Lewis Hamilton heiðraður á nýju ári Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2020 18:31 Sir Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistar í Formúlu 1. EPA-EFE/Giuseppe Cacace / Pool Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, verður Sir Lewis Hamilton á nýju ári. Hamilton hefur átt ótrúlegt ár í Formúlu 1. Hann jafnaði og tók fram úr Michael Schumacher varðandi sigra í F11. Þá jafnaði hann met Þjóðverjans en þeir hafa nú báðir sjö sinnum orðið heimsmeistarar í íþróttinni. Hinn 35 ára gamli Hamilton var einnig duglegur að nýta rödd sína og láta í sér heyra varðandi málefni litaðra, bæði í Formúlu 1 sem og Bandaríkjunum. Margt íþróttafólk hefur stigið upp á árinu og nýtt stöðu sína til að benda á það óréttlæti sem enn á sér stað árið 2020. Hamilton heldur áfram að bæta í safnið á nýju ári en hann verður heiðraður af breska ríkinu í upphafi árs 2021 og mun hljóta nafnbótina „Sir“ fyrir framan nafn sitt. Verður hann fjórði F1 ökumaðurinn sem hlýtur þann heiður. Congratulations, Sir Lewis!Lewis Hamilton has been awarded a knighthood in the latest UK Honours list https://t.co/D8amm4hOeQ— Formula 1 (@F1) December 30, 2020 Var þetta staðfest í gær, miðvikudaginn 30. desember. Stefano Domenicali, forstjóri F1, óskaði Hamilton til hamingju, sagði hann hafa gífurleg áhrif innan sem utan bíls og að það sem hann hefði áorkað á árinu væri stórfenglegt. Hann bætti við að Hamilton ætti nafnbótina skilið og gæti ekki beðið eftir að sjá meira frá honum á næsta ári. Formúla Bretland Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Fleiri fréttir Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Hamilton hefur átt ótrúlegt ár í Formúlu 1. Hann jafnaði og tók fram úr Michael Schumacher varðandi sigra í F11. Þá jafnaði hann met Þjóðverjans en þeir hafa nú báðir sjö sinnum orðið heimsmeistarar í íþróttinni. Hinn 35 ára gamli Hamilton var einnig duglegur að nýta rödd sína og láta í sér heyra varðandi málefni litaðra, bæði í Formúlu 1 sem og Bandaríkjunum. Margt íþróttafólk hefur stigið upp á árinu og nýtt stöðu sína til að benda á það óréttlæti sem enn á sér stað árið 2020. Hamilton heldur áfram að bæta í safnið á nýju ári en hann verður heiðraður af breska ríkinu í upphafi árs 2021 og mun hljóta nafnbótina „Sir“ fyrir framan nafn sitt. Verður hann fjórði F1 ökumaðurinn sem hlýtur þann heiður. Congratulations, Sir Lewis!Lewis Hamilton has been awarded a knighthood in the latest UK Honours list https://t.co/D8amm4hOeQ— Formula 1 (@F1) December 30, 2020 Var þetta staðfest í gær, miðvikudaginn 30. desember. Stefano Domenicali, forstjóri F1, óskaði Hamilton til hamingju, sagði hann hafa gífurleg áhrif innan sem utan bíls og að það sem hann hefði áorkað á árinu væri stórfenglegt. Hann bætti við að Hamilton ætti nafnbótina skilið og gæti ekki beðið eftir að sjá meira frá honum á næsta ári.
Formúla Bretland Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Fleiri fréttir Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti