Seyðfirðingar fleyta kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. desember 2020 18:28 Seyðfirðingar koma saman við Lónið og fleyta kertum þegar nýtt ár gengur í garð. Vísir/Vilhelm Seyðfirðingar hyggjast koma saman við Lónið á áramótunum og fleyta þar kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum. Margir eru hvekktir eftir drunurnar sem heyrðust í fjallinu eftir aurskriðurnar sem féllu á bæinn í síðustu viku og óttast að þeir muni endurupplifa áfallið. „Það var gríðarlegur hávaði sem fylgdi skriðunum og þá sérstaklega þessari stærstu þannig að fólk er enn þá, eðlilega, mjög hvekkt, og svona ekki alveg til í að heyra flugeldaskotin,“ segir Hildur Þórisdóttir, fulltrúi í sveitarstjórn Múlaþings. Íbúi á Seyðisfirði sem fréttastofa ræddi við orðaði það þannig að varla mætti draga stól eftir gólfi án þess að hjartað taki kipp. Hildur segir marga eiga um sárt að binda og að því hafi komið upp hugmyndir um að sleppa óþarfa hávaða um áramótin. „Það eru uppi hugmyndir um að það verði bara kertafleyting á Lóninu, en skipulagning er ekki komin af stað,“ segir hún. Hún segir suma þó eiga erfitt með að snúa aftur í bæinn. „Það mun líða langur tími þangað til að íbúar hér muni treysta fjöllunum aftur.“ Áfram er óvíst hvenær íbúar geta snúið aftur til síns heima. Endurskoðun á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði mun ekki fara fram á morgun líkt og vonir stóðu til, vegna veðurs. Talsverðri úrkomu er spáð á Austurlandi á morgun. Engar tilkynningar hafa borist um skriður eða drunur á svæðinu og mælingar í morgun sýna að lítil sem engin hreyfing hafi orðið á upptakasvæðum skriðufalla frá því í gær. Frostið var kærkomin sjón í bænum fyrir jól eftir gríðarlegt úrhelli sem leiddi til stærstu aurskriða sem fallið hafa á byggð á Íslandi. Fyrirhugað var að hægt yrði að endurskoða rýmingaráætlun á morgun en veðurspáin varð verri en búist var við og gul veðurviðvörun hefur verið gefin út, sem tekur gildi á miðnætti. Talsverðri úrkomu er spáð sem þýðir að ekki verður hægt að endurskoða áætlunina fyrr en í fyrsta lagi á mánudag. Þá má búast við að færð spillist á Fjarðarheiði og fólk beðið um að fylgjast vel með færð á vegum. Veður verður þó skaplegra eftir helgi og þá er vonast til að hægt verði að hefja frekara hreinsunarstarf og skoða rýmingaráætlun. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Áramót Flugeldar Tengdar fréttir Héraðsbúar gerðu heimagerðan jólaís handa Seyðfirðingum Íbúar Múlaþings hafa margir hverjir tekið sig til að búið til heimagerðan jólaís og gefið Seyðfirðingum. Heldur óvenjuleg jól blasa við fjölmörgum Seyðfirðingum í ár í kjölfar náttúruhamfarananna sem þar hafa riðið yfir. 23. desember 2020 21:53 Fyrir/eftir myndband sýnir gapandi sárið í fjallinu Þrívíddarmyndband sem starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu sýnir glögglega hversu stór hluti fjallsins féll niður er stóra skriðan féll á þéttbýlið í Seyðisfirði síðastliðinn föstudag. 23. desember 2020 18:40 Seyðisfjörður kominn í vetrarbúning eftir hörmungar síðustu viku Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum. 21. desember 2020 22:25 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Það var gríðarlegur hávaði sem fylgdi skriðunum og þá sérstaklega þessari stærstu þannig að fólk er enn þá, eðlilega, mjög hvekkt, og svona ekki alveg til í að heyra flugeldaskotin,“ segir Hildur Þórisdóttir, fulltrúi í sveitarstjórn Múlaþings. Íbúi á Seyðisfirði sem fréttastofa ræddi við orðaði það þannig að varla mætti draga stól eftir gólfi án þess að hjartað taki kipp. Hildur segir marga eiga um sárt að binda og að því hafi komið upp hugmyndir um að sleppa óþarfa hávaða um áramótin. „Það eru uppi hugmyndir um að það verði bara kertafleyting á Lóninu, en skipulagning er ekki komin af stað,“ segir hún. Hún segir suma þó eiga erfitt með að snúa aftur í bæinn. „Það mun líða langur tími þangað til að íbúar hér muni treysta fjöllunum aftur.“ Áfram er óvíst hvenær íbúar geta snúið aftur til síns heima. Endurskoðun á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði mun ekki fara fram á morgun líkt og vonir stóðu til, vegna veðurs. Talsverðri úrkomu er spáð á Austurlandi á morgun. Engar tilkynningar hafa borist um skriður eða drunur á svæðinu og mælingar í morgun sýna að lítil sem engin hreyfing hafi orðið á upptakasvæðum skriðufalla frá því í gær. Frostið var kærkomin sjón í bænum fyrir jól eftir gríðarlegt úrhelli sem leiddi til stærstu aurskriða sem fallið hafa á byggð á Íslandi. Fyrirhugað var að hægt yrði að endurskoða rýmingaráætlun á morgun en veðurspáin varð verri en búist var við og gul veðurviðvörun hefur verið gefin út, sem tekur gildi á miðnætti. Talsverðri úrkomu er spáð sem þýðir að ekki verður hægt að endurskoða áætlunina fyrr en í fyrsta lagi á mánudag. Þá má búast við að færð spillist á Fjarðarheiði og fólk beðið um að fylgjast vel með færð á vegum. Veður verður þó skaplegra eftir helgi og þá er vonast til að hægt verði að hefja frekara hreinsunarstarf og skoða rýmingaráætlun.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Áramót Flugeldar Tengdar fréttir Héraðsbúar gerðu heimagerðan jólaís handa Seyðfirðingum Íbúar Múlaþings hafa margir hverjir tekið sig til að búið til heimagerðan jólaís og gefið Seyðfirðingum. Heldur óvenjuleg jól blasa við fjölmörgum Seyðfirðingum í ár í kjölfar náttúruhamfarananna sem þar hafa riðið yfir. 23. desember 2020 21:53 Fyrir/eftir myndband sýnir gapandi sárið í fjallinu Þrívíddarmyndband sem starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu sýnir glögglega hversu stór hluti fjallsins féll niður er stóra skriðan féll á þéttbýlið í Seyðisfirði síðastliðinn föstudag. 23. desember 2020 18:40 Seyðisfjörður kominn í vetrarbúning eftir hörmungar síðustu viku Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum. 21. desember 2020 22:25 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Héraðsbúar gerðu heimagerðan jólaís handa Seyðfirðingum Íbúar Múlaþings hafa margir hverjir tekið sig til að búið til heimagerðan jólaís og gefið Seyðfirðingum. Heldur óvenjuleg jól blasa við fjölmörgum Seyðfirðingum í ár í kjölfar náttúruhamfarananna sem þar hafa riðið yfir. 23. desember 2020 21:53
Fyrir/eftir myndband sýnir gapandi sárið í fjallinu Þrívíddarmyndband sem starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu sýnir glögglega hversu stór hluti fjallsins féll niður er stóra skriðan féll á þéttbýlið í Seyðisfirði síðastliðinn föstudag. 23. desember 2020 18:40
Seyðisfjörður kominn í vetrarbúning eftir hörmungar síðustu viku Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum. 21. desember 2020 22:25
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent