Geðveikt nýtt ár? Starri Reynisson skrifar 30. desember 2020 10:30 Nýtt ár er rétt handan við hornið. Árið sem er að líða hefur verið erfitt þar sem heimsfaraldur hefur sett líf allra úr skorðum. Það eru þó bjartari tímar framundan, bóluefni komið til landsins og líklegt að hægt verði að ná tökum á faraldrinum á fyrri hluta næsta árs. Þessi heimsfaraldur er þó ekki eini heilsufarsvandinn sem þjóðin glímir við. Ísland glímir við langvarandi geðheilbrigðisvanda. Sjálfsvígstíðni er há, sérstaklega meðal ungra karlmanna, stærstur hluti örorkubóta er vegna geðrænna veikinda og við eigum heimsmetið í notkun þunglyndislyfja. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu myndi slá vel á þennan vanda, en þrátt fyrir að frumvarp þess efnis hafi hlotið einróma samþykki Alþingis í vor neitar ríkisstjórnin að fjármagna niðurgreiðsluna. Örorkubætur vegna geðrænna veikinda kosta ríkissjóð rúma 20 milljarða á ári. Tap samfélagsins mældur í skatttekjum og fleiru sem tapast vegna geðrænna veikinda nemur um 30 milljörðum á ári. Kostnaður samfélagsins er óendanlega mikill þegar hann er mældur í fjölda fólks sem glímir við vanlíðan, tækifærum sem glatast og fjölda sjálfsvíga. Á móti myndi það aðeins kosta um 1.2 milljarða að niðurgreiða sálfræðiþjónustu þannig að hún yrði aðgengileg flestum. Slík niðurgreiðsla er því augljóslega ábyrg fjárfesting af hálfu ríkissjóðs, sem myndi skila sér margfalt til baka. Ríkisstjórnin segist þó ekki vilja fjármagna niðurgreiðsluna vegna þess að það sé of kostnaðarsamt. Félagsleg einangrun og ástvinamissir síðasta árs hafar haft gífurleg áhrif á andlega líðan fólks og aukið við geðheilbrigðisvandann sem var til staðar fyrir, um það leikur enginn vafi. Þó við sjáum fram á lok þessa heimsfaraldurs verður geðheilbrigðisvandinn enn til staðar og þörfin fyrir sálfræðiþjónustu hefur aldrei verið meiri. Það er ekki til bóluefni við andlegum veikindum. Nú eru aðeins tveir dagar eftir af undirskriftasöfnun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að standa við niðurgreiðsluna og fjármagna hana að fullu. Hér er hægt að skrifa undir. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Geðheilbrigði Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Nýtt ár er rétt handan við hornið. Árið sem er að líða hefur verið erfitt þar sem heimsfaraldur hefur sett líf allra úr skorðum. Það eru þó bjartari tímar framundan, bóluefni komið til landsins og líklegt að hægt verði að ná tökum á faraldrinum á fyrri hluta næsta árs. Þessi heimsfaraldur er þó ekki eini heilsufarsvandinn sem þjóðin glímir við. Ísland glímir við langvarandi geðheilbrigðisvanda. Sjálfsvígstíðni er há, sérstaklega meðal ungra karlmanna, stærstur hluti örorkubóta er vegna geðrænna veikinda og við eigum heimsmetið í notkun þunglyndislyfja. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu myndi slá vel á þennan vanda, en þrátt fyrir að frumvarp þess efnis hafi hlotið einróma samþykki Alþingis í vor neitar ríkisstjórnin að fjármagna niðurgreiðsluna. Örorkubætur vegna geðrænna veikinda kosta ríkissjóð rúma 20 milljarða á ári. Tap samfélagsins mældur í skatttekjum og fleiru sem tapast vegna geðrænna veikinda nemur um 30 milljörðum á ári. Kostnaður samfélagsins er óendanlega mikill þegar hann er mældur í fjölda fólks sem glímir við vanlíðan, tækifærum sem glatast og fjölda sjálfsvíga. Á móti myndi það aðeins kosta um 1.2 milljarða að niðurgreiða sálfræðiþjónustu þannig að hún yrði aðgengileg flestum. Slík niðurgreiðsla er því augljóslega ábyrg fjárfesting af hálfu ríkissjóðs, sem myndi skila sér margfalt til baka. Ríkisstjórnin segist þó ekki vilja fjármagna niðurgreiðsluna vegna þess að það sé of kostnaðarsamt. Félagsleg einangrun og ástvinamissir síðasta árs hafar haft gífurleg áhrif á andlega líðan fólks og aukið við geðheilbrigðisvandann sem var til staðar fyrir, um það leikur enginn vafi. Þó við sjáum fram á lok þessa heimsfaraldurs verður geðheilbrigðisvandinn enn til staðar og þörfin fyrir sálfræðiþjónustu hefur aldrei verið meiri. Það er ekki til bóluefni við andlegum veikindum. Nú eru aðeins tveir dagar eftir af undirskriftasöfnun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að standa við niðurgreiðsluna og fjármagna hana að fullu. Hér er hægt að skrifa undir. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun