Jóhann Hlíðar segir samning RÚV við Guðmund Spartakus mikla sneypu Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2020 16:54 Jóhann Hliðar Harðarson, fyrrverandi varaformaður BÍ og fréttamaður, segir samning Ríkisútvarpisins við Guðmund Spartakus vera áfall fyrir blaða- og fréttamennsku. Jóhann Hlíðar er nú búsettur á Spáni og lætur vel af sér. Aðsend Jóhann Hlíðar Harðarson segir mikið fagnaðarefni fyrir blaða- og fréttamenn að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi nú hent máli Guðmundar Spartakusar í ruslið. Jafnframt og því miður sé málið háðung fyrir Ríkisútvarpið. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag vísaði MDE máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar á hendur íslenska ríkinu frá. Guðmundur Spartakus kærði íslenska ríkið til MDE í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni, fjölmiðlamanni og þáverandi dagskrárstjóra Hringbrautar. Krafði Guðmundur Sigmund um tvær milljónir króna í bætur vegna meintra meiðyrða í umfjöllun Hringbrautar árið 2016. Í umfjölluninni sagði meðal annars að Guðmundur væri valdamikill fíkniefnasali í Suður-Ameríku og að hann væri höfuðpaur eiturlyfjahrings. Prinsippmál fyrir blaða- og fréttamennsku Jóhann Hlíðar er meðal annars fyrrverandi fréttamaður á Ríkisútvarpsins og það var meðal annars á grunni frétta hans fyrir RUV ohf af málinu sem það komst í hámæli og var til umfjöllunar í öðrum miðlum. Sigmundur Ernir hefur ávallt haldið því fram að hans fréttir hafi alfarið byggt á því sem þegar hafði komið fram. RUV greip til þess að semja við Guðmund Spartakus og lögmann hans Vilhjálm H. Vilhjálmsson og greiða 2,5 milljónir króna til að koma sér undan málsókn. Meðan mátti Atli Már Gylfason, sem hafði fjallað um sama mál, verjast Guðmundi fyrir dómsstólum. Og hafði sigur. „Þetta er sneypa. Stórt mál fyrir blaða- og fréttmenn á landinu. Þetta sneri ekki bara að RUV. Því er það mikið fagnaðarefni fyrir blaða- og fréttamenn að Mannréttindadómstóll Evrópu skuli beinlínis henda þessu í ruslið,“ segir Jóhann Hlíðar í samtali við Vísi. Til stóð að standa í lappirnar Jóhann Hlíðar er nú búsettur úti á Spáni. Hann hefur látið af störfum hjá RÚV. Hann segir það ekki svo að hann hafi verið rekinn frá stofnuninni, hann hafi verið með starfslokasamning, leyfi til eins árs, en fyrir lá að verkefni sem hann er að sinna úti á Spáni er til tveggja ára og því ljóst að samningur hans myndi renna út. „Þegar Spartakus og lögmaður hans Vilhjálmur fór í mál við mig og nokkra aðra fréttamenn með á RÚV var ákveðið að taka bara fast á því. Mikil undirbúningsvinna sem fór í gang, ég safnaði saman öllum gögnum um málið og unnin var mikil greinargerð hjá tveimur lögmönnum,“ segir Jóhann Hlíðar. Menn á fréttastofu Ríkisútvarpsins voru þess albúnir að standa í lappirnar og ætluðu hvergi að hvika. „En tveimur dögum áður en átti að dómtaka er hringt í mig. Við ætlum að gera sátt, hvað finnst þér um það?“ Jóhann Hlíðar segist ekki hafa haft nein tök á að bregðast við því, hann hafi ekki haft neinn lögmann sjálfur og aðeins tveir dagar til stefnu. Telur stjórnendur hafa brugðist „Ég var alveg bit, átti nokkra fundi. Það var ofboðslega mikil undrun hjá fréttamönnum að þetta skildi gert. Menn voru bæði undrandi og reiðir. Ég dró ekki dul á það, ég var ósáttur og fannst rangt að stjórnendur RÚV skyldu ekki berjast fyrir prinsippmálum í blaðamennsku. Standa við bakið á þeim sem eru að skrifa fréttirnar, lúffa og borga 2,5 milljónir króna. Það hefur sýnt sig að þessi sátt er áfall fyrir blaða- og fréttamenn að stjórnendur stóðu ekki við bakið á blaðamönnum.“ Jóhann Hlíðar vísar til þess að aðrir hafi mátt standa í lappirnar. Og þeir hafi haft sigur enda höfðu þeir rétt fyrir sér, fréttaflutningurinn átti allan rétt á sér. Vísir ræddi við Pál Magnússon alþingismann og fyrrverandi útvarpsstjóra. Honum blöskraði samningurinn, taldi Magnús Geir Þórðarson þáverandi útvarpsstjóra, nú Þjóðleikhússtjóra bera alla ábyrgð og að þarna hafi verið unnið mikið óþurftarverk. Fréttirnar standa, það var bara borgað „Það er ljóst að þarna er fjölmiðill en stjórnendur eru að taka þessa ákvörðum beinlínis á rekstrarforsendum en ekki á forsendum prinsippa sem gilda í blaðamennsku. Stundum kostar peninga að vera í blaðamennsku. Þú verður standa með því sem þú gerir. þetta er sorglegt mál,“ segir Jóhann Hlíðar. Hann nefnir einnig að tvískinnunginn sem greina megi í málinu sé óþolandi. Hann segir að sér skiljist að samningurinn sem var gerður sé trúnaðarmál. „En ég spurði hvort ég væri þar með orðinn ómerkingur og mínar fréttir þar með rangar og innihaldslausar? Nei, ég skildi ekki hafa áhyggjur af því, það þyrfti ekki að draga fréttirnar til baka né biðjast afsökunar á þessu. Fréttirnar standa. Þær eru þarna. Það var bara borgað.“ Sorglegt mál í alla staði Jóhann Hlíðar segir rekstur fréttastofu vart forsvaranlegan ef ekki er staðinn vörður um fagleg atriði. Hann segir að stjórnendur Ríkisútvarpsins hafi brugðist, þeir hafi ákveðið að fylgja ráðleggingum lögmanna sem voru að tala út frá rekstrarlegum forsendum, ekki faglegum; nokkuð sem stjórnendurnir hafi ekki efni á að líta hjá. „Það var mjög sorglegt að þetta skyldi fara svona,“ segir Jóhann Hlíðar sem segist ekkert ætla að halda um það hvort Ríkisútvarpið hafi látið þetta mál sér að kenningu verða. Það hafi í það minnsta ekki komið upp neitt sambærilegt. „Ég veit það ekki. En allir þeir blaða og fréttamenn sem ég hef talað við; ég hef ekki hitt nokkurn slíkan sem hefur haft skilning á þessu.“ Jóhann Hlíðar segir þetta ekki persónulegt, annað hvort væri það nú ef blaða- og fréttamenn megi ekki hafa skoðanir á fagi sínu. Það liggi fyrir að ábyrgðina beri þáverandi útvarpsstjóri, Magnús Geir Þórðarson og Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri. Því miður hafi þau látið tvo lögmenn stýra þessu fleyi uppá sker. Fjölmiðlar Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Hvarf Friðriks Kristjánssonar Tengdar fréttir Máli Guðmundar Spartakusar vísað frá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn íslenska ríkinu og hafnað að taka málið til efnislegrar meðferðar. 22. desember 2020 07:27 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag vísaði MDE máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar á hendur íslenska ríkinu frá. Guðmundur Spartakus kærði íslenska ríkið til MDE í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni, fjölmiðlamanni og þáverandi dagskrárstjóra Hringbrautar. Krafði Guðmundur Sigmund um tvær milljónir króna í bætur vegna meintra meiðyrða í umfjöllun Hringbrautar árið 2016. Í umfjölluninni sagði meðal annars að Guðmundur væri valdamikill fíkniefnasali í Suður-Ameríku og að hann væri höfuðpaur eiturlyfjahrings. Prinsippmál fyrir blaða- og fréttamennsku Jóhann Hlíðar er meðal annars fyrrverandi fréttamaður á Ríkisútvarpsins og það var meðal annars á grunni frétta hans fyrir RUV ohf af málinu sem það komst í hámæli og var til umfjöllunar í öðrum miðlum. Sigmundur Ernir hefur ávallt haldið því fram að hans fréttir hafi alfarið byggt á því sem þegar hafði komið fram. RUV greip til þess að semja við Guðmund Spartakus og lögmann hans Vilhjálm H. Vilhjálmsson og greiða 2,5 milljónir króna til að koma sér undan málsókn. Meðan mátti Atli Már Gylfason, sem hafði fjallað um sama mál, verjast Guðmundi fyrir dómsstólum. Og hafði sigur. „Þetta er sneypa. Stórt mál fyrir blaða- og fréttmenn á landinu. Þetta sneri ekki bara að RUV. Því er það mikið fagnaðarefni fyrir blaða- og fréttamenn að Mannréttindadómstóll Evrópu skuli beinlínis henda þessu í ruslið,“ segir Jóhann Hlíðar í samtali við Vísi. Til stóð að standa í lappirnar Jóhann Hlíðar er nú búsettur úti á Spáni. Hann hefur látið af störfum hjá RÚV. Hann segir það ekki svo að hann hafi verið rekinn frá stofnuninni, hann hafi verið með starfslokasamning, leyfi til eins árs, en fyrir lá að verkefni sem hann er að sinna úti á Spáni er til tveggja ára og því ljóst að samningur hans myndi renna út. „Þegar Spartakus og lögmaður hans Vilhjálmur fór í mál við mig og nokkra aðra fréttamenn með á RÚV var ákveðið að taka bara fast á því. Mikil undirbúningsvinna sem fór í gang, ég safnaði saman öllum gögnum um málið og unnin var mikil greinargerð hjá tveimur lögmönnum,“ segir Jóhann Hlíðar. Menn á fréttastofu Ríkisútvarpsins voru þess albúnir að standa í lappirnar og ætluðu hvergi að hvika. „En tveimur dögum áður en átti að dómtaka er hringt í mig. Við ætlum að gera sátt, hvað finnst þér um það?“ Jóhann Hlíðar segist ekki hafa haft nein tök á að bregðast við því, hann hafi ekki haft neinn lögmann sjálfur og aðeins tveir dagar til stefnu. Telur stjórnendur hafa brugðist „Ég var alveg bit, átti nokkra fundi. Það var ofboðslega mikil undrun hjá fréttamönnum að þetta skildi gert. Menn voru bæði undrandi og reiðir. Ég dró ekki dul á það, ég var ósáttur og fannst rangt að stjórnendur RÚV skyldu ekki berjast fyrir prinsippmálum í blaðamennsku. Standa við bakið á þeim sem eru að skrifa fréttirnar, lúffa og borga 2,5 milljónir króna. Það hefur sýnt sig að þessi sátt er áfall fyrir blaða- og fréttamenn að stjórnendur stóðu ekki við bakið á blaðamönnum.“ Jóhann Hlíðar vísar til þess að aðrir hafi mátt standa í lappirnar. Og þeir hafi haft sigur enda höfðu þeir rétt fyrir sér, fréttaflutningurinn átti allan rétt á sér. Vísir ræddi við Pál Magnússon alþingismann og fyrrverandi útvarpsstjóra. Honum blöskraði samningurinn, taldi Magnús Geir Þórðarson þáverandi útvarpsstjóra, nú Þjóðleikhússtjóra bera alla ábyrgð og að þarna hafi verið unnið mikið óþurftarverk. Fréttirnar standa, það var bara borgað „Það er ljóst að þarna er fjölmiðill en stjórnendur eru að taka þessa ákvörðum beinlínis á rekstrarforsendum en ekki á forsendum prinsippa sem gilda í blaðamennsku. Stundum kostar peninga að vera í blaðamennsku. Þú verður standa með því sem þú gerir. þetta er sorglegt mál,“ segir Jóhann Hlíðar. Hann nefnir einnig að tvískinnunginn sem greina megi í málinu sé óþolandi. Hann segir að sér skiljist að samningurinn sem var gerður sé trúnaðarmál. „En ég spurði hvort ég væri þar með orðinn ómerkingur og mínar fréttir þar með rangar og innihaldslausar? Nei, ég skildi ekki hafa áhyggjur af því, það þyrfti ekki að draga fréttirnar til baka né biðjast afsökunar á þessu. Fréttirnar standa. Þær eru þarna. Það var bara borgað.“ Sorglegt mál í alla staði Jóhann Hlíðar segir rekstur fréttastofu vart forsvaranlegan ef ekki er staðinn vörður um fagleg atriði. Hann segir að stjórnendur Ríkisútvarpsins hafi brugðist, þeir hafi ákveðið að fylgja ráðleggingum lögmanna sem voru að tala út frá rekstrarlegum forsendum, ekki faglegum; nokkuð sem stjórnendurnir hafi ekki efni á að líta hjá. „Það var mjög sorglegt að þetta skyldi fara svona,“ segir Jóhann Hlíðar sem segist ekkert ætla að halda um það hvort Ríkisútvarpið hafi látið þetta mál sér að kenningu verða. Það hafi í það minnsta ekki komið upp neitt sambærilegt. „Ég veit það ekki. En allir þeir blaða og fréttamenn sem ég hef talað við; ég hef ekki hitt nokkurn slíkan sem hefur haft skilning á þessu.“ Jóhann Hlíðar segir þetta ekki persónulegt, annað hvort væri það nú ef blaða- og fréttamenn megi ekki hafa skoðanir á fagi sínu. Það liggi fyrir að ábyrgðina beri þáverandi útvarpsstjóri, Magnús Geir Þórðarson og Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri. Því miður hafi þau látið tvo lögmenn stýra þessu fleyi uppá sker.
Fjölmiðlar Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Hvarf Friðriks Kristjánssonar Tengdar fréttir Máli Guðmundar Spartakusar vísað frá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn íslenska ríkinu og hafnað að taka málið til efnislegrar meðferðar. 22. desember 2020 07:27 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Máli Guðmundar Spartakusar vísað frá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn íslenska ríkinu og hafnað að taka málið til efnislegrar meðferðar. 22. desember 2020 07:27