Seyðfirðingar fleyta kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. desember 2020 18:28 Seyðfirðingar koma saman við Lónið og fleyta kertum þegar nýtt ár gengur í garð. Vísir/Vilhelm Seyðfirðingar hyggjast koma saman við Lónið á áramótunum og fleyta þar kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum. Margir eru hvekktir eftir drunurnar sem heyrðust í fjallinu eftir aurskriðurnar sem féllu á bæinn í síðustu viku og óttast að þeir muni endurupplifa áfallið. „Það var gríðarlegur hávaði sem fylgdi skriðunum og þá sérstaklega þessari stærstu þannig að fólk er enn þá, eðlilega, mjög hvekkt, og svona ekki alveg til í að heyra flugeldaskotin,“ segir Hildur Þórisdóttir, fulltrúi í sveitarstjórn Múlaþings. Íbúi á Seyðisfirði sem fréttastofa ræddi við orðaði það þannig að varla mætti draga stól eftir gólfi án þess að hjartað taki kipp. Hildur segir marga eiga um sárt að binda og að því hafi komið upp hugmyndir um að sleppa óþarfa hávaða um áramótin. „Það eru uppi hugmyndir um að það verði bara kertafleyting á Lóninu, en skipulagning er ekki komin af stað,“ segir hún. Hún segir suma þó eiga erfitt með að snúa aftur í bæinn. „Það mun líða langur tími þangað til að íbúar hér muni treysta fjöllunum aftur.“ Áfram er óvíst hvenær íbúar geta snúið aftur til síns heima. Endurskoðun á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði mun ekki fara fram á morgun líkt og vonir stóðu til, vegna veðurs. Talsverðri úrkomu er spáð á Austurlandi á morgun. Engar tilkynningar hafa borist um skriður eða drunur á svæðinu og mælingar í morgun sýna að lítil sem engin hreyfing hafi orðið á upptakasvæðum skriðufalla frá því í gær. Frostið var kærkomin sjón í bænum fyrir jól eftir gríðarlegt úrhelli sem leiddi til stærstu aurskriða sem fallið hafa á byggð á Íslandi. Fyrirhugað var að hægt yrði að endurskoða rýmingaráætlun á morgun en veðurspáin varð verri en búist var við og gul veðurviðvörun hefur verið gefin út, sem tekur gildi á miðnætti. Talsverðri úrkomu er spáð sem þýðir að ekki verður hægt að endurskoða áætlunina fyrr en í fyrsta lagi á mánudag. Þá má búast við að færð spillist á Fjarðarheiði og fólk beðið um að fylgjast vel með færð á vegum. Veður verður þó skaplegra eftir helgi og þá er vonast til að hægt verði að hefja frekara hreinsunarstarf og skoða rýmingaráætlun. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Áramót Flugeldar Tengdar fréttir Héraðsbúar gerðu heimagerðan jólaís handa Seyðfirðingum Íbúar Múlaþings hafa margir hverjir tekið sig til að búið til heimagerðan jólaís og gefið Seyðfirðingum. Heldur óvenjuleg jól blasa við fjölmörgum Seyðfirðingum í ár í kjölfar náttúruhamfarananna sem þar hafa riðið yfir. 23. desember 2020 21:53 Fyrir/eftir myndband sýnir gapandi sárið í fjallinu Þrívíddarmyndband sem starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu sýnir glögglega hversu stór hluti fjallsins féll niður er stóra skriðan féll á þéttbýlið í Seyðisfirði síðastliðinn föstudag. 23. desember 2020 18:40 Seyðisfjörður kominn í vetrarbúning eftir hörmungar síðustu viku Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum. 21. desember 2020 22:25 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
„Það var gríðarlegur hávaði sem fylgdi skriðunum og þá sérstaklega þessari stærstu þannig að fólk er enn þá, eðlilega, mjög hvekkt, og svona ekki alveg til í að heyra flugeldaskotin,“ segir Hildur Þórisdóttir, fulltrúi í sveitarstjórn Múlaþings. Íbúi á Seyðisfirði sem fréttastofa ræddi við orðaði það þannig að varla mætti draga stól eftir gólfi án þess að hjartað taki kipp. Hildur segir marga eiga um sárt að binda og að því hafi komið upp hugmyndir um að sleppa óþarfa hávaða um áramótin. „Það eru uppi hugmyndir um að það verði bara kertafleyting á Lóninu, en skipulagning er ekki komin af stað,“ segir hún. Hún segir suma þó eiga erfitt með að snúa aftur í bæinn. „Það mun líða langur tími þangað til að íbúar hér muni treysta fjöllunum aftur.“ Áfram er óvíst hvenær íbúar geta snúið aftur til síns heima. Endurskoðun á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði mun ekki fara fram á morgun líkt og vonir stóðu til, vegna veðurs. Talsverðri úrkomu er spáð á Austurlandi á morgun. Engar tilkynningar hafa borist um skriður eða drunur á svæðinu og mælingar í morgun sýna að lítil sem engin hreyfing hafi orðið á upptakasvæðum skriðufalla frá því í gær. Frostið var kærkomin sjón í bænum fyrir jól eftir gríðarlegt úrhelli sem leiddi til stærstu aurskriða sem fallið hafa á byggð á Íslandi. Fyrirhugað var að hægt yrði að endurskoða rýmingaráætlun á morgun en veðurspáin varð verri en búist var við og gul veðurviðvörun hefur verið gefin út, sem tekur gildi á miðnætti. Talsverðri úrkomu er spáð sem þýðir að ekki verður hægt að endurskoða áætlunina fyrr en í fyrsta lagi á mánudag. Þá má búast við að færð spillist á Fjarðarheiði og fólk beðið um að fylgjast vel með færð á vegum. Veður verður þó skaplegra eftir helgi og þá er vonast til að hægt verði að hefja frekara hreinsunarstarf og skoða rýmingaráætlun.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Áramót Flugeldar Tengdar fréttir Héraðsbúar gerðu heimagerðan jólaís handa Seyðfirðingum Íbúar Múlaþings hafa margir hverjir tekið sig til að búið til heimagerðan jólaís og gefið Seyðfirðingum. Heldur óvenjuleg jól blasa við fjölmörgum Seyðfirðingum í ár í kjölfar náttúruhamfarananna sem þar hafa riðið yfir. 23. desember 2020 21:53 Fyrir/eftir myndband sýnir gapandi sárið í fjallinu Þrívíddarmyndband sem starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu sýnir glögglega hversu stór hluti fjallsins féll niður er stóra skriðan féll á þéttbýlið í Seyðisfirði síðastliðinn föstudag. 23. desember 2020 18:40 Seyðisfjörður kominn í vetrarbúning eftir hörmungar síðustu viku Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum. 21. desember 2020 22:25 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Héraðsbúar gerðu heimagerðan jólaís handa Seyðfirðingum Íbúar Múlaþings hafa margir hverjir tekið sig til að búið til heimagerðan jólaís og gefið Seyðfirðingum. Heldur óvenjuleg jól blasa við fjölmörgum Seyðfirðingum í ár í kjölfar náttúruhamfarananna sem þar hafa riðið yfir. 23. desember 2020 21:53
Fyrir/eftir myndband sýnir gapandi sárið í fjallinu Þrívíddarmyndband sem starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu sýnir glögglega hversu stór hluti fjallsins féll niður er stóra skriðan féll á þéttbýlið í Seyðisfirði síðastliðinn föstudag. 23. desember 2020 18:40
Seyðisfjörður kominn í vetrarbúning eftir hörmungar síðustu viku Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum. 21. desember 2020 22:25
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent