Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2020 13:31 Heilbrigðisstarfsmenn þrífa ingang sjúkrahúss í Wuhan í janúar. AP/Dake Kang Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. Um 34 þúsund íbúar borgarinnar fóru í mótefnaskimun og kom í ljós að af þeim höfðu 4,43 prósent þeirra smitast. Um ellefu milljónir manna búa í Wuhan en opinberar tölur þar segja að einungis 50.354 hafi í raun smitast. Séu niðurstöður mótefnaskimunarinnar færðar yfir á alla íbúa borgarinnar, áætla sérfræðingar Sóttvarnastofnunar Kína að nærri því hálf milljón hafi mögulega smitast. Sagt er frá þessari rannsókn í frétt CNN. Þar segir að sambærilegar skimanir í öðrum borgum Hubeihéraðs hafi sýnt fram á að mun færri hafi smitast þar. Í skjölum Sóttvarnastofnunar Kína sem hafði verið lekið til CNN kemur fram að raunverulegum fjölda smitaðra var í raun leynt. Lægri tölur hafi verið gefnar opinberlega en raunverulegar upplýsingar stofnunarinnar hafi sagt til um. Þá hefur verið gripið til harðra aðgerða gegn fólki sem reyndi að dreifa upplýsingum um hvað var að gerast í Wuhan þegar borginni var svo gott sem lokað á sínum tíma. Þann 23. janúar voru allar samgöngur til og frá Wuhan stöðvaðar auk þess sem almenningssamgöngum innan borgarinnar var lokað. Fyrirtækjum var lokað og íbúum borgarinnar gert að halda til á heimilum sínum. Þannig var ástandið í 76 daga. Sóttvarnastofnun Kína segir niðurstöður rannsóknarinnar sem sagt er frá hér að ofan til marks um að þessar aðgerðir hafi borið árangur. Veiran hafi að mestu verið einangruð í Wuhan og hafi náð lítilli dreifingu annarsstaðar í Kína. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 16. desember 2020 23:22 Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19 Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra. 29. nóvember 2020 14:41 Skima milljónir og grípa til harðra aðgerða í þremur borgum í Kína Yfirvöld í Kína hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða eftir að á tuttugu manns greindust með Covid-19 í þremur borgum á síðustu viku. 23. nóvember 2020 11:12 Borgin Wuhan opnuð á ný Kínverska borgin Wuhan, þar sem heimsfaraldur kórónuveiru á upptök sín, var opnuð á ný í dag eftir að hafa verið lokað í tæpa þrjá mánuði. 8. apríl 2020 06:56 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Um 34 þúsund íbúar borgarinnar fóru í mótefnaskimun og kom í ljós að af þeim höfðu 4,43 prósent þeirra smitast. Um ellefu milljónir manna búa í Wuhan en opinberar tölur þar segja að einungis 50.354 hafi í raun smitast. Séu niðurstöður mótefnaskimunarinnar færðar yfir á alla íbúa borgarinnar, áætla sérfræðingar Sóttvarnastofnunar Kína að nærri því hálf milljón hafi mögulega smitast. Sagt er frá þessari rannsókn í frétt CNN. Þar segir að sambærilegar skimanir í öðrum borgum Hubeihéraðs hafi sýnt fram á að mun færri hafi smitast þar. Í skjölum Sóttvarnastofnunar Kína sem hafði verið lekið til CNN kemur fram að raunverulegum fjölda smitaðra var í raun leynt. Lægri tölur hafi verið gefnar opinberlega en raunverulegar upplýsingar stofnunarinnar hafi sagt til um. Þá hefur verið gripið til harðra aðgerða gegn fólki sem reyndi að dreifa upplýsingum um hvað var að gerast í Wuhan þegar borginni var svo gott sem lokað á sínum tíma. Þann 23. janúar voru allar samgöngur til og frá Wuhan stöðvaðar auk þess sem almenningssamgöngum innan borgarinnar var lokað. Fyrirtækjum var lokað og íbúum borgarinnar gert að halda til á heimilum sínum. Þannig var ástandið í 76 daga. Sóttvarnastofnun Kína segir niðurstöður rannsóknarinnar sem sagt er frá hér að ofan til marks um að þessar aðgerðir hafi borið árangur. Veiran hafi að mestu verið einangruð í Wuhan og hafi náð lítilli dreifingu annarsstaðar í Kína.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 16. desember 2020 23:22 Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19 Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra. 29. nóvember 2020 14:41 Skima milljónir og grípa til harðra aðgerða í þremur borgum í Kína Yfirvöld í Kína hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða eftir að á tuttugu manns greindust með Covid-19 í þremur borgum á síðustu viku. 23. nóvember 2020 11:12 Borgin Wuhan opnuð á ný Kínverska borgin Wuhan, þar sem heimsfaraldur kórónuveiru á upptök sín, var opnuð á ný í dag eftir að hafa verið lokað í tæpa þrjá mánuði. 8. apríl 2020 06:56 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 16. desember 2020 23:22
Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19 Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra. 29. nóvember 2020 14:41
Skima milljónir og grípa til harðra aðgerða í þremur borgum í Kína Yfirvöld í Kína hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða eftir að á tuttugu manns greindust með Covid-19 í þremur borgum á síðustu viku. 23. nóvember 2020 11:12
Borgin Wuhan opnuð á ný Kínverska borgin Wuhan, þar sem heimsfaraldur kórónuveiru á upptök sín, var opnuð á ný í dag eftir að hafa verið lokað í tæpa þrjá mánuði. 8. apríl 2020 06:56