Sekt forráðamanna Hvals hf sönnuð í tveimur sakamálum; hvað gerir ráðherra nú? Ole Anton Bieltvedt skrifar 29. desember 2020 11:01 Jarðarvinir, dýra- náttúru og umhverfisverndarsamtök, hafa rekið tvö sakamál gegn forráðamönnum Hvals hf, vegna meintra brota þeirra á reglugerðum vegna hvalveiða og verkunar hvals, svo og vegna meintra brota þeirra á ákvæðum veiðileyfa, þar sem sekt hefur sannast. Um er að ræða lögreglumál nr. 313-2018-19923, annars vegar, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði árum saman brotið ákvæði 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009 um hvalskurð, sem átti að fara fram undir þaki, í lokuðu rými, en það var ekki gert. Fyrir þessi brot gildir þessi refsirammi: Sektir eða fangelsi allt að 2 árum skv. 22. gr. reglugerðarinnar. Hér féll lögreglustjórinn á Vesturlandi reyndar frá ákæru, án þess að ástæður, sem við skildum, hafi komið fram fyrir þeirri ákvörðun. Hitt málið er lögreglumál nr. 313-2019-8012, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði brotið 5. gr. veiðileyfis fyrir árin 2014-2018, frá 15.05.2014, um afhendingu veiðidagbóka fyrir þetta tímabil, en þessar dagbækur eru helzta verkfæri stjórnvalda og eftirlitsaðila til að fylgjast með framkvæmd veiðanna. Gegn skýru ákvæði í veiðileyfi og þrátt fyrir ítrekanir og eftirgangsmuni eftirlitsaðila, Fiskistofu, skilaði Hvalur hf aldrei inn þessum dagbókum. Í veiðidagbókum kemur fram, hvar og hvenær veiðar fara fram, hvenær fyrsta sprengiskutli er skotið, hversu mörgum sprengiskutlum er skotið, hversu margir hæfa langreyði, fjöldi skutlaðra langreyða, sem losna og tapast o.s.frv. alls 16 atriði. Þessa upplýsingar gefa eftirlitsaðila mynd af því, hvernig veiðar fara í reynd fram – hvort reglum og lögum sé fylgt eða ekki – líka, hversu langt dauðastríð dýranna er og hversu mörg þeirra sleppa (illa eða helsærð, til þess eins að kveljast til dauða á skemmri eða lengri tíma). Þessu dagbókarmáli var lokið með lögreglustjórasekt hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi í júlí 2020. Í 8. gr. veiðileyfisins, sem um ræðir, eru refisákvæði fyrir þessi brot þessi; „Brot á ákvæðum leyfisbréfs þessa og sérhver misnotkun á því varðar sviftingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins. Einnig varða brot sektum og öðrum viðurlögum samkvæmt lögum nr. 26/1949, um hvalveiðar með síðari breytingum“. Skv. þessum síðastnefndu lögum eru sektir 2.000-40.000 gullkrónur, upptaka á veiðitækjum skipsins, byssum, skotlínu, skutlum og skotfærum, svo og öllum afla skipsins, auk þess, sem láta má brot varða fangelsi, allt að 6 mánuðum, þegar sakir eru miklar eða þegar um ítrekað brot er að ræða. Með tilliti til sakfellingar forráðamanna Hvals hf. í ofangreindum tveimur sakamálum, vegna brota á hvalveiðireglugerð og ákvæðum síðasta hvalveiðileyfisins, verður að teljast rétt og tilhlýðilegt, að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, afturkalli nýtt leyfi til veiða á langreyði, fyrir árin 2019-2023, sem hann gaf út til Hvals hf 05.07.2019!? Í öllu falli verður að teljast líklegt, að stjórnsýslan í öðrum vestrænum löndum hefði ekki unað því, að veitt leyfi af þessu tagi væru vanvirt og brotin, án viðbragða eða viðurlaga. Sérstaklega verður það að teljast útilokað, að önnur stjórnvöld hefðu veitt eða viðhaldið leyfum til slíkra brotaaðila eftir lögreglurannsókn og sönnun brota. Menn munu nú sjá, á hvaða siðferðisstigi íslenzk stjórnsýsla – hér sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnin – í raunveruleikanum er. Höfundur er stofnandi og formaður dýra- og náttúruverndarsamtakanna Jarðarvinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Hvalveiðar Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Jarðarvinir, dýra- náttúru og umhverfisverndarsamtök, hafa rekið tvö sakamál gegn forráðamönnum Hvals hf, vegna meintra brota þeirra á reglugerðum vegna hvalveiða og verkunar hvals, svo og vegna meintra brota þeirra á ákvæðum veiðileyfa, þar sem sekt hefur sannast. Um er að ræða lögreglumál nr. 313-2018-19923, annars vegar, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði árum saman brotið ákvæði 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009 um hvalskurð, sem átti að fara fram undir þaki, í lokuðu rými, en það var ekki gert. Fyrir þessi brot gildir þessi refsirammi: Sektir eða fangelsi allt að 2 árum skv. 22. gr. reglugerðarinnar. Hér féll lögreglustjórinn á Vesturlandi reyndar frá ákæru, án þess að ástæður, sem við skildum, hafi komið fram fyrir þeirri ákvörðun. Hitt málið er lögreglumál nr. 313-2019-8012, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði brotið 5. gr. veiðileyfis fyrir árin 2014-2018, frá 15.05.2014, um afhendingu veiðidagbóka fyrir þetta tímabil, en þessar dagbækur eru helzta verkfæri stjórnvalda og eftirlitsaðila til að fylgjast með framkvæmd veiðanna. Gegn skýru ákvæði í veiðileyfi og þrátt fyrir ítrekanir og eftirgangsmuni eftirlitsaðila, Fiskistofu, skilaði Hvalur hf aldrei inn þessum dagbókum. Í veiðidagbókum kemur fram, hvar og hvenær veiðar fara fram, hvenær fyrsta sprengiskutli er skotið, hversu mörgum sprengiskutlum er skotið, hversu margir hæfa langreyði, fjöldi skutlaðra langreyða, sem losna og tapast o.s.frv. alls 16 atriði. Þessa upplýsingar gefa eftirlitsaðila mynd af því, hvernig veiðar fara í reynd fram – hvort reglum og lögum sé fylgt eða ekki – líka, hversu langt dauðastríð dýranna er og hversu mörg þeirra sleppa (illa eða helsærð, til þess eins að kveljast til dauða á skemmri eða lengri tíma). Þessu dagbókarmáli var lokið með lögreglustjórasekt hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi í júlí 2020. Í 8. gr. veiðileyfisins, sem um ræðir, eru refisákvæði fyrir þessi brot þessi; „Brot á ákvæðum leyfisbréfs þessa og sérhver misnotkun á því varðar sviftingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins. Einnig varða brot sektum og öðrum viðurlögum samkvæmt lögum nr. 26/1949, um hvalveiðar með síðari breytingum“. Skv. þessum síðastnefndu lögum eru sektir 2.000-40.000 gullkrónur, upptaka á veiðitækjum skipsins, byssum, skotlínu, skutlum og skotfærum, svo og öllum afla skipsins, auk þess, sem láta má brot varða fangelsi, allt að 6 mánuðum, þegar sakir eru miklar eða þegar um ítrekað brot er að ræða. Með tilliti til sakfellingar forráðamanna Hvals hf. í ofangreindum tveimur sakamálum, vegna brota á hvalveiðireglugerð og ákvæðum síðasta hvalveiðileyfisins, verður að teljast rétt og tilhlýðilegt, að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, afturkalli nýtt leyfi til veiða á langreyði, fyrir árin 2019-2023, sem hann gaf út til Hvals hf 05.07.2019!? Í öllu falli verður að teljast líklegt, að stjórnsýslan í öðrum vestrænum löndum hefði ekki unað því, að veitt leyfi af þessu tagi væru vanvirt og brotin, án viðbragða eða viðurlaga. Sérstaklega verður það að teljast útilokað, að önnur stjórnvöld hefðu veitt eða viðhaldið leyfum til slíkra brotaaðila eftir lögreglurannsókn og sönnun brota. Menn munu nú sjá, á hvaða siðferðisstigi íslenzk stjórnsýsla – hér sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnin – í raunveruleikanum er. Höfundur er stofnandi og formaður dýra- og náttúruverndarsamtakanna Jarðarvinir.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun