Al-Thani málinu árið 2013. Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun fyrri dóm dómstólsins í málinu. Dómurinn vísaði til þess að þær greinar sem lögmennirnir vísuðu, greinar sex og sjö í Mannréttindasáttmála Evrópu, sem snúa að réttinum til réttlátrar málsmeðferðar og refsingu án þess að hafa brotið lög, ættu ekki við í máli þeirra Gests og Ragnars. Niðurstöðukaflinn í dómi Yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu. Ósáttir við að vera dæmdir án þess að fá að halda uppi málsvörn Forsaga málsins er sú að Gestur og Ragnar sögðu sig frá störfum sínum sem verjendur Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu svokallaða. Þeir töldu að réttur skjólstæðinga sinna til réttlátrar málsmeðferðar og jafnræðis við ákæruvaldið við meðferð málsins hefði ítrekað verið þverbrotinn. Við dómskvaðningu í héraði í málinu voru lögmennirnir sektaðir um eina milljón króna hvor en hvorugur var viðstaddur. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms og ákváðu Gestur og Ragnar að leita til MDE, ósáttir við að vera dæmdir í héraði án þess að fá að halda uppi málsvörn. Þeir hefðu aðeins fengið að verjast á einu dómstigi. Þá vísuðu lögmennirnir tveir einnig til þess að upphæð sektanna hafi verið mun hærri en lögmönnum hafi áður verið gert að greiða. Að auki töldu þeir ekki um refsivert lögbrot að ræða. „Það getur ekki gengið upp í réttarríki að menn frétti bara af því í pósti að þeir hafi verið sakfelldir í dómsmáli og dæmdir til refsingar,“ sagði Geir við Fréttablaðið í maí á síðasta ári vegna málsins. Undirdeild Mannréttindadómstólsins tók ekki undir málflutning Gests og Ragnars og taldi hún að íslenska ríkið hefði ekki brotið á lögmönnunum tveimur. Ragnar og Gestur sendu erindi til yfirdeildarinnar vegna málsins, sem samþykkti að taka málið fyrir. Niðurstaða hennar liggur nú fyrir. Þetta er í annað sinn sem yfirdeild dómstólsins kemst að niðurstöðu í máli sem varðar íslenska dómstóla, en yfirdeildin birti dóm sinn í Landsréttarmálinu svokallaða fyrr í mánuðinum. Dómsmál Hrunið Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Gestur og Ragnar reyna til þrautar hjá yfirdeild MDE Mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall gegn íslenska ríkinu verður tekið fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í morgunsárið. 9. október 2019 06:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Dómurinn vísaði til þess að þær greinar sem lögmennirnir vísuðu, greinar sex og sjö í Mannréttindasáttmála Evrópu, sem snúa að réttinum til réttlátrar málsmeðferðar og refsingu án þess að hafa brotið lög, ættu ekki við í máli þeirra Gests og Ragnars. Niðurstöðukaflinn í dómi Yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu. Ósáttir við að vera dæmdir án þess að fá að halda uppi málsvörn Forsaga málsins er sú að Gestur og Ragnar sögðu sig frá störfum sínum sem verjendur Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu svokallaða. Þeir töldu að réttur skjólstæðinga sinna til réttlátrar málsmeðferðar og jafnræðis við ákæruvaldið við meðferð málsins hefði ítrekað verið þverbrotinn. Við dómskvaðningu í héraði í málinu voru lögmennirnir sektaðir um eina milljón króna hvor en hvorugur var viðstaddur. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms og ákváðu Gestur og Ragnar að leita til MDE, ósáttir við að vera dæmdir í héraði án þess að fá að halda uppi málsvörn. Þeir hefðu aðeins fengið að verjast á einu dómstigi. Þá vísuðu lögmennirnir tveir einnig til þess að upphæð sektanna hafi verið mun hærri en lögmönnum hafi áður verið gert að greiða. Að auki töldu þeir ekki um refsivert lögbrot að ræða. „Það getur ekki gengið upp í réttarríki að menn frétti bara af því í pósti að þeir hafi verið sakfelldir í dómsmáli og dæmdir til refsingar,“ sagði Geir við Fréttablaðið í maí á síðasta ári vegna málsins. Undirdeild Mannréttindadómstólsins tók ekki undir málflutning Gests og Ragnars og taldi hún að íslenska ríkið hefði ekki brotið á lögmönnunum tveimur. Ragnar og Gestur sendu erindi til yfirdeildarinnar vegna málsins, sem samþykkti að taka málið fyrir. Niðurstaða hennar liggur nú fyrir. Þetta er í annað sinn sem yfirdeild dómstólsins kemst að niðurstöðu í máli sem varðar íslenska dómstóla, en yfirdeildin birti dóm sinn í Landsréttarmálinu svokallaða fyrr í mánuðinum.
Dómsmál Hrunið Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Gestur og Ragnar reyna til þrautar hjá yfirdeild MDE Mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall gegn íslenska ríkinu verður tekið fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í morgunsárið. 9. október 2019 06:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Gestur og Ragnar reyna til þrautar hjá yfirdeild MDE Mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall gegn íslenska ríkinu verður tekið fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í morgunsárið. 9. október 2019 06:30